Frakkland vann 1-0 sigur á Belgíu í sextán liða úrslitunum í kvöld en eina markið kom á 85. mínútu leiksins.
Markið er skráð sem sjálfsmark hjá belgíska miðverðinum Jan Vertonghen. Þetta er ellefta sjálfsmarkið á mótinu og það annað sem skilar Frökkum sigri. Vertonghen fékk boltann í sig eftir hálfmisheppnað skot frá varamanninum Randal Muani.
Frakkland vann líka 1-0 sigur á Austurríki í riðlinum á sjálfsmarki.
Hér fyrir neðan má sjá þetta eina mark leiksins í kvöld.
Svona fara 🇫🇷Frakkar í 8-liða úrslit. Sjálfsmark á 85. mínútu gegn 🇧🇪Belgum⚽️ pic.twitter.com/hv7TeMlY7p
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 1, 2024