Nanna Gunnarsdóttir stofnandi hátíðarinnar segir ýmissa grasa kenna á hátíðinni. Það sé ýmislegt fyrir alla. Rætt var við nokkra listamenn hátíðarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 sem sögðu frá atriðum sínum.
Hugleikur Dagsson er með uppistand á hátíðinni sem titlað er Engin hugmynd og segir hann að það sé vegna þess að hann hafi ekki hugmynd um hvað hann er að gera.