Heimaleikurinn vann til verðlauna í Ástralíu Boði Logason skrifar 20. júní 2024 09:38 Viðar Gylfason, Freydís Bjarnadótir, Kári Viðarsson og Logi Sigursveinsson voru viðstödd sýningu myndarinnar í Ástralíu. Aðsend Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn vann í nótt áhorfendaverðlaun Sydney Film Festival í Ástralíu. Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar segir að hátíðin sé ein elsta kvikmyndahátíð heims og í ár hafi yfir tvö hundruð myndir verið sýndar, margar hverjar sem hafa verið að vinna stærstu verðlaun evrópskra kvikmyndahátíða síðasta árs. Heimaleikurinn hefur farið á fjölmargar hátíðir síðastliðið árið og unnið til fjölda verðlauna. Smári Gunnarsson, annar leikstjóra myndarinnar, segir að þeir hafi aldrei búist við að bíómynd um lítið samfélag á Íslandi myndi snerta jafnmikið við alþjóðlegum áhorfendum eins og raun ber vitni. „Það gerist eitthvað einstakt þegar fólk horfir saman á þessa mynd í bíó. Hún byggir upp að einum fótboltaleik, sem í stóra samhenginu virðist ekki mikilvægur, en fyrir söguhetjurnar skiptir hann öllu máli,“ segir hann. „Áhorfendur á alþjóðlegum hátíðum, sem í mörgum tilvikum hafa engan áhuga á fótbolta, haga sér eins og fótbolta áhangendur; hrópa og kalla á skjáinn eins þau séu að horfa á úrslitaleik HM í beinni útsendingu og hlæja svo og gráta yfir útkomunni,“ segir Smári. Hópur frá Heimaleiknum ferðaðist til Ástralíu til að vera viðstödd sýningar myndarinnar og ganga rauða dregilinn og fengu fregnirnar af sigrinum í Tókýó á leiðinni heim. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson. Framleiðendur eru þau Stephanie Thorpe, Heather Millard, Freyja Kristinsdóttir og Elfar Aðalsteins. Horfa má á Heimaleikinn á Stöð 2+ efnisveitunni. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar segir að hátíðin sé ein elsta kvikmyndahátíð heims og í ár hafi yfir tvö hundruð myndir verið sýndar, margar hverjar sem hafa verið að vinna stærstu verðlaun evrópskra kvikmyndahátíða síðasta árs. Heimaleikurinn hefur farið á fjölmargar hátíðir síðastliðið árið og unnið til fjölda verðlauna. Smári Gunnarsson, annar leikstjóra myndarinnar, segir að þeir hafi aldrei búist við að bíómynd um lítið samfélag á Íslandi myndi snerta jafnmikið við alþjóðlegum áhorfendum eins og raun ber vitni. „Það gerist eitthvað einstakt þegar fólk horfir saman á þessa mynd í bíó. Hún byggir upp að einum fótboltaleik, sem í stóra samhenginu virðist ekki mikilvægur, en fyrir söguhetjurnar skiptir hann öllu máli,“ segir hann. „Áhorfendur á alþjóðlegum hátíðum, sem í mörgum tilvikum hafa engan áhuga á fótbolta, haga sér eins og fótbolta áhangendur; hrópa og kalla á skjáinn eins þau séu að horfa á úrslitaleik HM í beinni útsendingu og hlæja svo og gráta yfir útkomunni,“ segir Smári. Hópur frá Heimaleiknum ferðaðist til Ástralíu til að vera viðstödd sýningar myndarinnar og ganga rauða dregilinn og fengu fregnirnar af sigrinum í Tókýó á leiðinni heim. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson. Framleiðendur eru þau Stephanie Thorpe, Heather Millard, Freyja Kristinsdóttir og Elfar Aðalsteins. Horfa má á Heimaleikinn á Stöð 2+ efnisveitunni.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira