Gefa út kynjað skuldabréf Árni Sæberg skrifar 24. júní 2024 12:25 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður Íslands hefur gefið út kynjað skuldabréf að fjárhæð fimmtíu milljónir evra, jafnvirði um 7,5 milljarða króna. Íslands er með útgáfunni orðið fyrsta þjóðríki heimsins sem gefur út kynjað skuldabréf. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að skuldabréfið beri 3,4 prósent fasta vexti og hafi verið gefið út til þriggja ára. Skuldabréfið sé gefið út undir viðauka við sjálfbæran fjármögnunarramma ríkissjóðs um fjármögnun jafnréttisverkefna en ekkert ríki hafi áður gefið út slíkt skuldabréf. Um sé að ræða einkaútgáfu til Franklin Templeton, eins stærsta sjóðstýringarfyrirtækis í heimi. Umsjón með útgáfunni hafi verið í höndum BNP Paribas. Spennandi viðbót „Kynjaða skuldabréfið er spennandi viðbót við sjálfbæra fjármögnun ríkissjóðs en fyrsta græna skuldabréfið var gefið út fyrr á þessu ári. Með því að vera fyrst ríkja til að gefa út kynjað skuldabréf eru íslensk stjórnvöld að nýta leiðandi stöðu okkar í jafnréttismálum á alþjóðavísu og setja mikilvægt fordæmi fyrir önnur ríki með nýrri aðferð við að virkja fjármálamarkaði og opinber fjármál til að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármála og efnahagsráðherra. Ekki ólíkt grænum skuldabréfum Þá segir í tilkynningunni að kynjuð skuldabréf falli undir sjálfbæra fjármögnun, líkt og græn skuldabréf. Andvirði útgáfunnar verði nýtt til að mæta kostnaði ríkissjóðs vegna aðgerða sem stuðla að kynjajafnrétti. Fyrst og fremst sé um að ræða ráðstafanir sem er ætlað að tryggja konum og kvárum í viðkvæmri stöðu félagslega þjónustu og viðunandi lífsskilyrði og svo ráðstafanir sem eru til þess fallnar að draga úr byrði kvenna af ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum. Jafnréttismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að skuldabréfið beri 3,4 prósent fasta vexti og hafi verið gefið út til þriggja ára. Skuldabréfið sé gefið út undir viðauka við sjálfbæran fjármögnunarramma ríkissjóðs um fjármögnun jafnréttisverkefna en ekkert ríki hafi áður gefið út slíkt skuldabréf. Um sé að ræða einkaútgáfu til Franklin Templeton, eins stærsta sjóðstýringarfyrirtækis í heimi. Umsjón með útgáfunni hafi verið í höndum BNP Paribas. Spennandi viðbót „Kynjaða skuldabréfið er spennandi viðbót við sjálfbæra fjármögnun ríkissjóðs en fyrsta græna skuldabréfið var gefið út fyrr á þessu ári. Með því að vera fyrst ríkja til að gefa út kynjað skuldabréf eru íslensk stjórnvöld að nýta leiðandi stöðu okkar í jafnréttismálum á alþjóðavísu og setja mikilvægt fordæmi fyrir önnur ríki með nýrri aðferð við að virkja fjármálamarkaði og opinber fjármál til að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármála og efnahagsráðherra. Ekki ólíkt grænum skuldabréfum Þá segir í tilkynningunni að kynjuð skuldabréf falli undir sjálfbæra fjármögnun, líkt og græn skuldabréf. Andvirði útgáfunnar verði nýtt til að mæta kostnaði ríkissjóðs vegna aðgerða sem stuðla að kynjajafnrétti. Fyrst og fremst sé um að ræða ráðstafanir sem er ætlað að tryggja konum og kvárum í viðkvæmri stöðu félagslega þjónustu og viðunandi lífsskilyrði og svo ráðstafanir sem eru til þess fallnar að draga úr byrði kvenna af ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum.
Jafnréttismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira