Földu myndirnar af Messi baða sex mánaða gamlan Lamine Yamal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 11:00 Ljósmyndarinn Joan Monfort með stóra opnumynd af Lionel Messi baða Lamine Yamal árið 2007. Monfort tók myndina á sínum tíma. EPA-EFE/Alejandro Garcia Myndirnar af Lionel Messi að baða spænska undrabarnið, þegar Lamine Yamal var aðeins sex mánaða, fóru eins og eldur í sinu um alnetið í vikunni. Strákurinn var sjálfur spurður út í myndirnar í viðtali fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi. England og Spánn mætast í úrslitaleiknum í Berlín annað kvöld og þar bíða margir spenntir eftir því hvernig guttinn Lamine Yamal fylgir eftir sögulegri frammistöðu sinni í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum þar sem hann skoraði stórkostlegt mark. Lamine Yamal talaði um það í þessu viðtali að fjölskyldan hafi ákveðið það að fela myndirnar því þau óttuðust erfiðan samanburð á honum og goðsögninni Lionel Messi. Yamal: Messi pic was hidden to limit comparisonsLamine Yamal said that the viral photographs of him as a baby with Lionel Messi were kept hidden because the comparisons would not have helped his career.https://t.co/rCFeDmSvks— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 12, 2024 Myndirnar eru frá árinu 2007 og þar sést Messi með Lamine Yamal og móður hans Sheilu Ebana. „Augljóslega vissi ég ekkert hvað var í gangi þegar þessar myndir voru teknar enda enn svo ungur,“ sagði Yamal við Jijantes í gær. „Pabbi minn passaði upp á myndirnar en þær komu aldrei fram í dagsljósið. Við földum þær því við vildum ekki samanburðinn við Messi,“ sagði Yamal. „Það er ekki gott fyrir neinn að vera borinn saman við þann besta sem hefur spilað þessa íþrótt. Það væri fljótt farið að vinna gegn þér því þú getur aldrei orðið eins og hann,“ sagði Yamal. Það þurfti þó ekki myndirnar til þess. Yamal er vinstri fótar leikmaður, með auga fyrir mörkum og stoðsendingum, alinn upp í akademíu Barcelona og kom mjög snemma inn í aðallið Barcelona. Þegar hann fór síðan að sýna frábær tilþrif inn á vellinum þá voru menn fljótir að bera hann saman við Messi. Xavi, sem gaf honum fyrsta tækifærið með aðalliði Börsunga, reyndi að tala þær niður en viðurkenndi þó að hann sæi ýmislegt í leikstíl Yamal sem minnti hann á Messi. Yamal er með eitt mark og þrjár stoðsendingar á þessu Evrópumóti en hann er sá fyrsti til að skora á stórmóti (HM eða EM) áður en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Strákurinn heldur einmitt upp á sautján ára afmælið sitt í dag. When Yamine Lamal was 5 months old, he was photographed being bathed by Lionel Messi for a UNICEF calendar 🥺 pic.twitter.com/VdyvHGR9oT— Opac Jr (@OP4C) July 5, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
England og Spánn mætast í úrslitaleiknum í Berlín annað kvöld og þar bíða margir spenntir eftir því hvernig guttinn Lamine Yamal fylgir eftir sögulegri frammistöðu sinni í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum þar sem hann skoraði stórkostlegt mark. Lamine Yamal talaði um það í þessu viðtali að fjölskyldan hafi ákveðið það að fela myndirnar því þau óttuðust erfiðan samanburð á honum og goðsögninni Lionel Messi. Yamal: Messi pic was hidden to limit comparisonsLamine Yamal said that the viral photographs of him as a baby with Lionel Messi were kept hidden because the comparisons would not have helped his career.https://t.co/rCFeDmSvks— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 12, 2024 Myndirnar eru frá árinu 2007 og þar sést Messi með Lamine Yamal og móður hans Sheilu Ebana. „Augljóslega vissi ég ekkert hvað var í gangi þegar þessar myndir voru teknar enda enn svo ungur,“ sagði Yamal við Jijantes í gær. „Pabbi minn passaði upp á myndirnar en þær komu aldrei fram í dagsljósið. Við földum þær því við vildum ekki samanburðinn við Messi,“ sagði Yamal. „Það er ekki gott fyrir neinn að vera borinn saman við þann besta sem hefur spilað þessa íþrótt. Það væri fljótt farið að vinna gegn þér því þú getur aldrei orðið eins og hann,“ sagði Yamal. Það þurfti þó ekki myndirnar til þess. Yamal er vinstri fótar leikmaður, með auga fyrir mörkum og stoðsendingum, alinn upp í akademíu Barcelona og kom mjög snemma inn í aðallið Barcelona. Þegar hann fór síðan að sýna frábær tilþrif inn á vellinum þá voru menn fljótir að bera hann saman við Messi. Xavi, sem gaf honum fyrsta tækifærið með aðalliði Börsunga, reyndi að tala þær niður en viðurkenndi þó að hann sæi ýmislegt í leikstíl Yamal sem minnti hann á Messi. Yamal er með eitt mark og þrjár stoðsendingar á þessu Evrópumóti en hann er sá fyrsti til að skora á stórmóti (HM eða EM) áður en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Strákurinn heldur einmitt upp á sautján ára afmælið sitt í dag. When Yamine Lamal was 5 months old, he was photographed being bathed by Lionel Messi for a UNICEF calendar 🥺 pic.twitter.com/VdyvHGR9oT— Opac Jr (@OP4C) July 5, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira