Messi góður en Argentínumenn mjög ósáttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 07:30 Lionel Messi sprautar á sig vatni í leiknum í nótt. Hann var allt í öllu í sóknarleik argentínska landsliðsins. Getty/Hector Vivas Argentínumenn byrja vel í Suðurameríkukeppninni en þeir unnu 2-0 sigur á Kanada í opnunarleiknum í nótt. Julián Álvarez og Lautaro Martínez skoruðu mörkin fyrir argentínska liðið. Lionel Messi var í aðalhlutverki og lagði upp seinna markið. Messi átti einnig þátt í marki Álvarez en sending hans á Alexis Mac Allister á 49. mínútu sprengdi upp vörnina og Liverpool maðurinn átti síðan stoðsendinguna á Álvarez. Seinna markð kom síðan eftir stoðsendingu frá Messi á 88. mínútu. Messi sjálfur komst næst því að skora sjálfur á 65. mínútu þegar bjargað var á marklínu frá honum. Þá hitti hann ekki markið þegar hann komst einn á móti markverðinum á 79. mínútu. Todo lo que nos dejó este vibrante partido inaugural de la CONMEBOL Copa América USA 2024™️ 📹 pic.twitter.com/FYZ5d4P2Qf— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 21, 2024 Messi setti þarna leikjamet því þetta var hans 35. leikur í Copa América sem sló met Sílemannsins Sergio Livingstone frá 1941 til 1953. Þetta var einnig átjánda stoðsending hans í Copa América sem er einnig met. Eftir leikinn vildu Argentínumenn þó mest tala um aðstæðurnar sem þeim var boðið upp á í þessum leik. Leikurinn var spilaður á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta, einum flottasta leikvanginum í NFL-deildinni. Vandamálið var þó ekki leikvangurinn heldur leikvöllurinn. „Ástand vallarins var hræðilegt. Mjög ósléttur. Við verðum að laga þetta því annars mun Copa América alltaf sýnast vera á lægra stigi en Evrópumótið,“ sagði Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins. Atlanta Falcons spilar á gervigrasi en breytt var um undirlag fyrir keppnina og náttúrulegt gras lagt yfir gervigrasið. Bandaríkjamenn voru samt ekkert að flýta sér að skipta um undirlag því grasið var lagt fyrir aðeins tveimur dögum síðan. „Þessi leikur var eins og sá á móti Sádí Arabíu á HM nema að annar þeirra var spilaður á góðum velli,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínumanna, og vísaði þar í tapleik Argentínumanna í fyrsta leik á HM 2022. „Sem betur fer unnum við því annars hefði þetta litið út eins og afsökun. Þeir vissu fyrir sjö mánuðum að við værum að fara að spila þennan leik á þessum tíma og þeir lögðu grasið fyrir aðeins tveimur dögum. Þetta er ekki afsökun en þetta er ekki góður leikvöllur. Hreinskilið þá er þessi völlur ekki boðlegur fyrir þessa leikmenn,“ sagði Scaloni. Argentína mætir einnig Síle og Perú í riðlinum. Næsti leikur er á móti Sílemönnum sem fer fram á öðrum BFL-leikvangi en að þessu sinni á MetLife Stadium í New Jersey. Copa América Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Julián Álvarez og Lautaro Martínez skoruðu mörkin fyrir argentínska liðið. Lionel Messi var í aðalhlutverki og lagði upp seinna markið. Messi átti einnig þátt í marki Álvarez en sending hans á Alexis Mac Allister á 49. mínútu sprengdi upp vörnina og Liverpool maðurinn átti síðan stoðsendinguna á Álvarez. Seinna markð kom síðan eftir stoðsendingu frá Messi á 88. mínútu. Messi sjálfur komst næst því að skora sjálfur á 65. mínútu þegar bjargað var á marklínu frá honum. Þá hitti hann ekki markið þegar hann komst einn á móti markverðinum á 79. mínútu. Todo lo que nos dejó este vibrante partido inaugural de la CONMEBOL Copa América USA 2024™️ 📹 pic.twitter.com/FYZ5d4P2Qf— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 21, 2024 Messi setti þarna leikjamet því þetta var hans 35. leikur í Copa América sem sló met Sílemannsins Sergio Livingstone frá 1941 til 1953. Þetta var einnig átjánda stoðsending hans í Copa América sem er einnig met. Eftir leikinn vildu Argentínumenn þó mest tala um aðstæðurnar sem þeim var boðið upp á í þessum leik. Leikurinn var spilaður á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta, einum flottasta leikvanginum í NFL-deildinni. Vandamálið var þó ekki leikvangurinn heldur leikvöllurinn. „Ástand vallarins var hræðilegt. Mjög ósléttur. Við verðum að laga þetta því annars mun Copa América alltaf sýnast vera á lægra stigi en Evrópumótið,“ sagði Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins. Atlanta Falcons spilar á gervigrasi en breytt var um undirlag fyrir keppnina og náttúrulegt gras lagt yfir gervigrasið. Bandaríkjamenn voru samt ekkert að flýta sér að skipta um undirlag því grasið var lagt fyrir aðeins tveimur dögum síðan. „Þessi leikur var eins og sá á móti Sádí Arabíu á HM nema að annar þeirra var spilaður á góðum velli,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínumanna, og vísaði þar í tapleik Argentínumanna í fyrsta leik á HM 2022. „Sem betur fer unnum við því annars hefði þetta litið út eins og afsökun. Þeir vissu fyrir sjö mánuðum að við værum að fara að spila þennan leik á þessum tíma og þeir lögðu grasið fyrir aðeins tveimur dögum. Þetta er ekki afsökun en þetta er ekki góður leikvöllur. Hreinskilið þá er þessi völlur ekki boðlegur fyrir þessa leikmenn,“ sagði Scaloni. Argentína mætir einnig Síle og Perú í riðlinum. Næsti leikur er á móti Sílemönnum sem fer fram á öðrum BFL-leikvangi en að þessu sinni á MetLife Stadium í New Jersey.
Copa América Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira