Feluleikurinn skilaði sigurmarki á síðustu stundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 07:00 Jamal Thiare fagnar marki með Atlanta United. Hann kom markverði mótherjanna algjörlega á óvart. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Atlanta United vann dramatískan sigur á Toronto FC í bandaríska fótboltanum um helgina en sigurmarkið í leiknum var eitthvað sem þú sérð ekki á hverjum degi. Jamal Thiaré tryggði nefnilega Atlanta United 2-1 sigur á Toronto FC í MLS deildinni með sérstöku marki á síðustu stundu. Thiaré fór nefnilega í feluleik í uppbótatíma leiksins og tókst með því að plata markvörð Toronto. Leiktíminn var að renna út og Luka Gavran, markvörður Toronto, hafði gripið vel inn í fyrirgjöf eftir hornspyrnu. Hann ætlaði að vinna sér inn nokkrar sekúndur áður en hann sparkaði boltanum frá marki. Gavran setti boltann á jörðina og hélt að það væri nú í lagi enda enginn sóknarmaður Atlanta sjáanlegur. Vandamálið var að Thiaré hafði falið sig, fyrst á bak við markið og svo á bak við Gavran sjálfan. Hann kom nú á fleygiferð, stal boltanum og skoraði auðveldlega í markið. Markið kom á sjöundu mínútu uppbótatímans og það var enginn tími fyrir Toronto að svara. Þetta var sigurmarkið í leiknum og feluleikurinn hafði skilað sigri. Hinn 31 árs gamli Thiaré var að skora sitt fimmta mark á tímabilinu. Markið sérstaka má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Major League Soccer (@mls) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Jamal Thiaré tryggði nefnilega Atlanta United 2-1 sigur á Toronto FC í MLS deildinni með sérstöku marki á síðustu stundu. Thiaré fór nefnilega í feluleik í uppbótatíma leiksins og tókst með því að plata markvörð Toronto. Leiktíminn var að renna út og Luka Gavran, markvörður Toronto, hafði gripið vel inn í fyrirgjöf eftir hornspyrnu. Hann ætlaði að vinna sér inn nokkrar sekúndur áður en hann sparkaði boltanum frá marki. Gavran setti boltann á jörðina og hélt að það væri nú í lagi enda enginn sóknarmaður Atlanta sjáanlegur. Vandamálið var að Thiaré hafði falið sig, fyrst á bak við markið og svo á bak við Gavran sjálfan. Hann kom nú á fleygiferð, stal boltanum og skoraði auðveldlega í markið. Markið kom á sjöundu mínútu uppbótatímans og það var enginn tími fyrir Toronto að svara. Þetta var sigurmarkið í leiknum og feluleikurinn hafði skilað sigri. Hinn 31 árs gamli Thiaré var að skora sitt fimmta mark á tímabilinu. Markið sérstaka má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Major League Soccer (@mls)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira