Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 11:01 Þessi mynd af stuðningsmanni enska landsliðsins er mjög lýsandi fyrir skoðun Englendinga á spilamennsku liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Vísir/Getty Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. Englendingar unnu einn leik í C-riðli riðlakeppninnar og gerði tvö jafntefli. Það nægði liðinu til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farmiða í sextán liða úrslit mótsins þar sem að framundan er leikur gegn Slóvakíu á sunnudaginn kemur. Spilamennska enska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Gareth Southgate í riðlakeppninni hefur verið harðlega gagnrýnd. Gagnrýni sem Sutton segir að sé langt yfir velsæmismörk. „Það er búið að kveða upp dóm varðandi dræma spilamennsku liðsins strax þrátt fyrir að enska landsliðið hafi endað á toppi síns riðils,“ skrifar Sutton í pistli sem birtist á vef BBC. „Frammistaða liðsins hefur ekki náð þeim hæðum sem við gerðum okkur vonir um en það að enda á toppi riðilsins var fyrsta markmiðið fyrir þetta Evrópumót. Því markmiði hefur verið náð.“ Enska landsliðinu hefur ekki tekist að heilla á EMVísir/Getty Óhætt er að segja að það að enda á toppi C-riðils hafi komið Englendingum í vænlegri hluta sextán liða úrslitanna. Liðið mætir Slóvakíu þar og getur ekki mætt liðum á borð við Frakkland, Þýskaland, Spán eða Portúgal nema ef liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn. „Ef ég væri leikmaður í enska landsliðinu núna myndi ég hugsa með mér að við getum enn bætt okkur, við höfum ekki náð þeim hæðum sem við ætlumst af okkur en það er tækifæri til þess.“ Og vill Sutton að Englendingar horfi til Evrópumótsins árið 2016 sem vekur upp góðar minningar hjá okkur Íslendingum. Það ár stóð Portúgal uppi sem Evrópumeistari þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni gegn Íslandi, Ungverjalandi og Austurríki. „Það er ekki alltaf liðið sem byrjar mótið best sem stendur uppi sem Evrópumeistari...Við vitum öll að enska landsliðið getur gert betur. Leikurinn á sunnudaginn er leikur sem liðið á að vinna.“ England og Slóvakía mætast í 16-liða úrslitum EM á sunnudaginn kemur klukkan fjögur í Gelsenkirchen en Slóvakarnir enduðu í þriðja sæti E-riðils en komst áfram sem eitt þeirra liða í þriðja sæti riðlanna sem var með besta árangurinn í riðlakeppninni en öll lið E-riðils enduðu með fjögur stig. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Englendingar unnu einn leik í C-riðli riðlakeppninnar og gerði tvö jafntefli. Það nægði liðinu til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farmiða í sextán liða úrslit mótsins þar sem að framundan er leikur gegn Slóvakíu á sunnudaginn kemur. Spilamennska enska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Gareth Southgate í riðlakeppninni hefur verið harðlega gagnrýnd. Gagnrýni sem Sutton segir að sé langt yfir velsæmismörk. „Það er búið að kveða upp dóm varðandi dræma spilamennsku liðsins strax þrátt fyrir að enska landsliðið hafi endað á toppi síns riðils,“ skrifar Sutton í pistli sem birtist á vef BBC. „Frammistaða liðsins hefur ekki náð þeim hæðum sem við gerðum okkur vonir um en það að enda á toppi riðilsins var fyrsta markmiðið fyrir þetta Evrópumót. Því markmiði hefur verið náð.“ Enska landsliðinu hefur ekki tekist að heilla á EMVísir/Getty Óhætt er að segja að það að enda á toppi C-riðils hafi komið Englendingum í vænlegri hluta sextán liða úrslitanna. Liðið mætir Slóvakíu þar og getur ekki mætt liðum á borð við Frakkland, Þýskaland, Spán eða Portúgal nema ef liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn. „Ef ég væri leikmaður í enska landsliðinu núna myndi ég hugsa með mér að við getum enn bætt okkur, við höfum ekki náð þeim hæðum sem við ætlumst af okkur en það er tækifæri til þess.“ Og vill Sutton að Englendingar horfi til Evrópumótsins árið 2016 sem vekur upp góðar minningar hjá okkur Íslendingum. Það ár stóð Portúgal uppi sem Evrópumeistari þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni gegn Íslandi, Ungverjalandi og Austurríki. „Það er ekki alltaf liðið sem byrjar mótið best sem stendur uppi sem Evrópumeistari...Við vitum öll að enska landsliðið getur gert betur. Leikurinn á sunnudaginn er leikur sem liðið á að vinna.“ England og Slóvakía mætast í 16-liða úrslitum EM á sunnudaginn kemur klukkan fjögur í Gelsenkirchen en Slóvakarnir enduðu í þriðja sæti E-riðils en komst áfram sem eitt þeirra liða í þriðja sæti riðlanna sem var með besta árangurinn í riðlakeppninni en öll lið E-riðils enduðu með fjögur stig.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira