Bielsa bauð upp á rosalegan reiðilestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 09:31 Marcelo Bielsa, þjálfari Úrúgvæ, mætti á blaðamannafund fyrir leikinn um þriðja sæti í Copa America og aus úr skálum reiði sinnar. Getty/Omar Vega Marcelo Bielsa, þjálfari Úrúgvæ, kom leikmönnum sínum til varnar á skrautlegum blaðamannafundi í gær. Bielsa ræddi þarna hegðun leikmanna landsliðs Úrúgvæ sem tóku þátt í stúkuslagsmálunum við stuðningsmenn Kólumbíu eftir tapið á móti Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. Auk þessa aus Bielsa úr skálum reiði sinnar þegar kom að Knattspyrnusambandi Suður Ameríku, CONMEBOL, og skipulagi keppninnar í ár en hún var spiluð í Bandaríkjunum. Öryggismál og grasvellirnir fengu vænan skammt af gagnrýni frá fyrrum stjóra Leeds United. Blaðamannafundurinn var haldinn fyrir leik Úrúgvæ og Kanada um þriðja sætið á mótinu. Komu fjölskyldum sínum til bjargar Liverpool leikmaðurinn Darwin Núnez var sá sem gekk lengst í stúkuslagsmálunum en fleiri leikmenn ruku líka upp í stúku. José María Giménez, fyrirliði liðsins, talaði um það að leikmennirnir hefðu í raun verið að koma fjölskyldum sínum til bjargar. Honum var mikið niðri fyrir í viðtalinu eftir leikinn og augljóslega brugðið. Knattspyrnusamband Suður Ameríku hefur þegar hafið rannsókn á atvikinu. Við það bætist að leikmönnum Úrúgvæ og Kólumbíu lenti saman eftir lokaflautið. Það er hætta á því að leikmenn verði dæmdir í bann og knattspyrnusamböndin fái stórar sektir. Bielsa's reaction to the question about possible sanctions for players for the bawl at the end of the game ¨Sanctions should be imposed on those who did not prevent this from happening. The players had no choice¨ 🤬Follow me for more football videos with english subtitles! 🥰 pic.twitter.com/H3k8qnKDEq— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024 „Þegar ég fer að tala um þetta þá verð ég líka að hugsa um þær hótanir sem ég mun fá. Það eina sem ég get í raun sagt er að allir hefðu gert það sama í sömu aðstæðum,“ sagði Bielsa. Hvað hefðu þið gert? „Þið verðið að horfa á hvað var að gerast. Þeir voru að ráðast á kærustur þeirra, mæður þeirra, á lítið barn, eiginkonur þeirra. Hvað hefðu þið gert?“ spurði Bielsa. Marcelo Bielsa fór hamförum á fundinum og það fengu margir stóran skammt af harðri gagnrýni.Getty/Omar Vega Bielsa var líka ósáttur með einhliða umfjöllun um þátt sinna leikmanna í atvikinu. Hann sagði að leikmennirnir ættu í raun skilið að fá afsökunarbeiðni og skaut um leið á öryggisgæsluna. „Við eigum að vera í Bandaríkjunum, þjóð öryggisins. Ef það er einhver sem ætti að fá sekt þá væru það þeir sem áttu að tryggja öryggi fólks inn á vellinum,“ sagði Bielsa. Fólk frá Úrúgvæ í miklum minnihluta „Þessi leikur fór fram á leikvangi þar sem fólk frá Úrúgvæ var í miklum minnihluta. Flest þeirra voru fjölskyldur og það er ljóst að það var ófullnægjandi öryggisgæsla á staðnum. Ef við horfum á þessar staðreyndir þá var hegðun leikmanna minna óhjákvæmileg og náttúruleg,“ sagði Bielsa sem sagðist þó vera alltaf á móti öllu ofbeldi. Bielsa gekk líka mjög langt í því að gagnrýna CONMEBOL og bandaríska knattspyrnusambandið fyrir umgjörð keppninnar ekki síst vegna lélegrar öryggisgæslu og slæms ástand leikvallanna sem eru vanalega notaðir af NFL-liðum. Grasvellirnir voru oft á tíðum lagðir nokkrum dögum fyrir leikina og vellirnir því mjög lausir í sér. Landsliðsþjálfari Argentínu gagnrýndi það einu sinni en Bielsa vildi meina að það væri þaggað niðri í alla gagnrýni á allt slíkt. Bielsa kallaði skipuleggjendurna lygara og fór mikinn eins og sjá má brot af hér fyrir neðan. Marcelo Bielsa angry against Conmebol: They are a plague of liars!!! 🤬😡I will always be on the Marcelo Bielsa side of the world 💪💪💪Follow me for more football videos with English Subtitles!! pic.twitter.com/2Tp0shVPLr— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024 Copa América Úrúgvæ Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Bielsa ræddi þarna hegðun leikmanna landsliðs Úrúgvæ sem tóku þátt í stúkuslagsmálunum við stuðningsmenn Kólumbíu eftir tapið á móti Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. Auk þessa aus Bielsa úr skálum reiði sinnar þegar kom að Knattspyrnusambandi Suður Ameríku, CONMEBOL, og skipulagi keppninnar í ár en hún var spiluð í Bandaríkjunum. Öryggismál og grasvellirnir fengu vænan skammt af gagnrýni frá fyrrum stjóra Leeds United. Blaðamannafundurinn var haldinn fyrir leik Úrúgvæ og Kanada um þriðja sætið á mótinu. Komu fjölskyldum sínum til bjargar Liverpool leikmaðurinn Darwin Núnez var sá sem gekk lengst í stúkuslagsmálunum en fleiri leikmenn ruku líka upp í stúku. José María Giménez, fyrirliði liðsins, talaði um það að leikmennirnir hefðu í raun verið að koma fjölskyldum sínum til bjargar. Honum var mikið niðri fyrir í viðtalinu eftir leikinn og augljóslega brugðið. Knattspyrnusamband Suður Ameríku hefur þegar hafið rannsókn á atvikinu. Við það bætist að leikmönnum Úrúgvæ og Kólumbíu lenti saman eftir lokaflautið. Það er hætta á því að leikmenn verði dæmdir í bann og knattspyrnusamböndin fái stórar sektir. Bielsa's reaction to the question about possible sanctions for players for the bawl at the end of the game ¨Sanctions should be imposed on those who did not prevent this from happening. The players had no choice¨ 🤬Follow me for more football videos with english subtitles! 🥰 pic.twitter.com/H3k8qnKDEq— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024 „Þegar ég fer að tala um þetta þá verð ég líka að hugsa um þær hótanir sem ég mun fá. Það eina sem ég get í raun sagt er að allir hefðu gert það sama í sömu aðstæðum,“ sagði Bielsa. Hvað hefðu þið gert? „Þið verðið að horfa á hvað var að gerast. Þeir voru að ráðast á kærustur þeirra, mæður þeirra, á lítið barn, eiginkonur þeirra. Hvað hefðu þið gert?“ spurði Bielsa. Marcelo Bielsa fór hamförum á fundinum og það fengu margir stóran skammt af harðri gagnrýni.Getty/Omar Vega Bielsa var líka ósáttur með einhliða umfjöllun um þátt sinna leikmanna í atvikinu. Hann sagði að leikmennirnir ættu í raun skilið að fá afsökunarbeiðni og skaut um leið á öryggisgæsluna. „Við eigum að vera í Bandaríkjunum, þjóð öryggisins. Ef það er einhver sem ætti að fá sekt þá væru það þeir sem áttu að tryggja öryggi fólks inn á vellinum,“ sagði Bielsa. Fólk frá Úrúgvæ í miklum minnihluta „Þessi leikur fór fram á leikvangi þar sem fólk frá Úrúgvæ var í miklum minnihluta. Flest þeirra voru fjölskyldur og það er ljóst að það var ófullnægjandi öryggisgæsla á staðnum. Ef við horfum á þessar staðreyndir þá var hegðun leikmanna minna óhjákvæmileg og náttúruleg,“ sagði Bielsa sem sagðist þó vera alltaf á móti öllu ofbeldi. Bielsa gekk líka mjög langt í því að gagnrýna CONMEBOL og bandaríska knattspyrnusambandið fyrir umgjörð keppninnar ekki síst vegna lélegrar öryggisgæslu og slæms ástand leikvallanna sem eru vanalega notaðir af NFL-liðum. Grasvellirnir voru oft á tíðum lagðir nokkrum dögum fyrir leikina og vellirnir því mjög lausir í sér. Landsliðsþjálfari Argentínu gagnrýndi það einu sinni en Bielsa vildi meina að það væri þaggað niðri í alla gagnrýni á allt slíkt. Bielsa kallaði skipuleggjendurna lygara og fór mikinn eins og sjá má brot af hér fyrir neðan. Marcelo Bielsa angry against Conmebol: They are a plague of liars!!! 🤬😡I will always be on the Marcelo Bielsa side of the world 💪💪💪Follow me for more football videos with English Subtitles!! pic.twitter.com/2Tp0shVPLr— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024
Copa América Úrúgvæ Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira