Kvikmyndastjarna slær í gegn á Landsmóti hestamanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 20:00 Ída Mekkín og Marín frá Lækjarbrekku eru í fjórða sæti eftir keppni í milliriðli í unglingaflokki. Eiðfaxi/Kolla Gr Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar. Ída Mekkín keppir í unglingaflokki á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hún keppir á hestinum Marín frá Lækjarbrekku 2 fyrir hestamannafélagið Hornfirðingur. Leikari og hestakona Ída Mekkín skaust ung upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með stórleik á móti Ingvari E. Sigurðssyni í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, en bæði voru þau í burðarhlutverkum. Myndin hverfist um þrúgandi harm lögreglustjórans Ingimundar sem missir eiginkonu sína í bílslysi og samband hans við dótturdótturina, Sölku, sem syrgir ömmu sína meðan hún er helsta haldreipi afa síns í tættri tilverunni. Ída sagði þá í viðtali við Vísi að hana langi til að vera hestakona, en ætli að leika inn á milli „ef það kemur eitthvað spennandi.“ Kvikmyndagerðin hafi stundum reynt á þolinmæðina. „Eftir á er ég alveg til í að leika meira en þetta var stundum leiðinlegt á meðan. En þegar maður hugsar til baka þá var þetta alveg skemmtilegt, skilurðu,“ sagði Ída. Síðasta mót hestsins fyrir folaldseignir Óhætt er að segja að hestamennskan gangi vel hjá Ídu. Eftir milliriðilinn eru hún og hestur hennar Marín með 8,86 stig. Í viðtali við Eiðfaxa segist hún vera ánægð með árangurinn, og að markmiðið hafi verið að komast í 8,4 stig. „Þetta er núna þriðja árið mitt með Marín, fyrst átti ég bara að keppa á henni á Landsmótinu á Hellu, svo átti hún að fara í folaldseignir. Nema svo ákváðum við að taka hana á fjórðungsmót, sem var í fyrra, og svo ákváðum við að taka hana á Landsmót hingað líka,“ segir Ída. Landsmótið sé hennar síðasta áður en hún fari svo í folaldseignir. Sjá annað viðtal Eiðfaxa við Ídu. Ída sigurreif við óþekkt tilefni.Eiðfaxi Ída á Cannes kvikmyndahátíðinni ásamt fríðu föruneyti árið 2022, þegar Volaða land var þar heimsfrumsýnd. Frá vinstri: Ída Mekkín Hlynsdóttir, Ingar Eggert Sigurðsson, Elliott Crosset Hove, Hlynur Pálmason, Victoria Carmen Sonne og Hilmar Guðjónsson.Getty Ída í myndinni Hvítur hvítur dagurVísir Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Bíó og sjónvarp Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
Ída Mekkín keppir í unglingaflokki á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hún keppir á hestinum Marín frá Lækjarbrekku 2 fyrir hestamannafélagið Hornfirðingur. Leikari og hestakona Ída Mekkín skaust ung upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með stórleik á móti Ingvari E. Sigurðssyni í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, en bæði voru þau í burðarhlutverkum. Myndin hverfist um þrúgandi harm lögreglustjórans Ingimundar sem missir eiginkonu sína í bílslysi og samband hans við dótturdótturina, Sölku, sem syrgir ömmu sína meðan hún er helsta haldreipi afa síns í tættri tilverunni. Ída sagði þá í viðtali við Vísi að hana langi til að vera hestakona, en ætli að leika inn á milli „ef það kemur eitthvað spennandi.“ Kvikmyndagerðin hafi stundum reynt á þolinmæðina. „Eftir á er ég alveg til í að leika meira en þetta var stundum leiðinlegt á meðan. En þegar maður hugsar til baka þá var þetta alveg skemmtilegt, skilurðu,“ sagði Ída. Síðasta mót hestsins fyrir folaldseignir Óhætt er að segja að hestamennskan gangi vel hjá Ídu. Eftir milliriðilinn eru hún og hestur hennar Marín með 8,86 stig. Í viðtali við Eiðfaxa segist hún vera ánægð með árangurinn, og að markmiðið hafi verið að komast í 8,4 stig. „Þetta er núna þriðja árið mitt með Marín, fyrst átti ég bara að keppa á henni á Landsmótinu á Hellu, svo átti hún að fara í folaldseignir. Nema svo ákváðum við að taka hana á fjórðungsmót, sem var í fyrra, og svo ákváðum við að taka hana á Landsmót hingað líka,“ segir Ída. Landsmótið sé hennar síðasta áður en hún fari svo í folaldseignir. Sjá annað viðtal Eiðfaxa við Ídu. Ída sigurreif við óþekkt tilefni.Eiðfaxi Ída á Cannes kvikmyndahátíðinni ásamt fríðu föruneyti árið 2022, þegar Volaða land var þar heimsfrumsýnd. Frá vinstri: Ída Mekkín Hlynsdóttir, Ingar Eggert Sigurðsson, Elliott Crosset Hove, Hlynur Pálmason, Victoria Carmen Sonne og Hilmar Guðjónsson.Getty Ída í myndinni Hvítur hvítur dagurVísir
Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Bíó og sjónvarp Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira