Faðir Yamal með aðra sýn á það þegar Messi baðaði soninn hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 09:30 Lionel Messi baðar hér Lamine Yamal fyrir rúmum sextán árum síðan. Mikið hefur verið rætt og skrifað um myndirnar af Lionel Messi að baða kornungan Lamine Yamal. Myndirnar komu óvænt fram á sama tíma og þessi sextán ára strákur var að slá í gegn á Evrópumótinu í Þýskalandi. Lamine Yamal hefur verið frábær á EM.Getty/Stu Forster Nú er þessi ungi Spánverji búinn að slá EM-metið yfir yngsta markaskorara sögunnar og strákurinn mun spila úrslitaleik um Evrópumeistaratitilinn á sunnudaginn. Leikurinn fer fram daginn eftir að Yamal heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Flestir litu eflaust svo á það að með þessari baðferð hafi Messi lagt sína blessun yfir Yamal og jafnvel fært honum eitthvað af töfrum sínum. Það hljómar líklegt þegar við horfum upp á Lamine Yamal fara á kostum á stærsta sviðinu eins og hann sé bara hreinlega fæddur fyrir þetta hlutverk. Hann hefur þessa töfra sem við þekkjum frá því að horfa á Messi spila. Mounir Nasraoui, faðir hins sextán ára gamla Lamine Yamal, er aftur á móti með allt aðra sýn á þessa sérstöku stund. Hann var spurður út í það hvort Messi hafi þarna blessað son hans. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Eða að Lamine blessaði Leo [Messi]. Ég veit það ekki. Fyrir mér þá er sonur minn bestur í öllu,“ sagði Nasraoui við Mundo Deportivo. Myndatakan var fyrir dagatal Barcelona sem var gert til styrktar góðgerðamála. Þetta var árið 2007 og Messi byrjaður að spila stórt hlutverk í Barcelona liðinu. Hann var aftur á móti ekki orðinn sá yfirburðamaður sem hann varð í framhaldinu. Messi skoraði fyrst yfir þrjátíu mörk á tímabilinu 2008-09 eða eftir að Pep Guardiola tók við Barelona liðinu. Í kjölfarið fékk hann sinn fyrsta Gullhnött, Ballon d'Or, árið 2009. Messi hefur alls fengið Gullhnöttinn átta sinnum á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Lamine Yamal hefur verið frábær á EM.Getty/Stu Forster Nú er þessi ungi Spánverji búinn að slá EM-metið yfir yngsta markaskorara sögunnar og strákurinn mun spila úrslitaleik um Evrópumeistaratitilinn á sunnudaginn. Leikurinn fer fram daginn eftir að Yamal heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Flestir litu eflaust svo á það að með þessari baðferð hafi Messi lagt sína blessun yfir Yamal og jafnvel fært honum eitthvað af töfrum sínum. Það hljómar líklegt þegar við horfum upp á Lamine Yamal fara á kostum á stærsta sviðinu eins og hann sé bara hreinlega fæddur fyrir þetta hlutverk. Hann hefur þessa töfra sem við þekkjum frá því að horfa á Messi spila. Mounir Nasraoui, faðir hins sextán ára gamla Lamine Yamal, er aftur á móti með allt aðra sýn á þessa sérstöku stund. Hann var spurður út í það hvort Messi hafi þarna blessað son hans. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Eða að Lamine blessaði Leo [Messi]. Ég veit það ekki. Fyrir mér þá er sonur minn bestur í öllu,“ sagði Nasraoui við Mundo Deportivo. Myndatakan var fyrir dagatal Barcelona sem var gert til styrktar góðgerðamála. Þetta var árið 2007 og Messi byrjaður að spila stórt hlutverk í Barcelona liðinu. Hann var aftur á móti ekki orðinn sá yfirburðamaður sem hann varð í framhaldinu. Messi skoraði fyrst yfir þrjátíu mörk á tímabilinu 2008-09 eða eftir að Pep Guardiola tók við Barelona liðinu. Í kjölfarið fékk hann sinn fyrsta Gullhnött, Ballon d'Or, árið 2009. Messi hefur alls fengið Gullhnöttinn átta sinnum á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti