„Fannst ég bregðast heilli þjóð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 09:00 Max Wöber sást gráta eftir leikinn þar sem Frakkarnir unnu á sjálfsmarki hans. Getty/Ian MacNicol Austurríkismaðurinn Maximilian Wöber átti erfitt með tilfinningar sínar í gær þrátt fyrir að það væri næstum því sólarhringur síðan hann tryggði Frökkum sigur með því að skalla boltann í eigið mark. Þegar Wöber hitti blaðamenn daginn eftir þá barðist þessi 26 ára gamli leikmaður Leeds United við tárin. „Þú ert orðinn að skúrki þjóðar þinnar,“ sagði Maximilian Wöber. „Eftir svona leik, þar sem þú klúðrar leik á EM fyrir þjóð þína þá er mikilvægt að stíga fram strax svo að þú getir komist sem fyrst yfir þetta,“ sagði Wöber en Kronen Zeitung segir frá. Hann mætti í viðtöl daginn eftir og fékk hrós hjá mörgum fyrir hugrekkið. „Bin der Dodel der Nation“ - Maximilian Wöber stellte sich am Tag nach seinem verhängnisvollen Eigentor gegen die Franzosen der Presse. https://t.co/s94SBwjQdG pic.twitter.com/xioqh4QwjK— Kronen Zeitung (@krone_at) June 18, 2024 „Ég sá boltann mjög seint, brást við af eðlishvötinni einni saman og náði einhvern veginn að setja hausinn í boltann. Eftiráhyggja þá var þetta án efa slæm ákvörðun,“ sagði Wöber. „Þetta var mjög svekkjandi kvöld fyrir mig persónulega með miklum biturleika. Ég átti mjög erfitt með tilfinningarnar eftir leikinn. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður af því að mér fannst ég bregðast heilli þjóð,“ sagði Wöber. „Nú hef ég haft alla nóttina til þess að vinna úr þessu. Liðsfélagar mínir og þjálfarateymið, fjölskyldan og vinir komu mér aftur á rétta braut. Eftir svefnlausa nótt þá get ég nú hlegið að sumum ljósmyndum og gríni á netinu,“ sagði Wöber. Wöber og félagar stóðu sig vel á móti sterku liði Frakka en urðu að sætta sig við 1-0 tap. Næsti leikur liðsins er á móti Póllandi á föstudaginn en lokaleikurinn er síðan á móti Hollandi. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Þegar Wöber hitti blaðamenn daginn eftir þá barðist þessi 26 ára gamli leikmaður Leeds United við tárin. „Þú ert orðinn að skúrki þjóðar þinnar,“ sagði Maximilian Wöber. „Eftir svona leik, þar sem þú klúðrar leik á EM fyrir þjóð þína þá er mikilvægt að stíga fram strax svo að þú getir komist sem fyrst yfir þetta,“ sagði Wöber en Kronen Zeitung segir frá. Hann mætti í viðtöl daginn eftir og fékk hrós hjá mörgum fyrir hugrekkið. „Bin der Dodel der Nation“ - Maximilian Wöber stellte sich am Tag nach seinem verhängnisvollen Eigentor gegen die Franzosen der Presse. https://t.co/s94SBwjQdG pic.twitter.com/xioqh4QwjK— Kronen Zeitung (@krone_at) June 18, 2024 „Ég sá boltann mjög seint, brást við af eðlishvötinni einni saman og náði einhvern veginn að setja hausinn í boltann. Eftiráhyggja þá var þetta án efa slæm ákvörðun,“ sagði Wöber. „Þetta var mjög svekkjandi kvöld fyrir mig persónulega með miklum biturleika. Ég átti mjög erfitt með tilfinningarnar eftir leikinn. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður af því að mér fannst ég bregðast heilli þjóð,“ sagði Wöber. „Nú hef ég haft alla nóttina til þess að vinna úr þessu. Liðsfélagar mínir og þjálfarateymið, fjölskyldan og vinir komu mér aftur á rétta braut. Eftir svefnlausa nótt þá get ég nú hlegið að sumum ljósmyndum og gríni á netinu,“ sagði Wöber. Wöber og félagar stóðu sig vel á móti sterku liði Frakka en urðu að sætta sig við 1-0 tap. Næsti leikur liðsins er á móti Póllandi á föstudaginn en lokaleikurinn er síðan á móti Hollandi.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira