Kallaður hinn tyrkneski Gordon Banks eftir hetjumarkvörslu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 08:00 Mert Gunok fagnar hér sigrinum í gær og um leið sæti í átta liða úrslitunum. Þangað eru Tyrkir komnir í fyrsta sinn í sextán ár. Getty/Lars Baron Tyrkir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Austurríkismönnum í lokaleik sextán liða úrslitanna. Það voru margar hetjur í þessum frekar óvænta sigri tyrkneska liðsins en einn af þeim var án efa markvörðurinn Mert Gunok. Austurríkismönnum tókst að minnka muninn í 2-1 og sóttu síðan mikið á lokamínútunum. Þeir fengu síðan algjört dauðafæri í blálokin þegar fastur skalli Christoph Baumgartner af stuttu færi virtist vera að stefna í markið. Gunok stóð aftur á móti í markinu og tókst að verja boltann á ótrúlegan hátt í horn. Heimsklassa markvarsla og það á úrslitastund. Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkismanna, hrósaði tyrkneska markverðinum eftir leik og líkti honum við goðsögn. „Liðið mitt reyndi allt. Við skoruðum eitt mark og höfðum nægan tíma til þess að jafna. Þetta er bara erfitt þegar mótherjinn er með Gordon Banks í markinu,“ sagði Rangnick eftir leikinn. ESPN segir frá. Rangnick vísar þar í sögulega markvörslu enska landsliðsmarkvarðarins Gordan Banks þegar hann varði skalla frá Pele á HM 1970. Það var líka skalli sem fór í jörðina og stefndi í markið. „Þú þarft líka að hafa heppnina með þér. Ef skalli Baumgartner í lokin hefði farið í markið þá hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Rangnick. „Þetta var sögulegt tækifæri til að vinna, komast í átta liða úrslitin og spila við Holland. Ég trúi því ekki að við séum að fara heim. Okkur fannst við geta haldið EM-ferðalaginu okkar áfram,“ sagði Rangnick. Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu markvörslu. Mert Günok's incredible 95th-minute save 🤯😱#EUROLastMinute | @Hublot pic.twitter.com/N2AImAbc7A— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 2, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Austurríkismönnum tókst að minnka muninn í 2-1 og sóttu síðan mikið á lokamínútunum. Þeir fengu síðan algjört dauðafæri í blálokin þegar fastur skalli Christoph Baumgartner af stuttu færi virtist vera að stefna í markið. Gunok stóð aftur á móti í markinu og tókst að verja boltann á ótrúlegan hátt í horn. Heimsklassa markvarsla og það á úrslitastund. Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkismanna, hrósaði tyrkneska markverðinum eftir leik og líkti honum við goðsögn. „Liðið mitt reyndi allt. Við skoruðum eitt mark og höfðum nægan tíma til þess að jafna. Þetta er bara erfitt þegar mótherjinn er með Gordon Banks í markinu,“ sagði Rangnick eftir leikinn. ESPN segir frá. Rangnick vísar þar í sögulega markvörslu enska landsliðsmarkvarðarins Gordan Banks þegar hann varði skalla frá Pele á HM 1970. Það var líka skalli sem fór í jörðina og stefndi í markið. „Þú þarft líka að hafa heppnina með þér. Ef skalli Baumgartner í lokin hefði farið í markið þá hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Rangnick. „Þetta var sögulegt tækifæri til að vinna, komast í átta liða úrslitin og spila við Holland. Ég trúi því ekki að við séum að fara heim. Okkur fannst við geta haldið EM-ferðalaginu okkar áfram,“ sagði Rangnick. Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu markvörslu. Mert Günok's incredible 95th-minute save 🤯😱#EUROLastMinute | @Hublot pic.twitter.com/N2AImAbc7A— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 2, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn