Kvennalið Barcelona hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð og spænska meistaratitilinn fimm sinnum í röð. Liðið vann tíu af tólf mögulegum í þjálfaratíð Giráldez.
Barcelona leitaði ekki langt yfir skammt til að finna eftirmann Giráldez. Börsungar ákváðu að ráða hinn þrítuga Pere Romeu.
🔵🔴 Pere Romeu will take charge of UWCL champions @FCBfemeni, taking over from Jonatan Giráldez. 🤝#UWCL pic.twitter.com/M3bKHauVXv
— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) June 21, 2024
Romeu var áður aðstoðarmaður Giráldez og hefur skrifað undir tveggja ára samning.
Giráldez fékk einnig stöðuhækkun þegar hann tók við liðinu af Lluis Cortes árið 2021. Það gekk upp og nú á að hafa sama háttinn á. Romeu kom inn í þjálfararteymið árið 2021 en hefur einnig þjálfað lengi í akademíu félagsins. Hann vann þar meðal annars með ungstirninu Gavi.
Barcelona hafði áður tilkynnt um komu tveggja öflugra leikmanna eða enska markvarðarins Ellie Roebuck frá Manchester City og pólska sóknarmannsins Ewu Pajor frá Wolfsburg.
Barcelona borgaði Wolfsborg um fjögur hundruð þúsund evrur fyrir Pajor eða rétt tæpar sextíu miljónir íslenskra króna.
Felicitat i confiança plenes per afrontar aquest repte.
— Pere Romeu (@pereromeu93) June 21, 2024
Ho donarem tot per aconseguir els objectius, culers! Sou el nostre motor 💙❤️ pic.twitter.com/ERQ9B10wra