Sjáðu Shaqiri skora á sjötta stórmótinu í röð og það með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2024 06:31 Xherdan Shaqiri fagnaði marki sínu með svolítið sérstökum hætti. Getty/Robbie Jay Barratt Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri er sá eini sem hefur skorað á öllum stórmótum frá árinu 2014. Hann kom sér í þann einkaklúbb með frábæru marki á Evrópumótinu í Þýskalandi í gær. Svisslendingar gerðu reyndar bara 1-1 jafntefli við Skotland en mark Shaqiri var hreint augnayndi. Hann fékk boltann á silfurfati frá klaufskum varnarmanni skoska landsliðsins og hikaði ekki í eina sekúndu heldur skaut strax á markið. Boltinn hafnaði óverjandi upp í bláhorninu. Frábært mark. Shaqiri hefur nú skorað fleiri stóramótamörk en Zinedine Zidane sem og á síðustu þremur Evrópumótum (2016, 2021, 2024) og á síðustu þremur heimsmeistaramótum (2014, 2018, 2022). Því hefur enginn annar náð, ekki einu sinni Cristiano Ronaldo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum en mark Skota skoraði Scott McTominay. McTominay fékk markið skráð á sig á endanum en það var lengi skráð sem sjálfsmark enda hafði skotið viðkomu í Fabian Schar sem stóð fyrir framan Yann Sommer markvörð. Xherdan Shaqiri skoraði eitt af mörkum mótsins þegar Skotland og Sviss gerðu 1-1 jafntefli! pic.twitter.com/aI2XEnzLaW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 Þjóðverjar tryggðu fyrstir liða sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með 2-0 sigri á Ungverjum. Heimamenn hafa þar með sex stig og markatöluna 7-1 eftir fyrstu tvo leikina. Jamal Musiala varð fyrstur í keppninni til að skora tvö mörk en hann skoraði þá eftir stoðsendingu frá İlkay Gündogan. Einhverjir vildu meina að Gündogan hefði brotið af sér í aðdragandanum en hvorki dómarinn né myndbandsdómararnir voru á því. Gündogan skoraði síðan seinna markið sjálfur. Það má sjá þessi tvö mörk hér fyrir neðan. Þjóðverjar flugu í 16-liða úrslitin með 2-0 sigri gegn Ungverjum 🇩🇪✈️🇭🇺 pic.twitter.com/OlfrqAMsRH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Sjá meira
Svisslendingar gerðu reyndar bara 1-1 jafntefli við Skotland en mark Shaqiri var hreint augnayndi. Hann fékk boltann á silfurfati frá klaufskum varnarmanni skoska landsliðsins og hikaði ekki í eina sekúndu heldur skaut strax á markið. Boltinn hafnaði óverjandi upp í bláhorninu. Frábært mark. Shaqiri hefur nú skorað fleiri stóramótamörk en Zinedine Zidane sem og á síðustu þremur Evrópumótum (2016, 2021, 2024) og á síðustu þremur heimsmeistaramótum (2014, 2018, 2022). Því hefur enginn annar náð, ekki einu sinni Cristiano Ronaldo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum en mark Skota skoraði Scott McTominay. McTominay fékk markið skráð á sig á endanum en það var lengi skráð sem sjálfsmark enda hafði skotið viðkomu í Fabian Schar sem stóð fyrir framan Yann Sommer markvörð. Xherdan Shaqiri skoraði eitt af mörkum mótsins þegar Skotland og Sviss gerðu 1-1 jafntefli! pic.twitter.com/aI2XEnzLaW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 Þjóðverjar tryggðu fyrstir liða sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með 2-0 sigri á Ungverjum. Heimamenn hafa þar með sex stig og markatöluna 7-1 eftir fyrstu tvo leikina. Jamal Musiala varð fyrstur í keppninni til að skora tvö mörk en hann skoraði þá eftir stoðsendingu frá İlkay Gündogan. Einhverjir vildu meina að Gündogan hefði brotið af sér í aðdragandanum en hvorki dómarinn né myndbandsdómararnir voru á því. Gündogan skoraði síðan seinna markið sjálfur. Það má sjá þessi tvö mörk hér fyrir neðan. Þjóðverjar flugu í 16-liða úrslitin með 2-0 sigri gegn Ungverjum 🇩🇪✈️🇭🇺 pic.twitter.com/OlfrqAMsRH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Sjá meira