„Aldrei séð svona lélegt ítalskt landslið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2024 11:31 Alessandro Bastoni liggur sigraður á grasinu eftir að Ítalía tapaði fyrir Sviss á EM. getty/Claudio Villa Ítalir eru úr leik á EM eftir tap fyrir Svisslendingum í gær, 2-0. Frammistaða ítalska liðsins var ekki upp á marga fiska. Remo Freuler og Ruben Vargas skoruðu mörk svissneska liðsins í leiknum í Berlín í gær. Ítalska liðið var heillum horfið og átti ekki mikla möguleika. „Ég held að ég hafi aldrei séð svona lélegt ítalskt landslið,“ sagði Gary Lineker á BBC eftir leikinn. Ítalir urðu Evrópumeistarar fyrir þremur árum en komust svo ekki á HM í Katar og komust með naumindum upp úr riðlakeppninni á EM í Þýskalandi. „Frá því fyrir þremur árum er þetta ótrúlegt. Ég var í áfalli yfir því hversu slakir Ítalir voru. Þeir buðu ekki upp á neitt. Svisslendingar léku sér að þeim,“ sagði Alan Shearer. „Þeir voru með yfirburði í leiknum og gáfu Ítali enga möguleika. Ítalía er svo veik fram á við. Þeir buðu ekki upp á neitt fyrir framan markið. Það var engin ógnun. Þeir voru svo lélegir, sérstaklega í framherjastöðunum.“ Luciano Spalletti tók við ítalska liðinu þegar Roberto Mancini fór til Sádí-Arabíu í fyrra. Hann hefur stýrt Ítölum í fjórtán leikjum. Sjö þeirra hafa unnist, þrír tapast og fjórir endað með jafntefli. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um“ Luciano Spalletti axlaði ábyrgð á 2-0 tapi Ítalíu gegn Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og sagði upplegg sitt ekki hafa gert leikmönnum kleift að sýna sínar bestu hliðar, niðurstaðan væri þó ekki eins mikill skandall og fólki finnst. 29. júní 2024 19:30 Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Remo Freuler og Ruben Vargas skoruðu mörk svissneska liðsins í leiknum í Berlín í gær. Ítalska liðið var heillum horfið og átti ekki mikla möguleika. „Ég held að ég hafi aldrei séð svona lélegt ítalskt landslið,“ sagði Gary Lineker á BBC eftir leikinn. Ítalir urðu Evrópumeistarar fyrir þremur árum en komust svo ekki á HM í Katar og komust með naumindum upp úr riðlakeppninni á EM í Þýskalandi. „Frá því fyrir þremur árum er þetta ótrúlegt. Ég var í áfalli yfir því hversu slakir Ítalir voru. Þeir buðu ekki upp á neitt. Svisslendingar léku sér að þeim,“ sagði Alan Shearer. „Þeir voru með yfirburði í leiknum og gáfu Ítali enga möguleika. Ítalía er svo veik fram á við. Þeir buðu ekki upp á neitt fyrir framan markið. Það var engin ógnun. Þeir voru svo lélegir, sérstaklega í framherjastöðunum.“ Luciano Spalletti tók við ítalska liðinu þegar Roberto Mancini fór til Sádí-Arabíu í fyrra. Hann hefur stýrt Ítölum í fjórtán leikjum. Sjö þeirra hafa unnist, þrír tapast og fjórir endað með jafntefli.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um“ Luciano Spalletti axlaði ábyrgð á 2-0 tapi Ítalíu gegn Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og sagði upplegg sitt ekki hafa gert leikmönnum kleift að sýna sínar bestu hliðar, niðurstaðan væri þó ekki eins mikill skandall og fólki finnst. 29. júní 2024 19:30 Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
„Mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um“ Luciano Spalletti axlaði ábyrgð á 2-0 tapi Ítalíu gegn Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og sagði upplegg sitt ekki hafa gert leikmönnum kleift að sýna sínar bestu hliðar, niðurstaðan væri þó ekki eins mikill skandall og fólki finnst. 29. júní 2024 19:30