Þjóðirnar, Belgía og Frakkland, mætast í 16-liða úrslitum Evrópumótsins á mánudag.
Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlum belgíska knattspyrnusambandsins þar sem grínistinn Pablo Andres sönglaði „hver ætlar að sparka í sköflunginn á Mbappé?“, Onana svaraði því og söng „Onana, Amadou Onana!“.
The Belgian FA have had to apologise after a video of Amadou Onana chanting that he will “tackle Kylian Mbappe in the shin” was released by Belgian comedian Pablo Andres pic.twitter.com/inKSDhuewY
— 𝗧𝗵𝗲 𝗧𝗼𝗳𝗳𝗲𝗲 𝗕𝗹𝘂𝗲𝘀 (@EvertonNewsFeed) June 29, 2024
Myndbandinu var ekki vel tekið af Frökkum og var fjarlægt skömmu eftir að það birtist. Netverjar eiga að sjálfsögðu afrit eins og sjá má hér að ofan.
Við upphaf blaðamannafundar belgíska liðsins í morgun baðst fjölmiðlafulltrúi þeirra, Stefan van Loock, afsökunar á myndbandinu, sem hafi þó aldrei ætlað að vera tekið af alvöru.