Tiger Woods fær lífstíðarpassa fyrir afrek sín Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2024 12:01 Tiger Woods er einn sigursælasti kylfingur allra tíma. Alex Slitz/Getty Images PGA-mótaröðin hefur ákveðið að veita Tiger Woods, einum besta kylfingi allra tíma, lífstíðarpassa á mörg af stærstu mótum mótaraðarinnar fyrir afrek sín á golfvellinum. Á ferli sínum hefur hinn 48 ára gamli Woods unnið 82 mót á vegum PGA og þar af hefur hann fagnað sigri á 15 risamótum. Hann er sá kylfingur, ásamt Sam Snead, sem hefur unnið flest PGA-mót í sögunni og þá hefur hann unnið næst flesta risatitla af öllum, þremur færri en Jack Nicklaus vann á sínum tíma. Í gær ákvað stjórn PGA að veita Woods lífstíðarpassa á átta stórum mótum á vegum mótaraðarinnar fyrir afrek sín í gegnum tíðina. Hann þarf þó enn að vinna sér inn þátttökurétt á risamótunum fjórum sem eru Masters-mótið, PGA meistaramótið, Opna bandaríska og Opna-meistaramótið. Woods hefur nú hins vegar unnið sér inn lífstíðarpassa á svokallaða „Einkennisviðburði“ eða „Signature Events“ PGA-mótaraðarinnar, en það eru mótin sem gefa stig fyrir FedEx-bikarinn. „Við munum gera sérstaka undanþágu til að viðurkenna Tiger Woods í sínum eigin flokki, en hann hefur náð þeim ótrúlega árangri að vinna yfir 80 mót á ferlinum,“ segir í tilkynningu PGA. 🚨#JUST IN: Today, the PGA TOUR policy board approved an exemption that will allow Tiger Woods to compete in Signature Events for the rest of his lifetime, beginning in 2025, per @Sean_Zak pic.twitter.com/8AtB9wv909— TWLEGION (@TWlegion) June 19, 2024 Woods hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta undanfarin ár. Hann lenti í bílslysi árið 2021 sem varð til þess að hann þurfti á aðgerð að halda vegna meiðsla sinna. Woods hefur aðeins tekið þátt í níu mótum síðan. Á þeim fjórum PGA-mótum sem Woods hefur tekið þátt í á þessu ári hefur hann aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn. Þó er búist við því að Woods verði meðal keppenda á Opna meistaramótinu í næsta mánuði. Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Á ferli sínum hefur hinn 48 ára gamli Woods unnið 82 mót á vegum PGA og þar af hefur hann fagnað sigri á 15 risamótum. Hann er sá kylfingur, ásamt Sam Snead, sem hefur unnið flest PGA-mót í sögunni og þá hefur hann unnið næst flesta risatitla af öllum, þremur færri en Jack Nicklaus vann á sínum tíma. Í gær ákvað stjórn PGA að veita Woods lífstíðarpassa á átta stórum mótum á vegum mótaraðarinnar fyrir afrek sín í gegnum tíðina. Hann þarf þó enn að vinna sér inn þátttökurétt á risamótunum fjórum sem eru Masters-mótið, PGA meistaramótið, Opna bandaríska og Opna-meistaramótið. Woods hefur nú hins vegar unnið sér inn lífstíðarpassa á svokallaða „Einkennisviðburði“ eða „Signature Events“ PGA-mótaraðarinnar, en það eru mótin sem gefa stig fyrir FedEx-bikarinn. „Við munum gera sérstaka undanþágu til að viðurkenna Tiger Woods í sínum eigin flokki, en hann hefur náð þeim ótrúlega árangri að vinna yfir 80 mót á ferlinum,“ segir í tilkynningu PGA. 🚨#JUST IN: Today, the PGA TOUR policy board approved an exemption that will allow Tiger Woods to compete in Signature Events for the rest of his lifetime, beginning in 2025, per @Sean_Zak pic.twitter.com/8AtB9wv909— TWLEGION (@TWlegion) June 19, 2024 Woods hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta undanfarin ár. Hann lenti í bílslysi árið 2021 sem varð til þess að hann þurfti á aðgerð að halda vegna meiðsla sinna. Woods hefur aðeins tekið þátt í níu mótum síðan. Á þeim fjórum PGA-mótum sem Woods hefur tekið þátt í á þessu ári hefur hann aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn. Þó er búist við því að Woods verði meðal keppenda á Opna meistaramótinu í næsta mánuði.
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira