Watkins hafði komið inn á sem varamaður undir lokin og fékk þarna boltann frá Cole Palmer eftir að hafa tekið flott hlaup inn í teiginn.
Watkins var hins vegar kominn í þrönga stöðu, hægra megin við markteiginn, með bæði hollenskan varnarmann og markmann fyrir framan sig.
"The winning goal."
— StatsBomb (@StatsBomb) July 10, 2024
by Ollie Watkins, July 2024 🏴#NEDENG | #Euro2024 pic.twitter.com/fJObIdIK3r
Áætlaðar líkur á marki úr þessari stöðu voru aðeins 0,05 samkvæmt útreikningum á xG.
Watkins er með bullandi sjálfstraust eftir frábært tímabil með Aston Villa og það sást á þessari afgreiðslu.
Maðurinn, sem hefur lítið fengið að spila á þessum EM vegna ástar Gareth Soutgate á Harry Kane, þurfti ekki langan tíma eða frábært færi til að vera hetja þjóðar sinnar.

Þetta var fjórða landsliðsmark hans en það fyrsta síðan í október í fyrra.
Watkins hafði aðeins spilað í tuttugu mínútur í mótinu fyrir leikinn og kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í gær.
Hann hafði verið ónotaður varamaður í þremur leikjum á undan en var heldur betur klár þegar kallið kom loksins.
Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hans.
OLLIE WATKINS!⚽️ Sléttar 90 mínútur og núll sekúndur á klukkunni þegar Watkins skorar sigurmarkið og kemur Englendingum í úrslitaleikinn🏴 pic.twitter.com/KWOgrcaQ4v
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2024