Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig Frakka og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn fór í stöngina og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Randal Kolo Muani hafði komið Frökkum yfir á 5. mínútu.
Mark Yamals var sögulegt en hann er nú yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann verður sautján ára á laugardaginn.
Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Yamals skoraði Dani Olmo sigurmark Spánverja. Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark Jules Koundé en var svo fært yfir á Olmo sem hefur nú skorað þrjú mörk á EM.
Mörkin úr leiknum á Allianz Arena í kvöld má sjá hér fyrir neðan.
Randall Kolo Muani kom Frökkum yfir snemma leiks í dag gegn Spánverjum 🇫🇷 pic.twitter.com/RqjEuiStHF
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024
Ungstirnið Lamine Yamal jafnaði metin með þessu stórkostlega langskoti. Þetta geta ekki margir 16 ára strákar í undanúrslitum EM 🚀 pic.twitter.com/uBSIdNB1LI
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024
Dani Olmo kom Spánverjum yfir eftir frábæra hreyfingu. Jules Koundé reyndi að komast fyrir skotið en boltinn fór af honum og inn 🇪🇸 pic.twitter.com/OoIeWsicuq
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024
Spánn hefur unnið alla sex leiki sína á EM, skorað þrettán mörk í þeim og aðeins fengið á sig þrjú.
Það kemur í ljós á morgun hvort England eða Holland verður andstæðingur Spánar í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn.