„Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. júní 2024 20:30 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Breiðablik vann Keflavík 0-2 í kvöld á HS Orku vellinum, en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir þau bæði. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sitt lið að leik loknum. „Í fyrri hálfleik fannst mér við vera frábærar. Við komumst í góðar stöður, vorum bara virkilega góðar, héldum boltanum vel og ég held að Keflavík hafi varla átt skot í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður með hvað við gerðum og það var á endanum nóg fyrir okkur til þess að klára leikinn. Keflavík kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og fengu nokkur góð færi, en frammistaða okkar í dag dugði til þess að klára leikinn.“ Leikurinn var nokkuð tíðindalítill fyrir utan þau mörk sem Breiðablik skoraði í fyrri hálfleik. Nik Chamberlain fannst þó sigurinn ekki hafa verið þægilegur. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur, ef Keflavík hefði skorað hefðum við mögulega spilað betri sóknarbolta, reynt að ná inn öðru marki en í staðin héldum við fenginni stöðu og það hélst út leikinn. Við vorum á köflum óvandvirkar í seinni hálfleik, en frammistaða okkar í fyrri var það sem skilaði sigrinum.“ Katrín Ásbjörnsdóttir var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu í Bestu deildinni og átti flotta frammistöðu, enda skoraði hún tvö mörk. „Hún var í stöðum til þess að skora mörk og það er það sem þú villt frá framherjanum þínum. Eins og ég segi með fyrsta markið þá var það frábær hreyfing hjá henni eftir gott samspil og seinna markið var bara að vera á réttum stað á réttum tíma. Restin af leiknum spilaði hún vel,“ sagði Nik Chamberlain um frammistöðu framherja síns, Katrínu Ásbjörnsdóttur. Að lokum var Nik Chamberlain spurður út í meiðsli Öglu Maríu Albertsdóttur og Ólöfu Sigríðar Kristinsdóttir sem báðar fóru slasaðar af velli gegn Víkingi í síðasta leik. „Agla María og Ólöf fara í MRI skanna á morgun og eftir það kemur í ljós hversu alvarleg þau meiðsli eru.“ Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira
„Í fyrri hálfleik fannst mér við vera frábærar. Við komumst í góðar stöður, vorum bara virkilega góðar, héldum boltanum vel og ég held að Keflavík hafi varla átt skot í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður með hvað við gerðum og það var á endanum nóg fyrir okkur til þess að klára leikinn. Keflavík kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og fengu nokkur góð færi, en frammistaða okkar í dag dugði til þess að klára leikinn.“ Leikurinn var nokkuð tíðindalítill fyrir utan þau mörk sem Breiðablik skoraði í fyrri hálfleik. Nik Chamberlain fannst þó sigurinn ekki hafa verið þægilegur. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur, ef Keflavík hefði skorað hefðum við mögulega spilað betri sóknarbolta, reynt að ná inn öðru marki en í staðin héldum við fenginni stöðu og það hélst út leikinn. Við vorum á köflum óvandvirkar í seinni hálfleik, en frammistaða okkar í fyrri var það sem skilaði sigrinum.“ Katrín Ásbjörnsdóttir var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu í Bestu deildinni og átti flotta frammistöðu, enda skoraði hún tvö mörk. „Hún var í stöðum til þess að skora mörk og það er það sem þú villt frá framherjanum þínum. Eins og ég segi með fyrsta markið þá var það frábær hreyfing hjá henni eftir gott samspil og seinna markið var bara að vera á réttum stað á réttum tíma. Restin af leiknum spilaði hún vel,“ sagði Nik Chamberlain um frammistöðu framherja síns, Katrínu Ásbjörnsdóttur. Að lokum var Nik Chamberlain spurður út í meiðsli Öglu Maríu Albertsdóttur og Ólöfu Sigríðar Kristinsdóttir sem báðar fóru slasaðar af velli gegn Víkingi í síðasta leik. „Agla María og Ólöf fara í MRI skanna á morgun og eftir það kemur í ljós hversu alvarleg þau meiðsli eru.“
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira