Skúli í Subway reisir glæsihótel við Jökulsárlón Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júlí 2024 17:29 Athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway, hefur opnað glæsilegt hótel við Jökulsárlón í Suðursveit í Hornafirði. Sigurjón Andrésson Nýtt hótel sem nefnist Hótel Jökulsárlón, eða Glacier Lagoon Hotel á ensku, er risið á Reynivöllum við Jökulsárlón í Suðursveit í Hornafirði. Skúli Gunnar Sigfússon, sem oft er kenndur við Subway, er eigandi. Skúli segir að hugmyndin að þessu hóteli hafi kviknað árið 2015, en þá keypti hann jörðina Reynivelli ásamt frænda sínum. Þetta hafi verið í undirbúningi síðan. „Það komu ýmis vandamál upp, þar á meðal Covid, skipulagsmál og svoleiðis. En það tókst svo að byggja þetta á fjórtán mánuðum, þegar að þessu kom,“ segir Skúli. Hótelið opnaði í fyrsta sinn þann 25. júní, en ekki öll herbergin til að byrja með. „Við gerðum þetta í lotum til að leyfa starfsfólki að aðlagast og svona,“ segir Skúli. Nú sé búið að opna fyrir öll herbergin, en það sé enn verið að byggja heitu pottana og gufuna. „Það verður tilbúið eftir svona tvær vikur.“ Hótelið fellur vel að umhverfinu, sem er ekki af verri endanum.Sigurjón Andrésson Herbergin eru 120, og þar af eru átta svítur. Um er að ræða tvær álmur á tveimur hæðum. Fjölskyldan í þessu saman Skúli rekur hótelið ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Hann segir að hingað til hafi þetta gengið mjög vel hjá þeim, alveg áfallalaust. Veitingastaðurinn á hótelinu heitir Gunna á leiti, eftir ömmu Skúla sem bjó á leiti í Suðursveit. Skúli er ættaður úr Suðursveit, þar sem pabbi hans var fæddur og uppalinn. Amma hans hét Guðrún og bjó á bænum leiti, kölluð Gunna á leiti. Þar var Skúli í sveit til margra ára. Veitingastaðurinn heiti Gunna á Leiti, til höfuðs ömmu Skúla. Veitingastaðurinn er opinn öllum.Sigurjón Andrésson Skúli hefur nú átt lögheimili í Suðursveit í fimm ár, og segist vera þar mjög mikið. Hann segir viðtökurnar við hótelinu betri en hann þorði að vona, bókunarstaðan sé mjög góð. „Við höfum náttúrulega ekkert mikinn samanburð en við erum mjög sátt við byrjunina,“ segir Skúli. Fagnar skemmtilegri viðbót í hótelflóru sveitarfélagsins Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar, segir með ólíkindum hvað hótelið fellur vel inn í umhverfið, og fagnar skemmtilegri viðbót í annars fjölbreytta flóru gististaða og afþreyingar í sveitarfélaginu. „Ferðaþjónustan er önnur meginstoðin undir atvinnulífinu í Hornafirði, og í sveitarfélaginu eru mörg flott hótel og glæsileg ferðaþjónusta,“ segir Sigurjón. Hann segir að á hverri einustu nóttu gisti jafnmargir á hótelum og gististöðum í sveitarfélaginu og allir íbúar sveitarfélagsins. Þá séu ótaldir þeir sem eru í tjöldum, ferðavögnum og keyra í gegnum sveitarfélagið. Maður hefur séð það verra.Sigurjón Andrésson Gamla vél afa Skúla til sýnis. „Gamli gráni frá leiti“Sigurjón Andrésson Glæsileg setustofa.Sigurjón Andrésson Hér getur maður tyllt sér og fengið sér drykk.Sigurjón Andrésson Þessi sófi er tilvalinn til dæmis til að sitja í og bíða meðan makinn er ennþá að gera sig til uppi í herbergi.Sigurjón Andrésson Efri hæðin.Sigurjón Andrésson Ætli maður geti fengið nóg af þessu útsýni?Sigurjón Andrésson Rölt um svæðið.Sigurjón Andrésson Sveitarfélagið Hornafjörður Hótel á Íslandi Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira
Skúli segir að hugmyndin að þessu hóteli hafi kviknað árið 2015, en þá keypti hann jörðina Reynivelli ásamt frænda sínum. Þetta hafi verið í undirbúningi síðan. „Það komu ýmis vandamál upp, þar á meðal Covid, skipulagsmál og svoleiðis. En það tókst svo að byggja þetta á fjórtán mánuðum, þegar að þessu kom,“ segir Skúli. Hótelið opnaði í fyrsta sinn þann 25. júní, en ekki öll herbergin til að byrja með. „Við gerðum þetta í lotum til að leyfa starfsfólki að aðlagast og svona,“ segir Skúli. Nú sé búið að opna fyrir öll herbergin, en það sé enn verið að byggja heitu pottana og gufuna. „Það verður tilbúið eftir svona tvær vikur.“ Hótelið fellur vel að umhverfinu, sem er ekki af verri endanum.Sigurjón Andrésson Herbergin eru 120, og þar af eru átta svítur. Um er að ræða tvær álmur á tveimur hæðum. Fjölskyldan í þessu saman Skúli rekur hótelið ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Hann segir að hingað til hafi þetta gengið mjög vel hjá þeim, alveg áfallalaust. Veitingastaðurinn á hótelinu heitir Gunna á leiti, eftir ömmu Skúla sem bjó á leiti í Suðursveit. Skúli er ættaður úr Suðursveit, þar sem pabbi hans var fæddur og uppalinn. Amma hans hét Guðrún og bjó á bænum leiti, kölluð Gunna á leiti. Þar var Skúli í sveit til margra ára. Veitingastaðurinn heiti Gunna á Leiti, til höfuðs ömmu Skúla. Veitingastaðurinn er opinn öllum.Sigurjón Andrésson Skúli hefur nú átt lögheimili í Suðursveit í fimm ár, og segist vera þar mjög mikið. Hann segir viðtökurnar við hótelinu betri en hann þorði að vona, bókunarstaðan sé mjög góð. „Við höfum náttúrulega ekkert mikinn samanburð en við erum mjög sátt við byrjunina,“ segir Skúli. Fagnar skemmtilegri viðbót í hótelflóru sveitarfélagsins Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar, segir með ólíkindum hvað hótelið fellur vel inn í umhverfið, og fagnar skemmtilegri viðbót í annars fjölbreytta flóru gististaða og afþreyingar í sveitarfélaginu. „Ferðaþjónustan er önnur meginstoðin undir atvinnulífinu í Hornafirði, og í sveitarfélaginu eru mörg flott hótel og glæsileg ferðaþjónusta,“ segir Sigurjón. Hann segir að á hverri einustu nóttu gisti jafnmargir á hótelum og gististöðum í sveitarfélaginu og allir íbúar sveitarfélagsins. Þá séu ótaldir þeir sem eru í tjöldum, ferðavögnum og keyra í gegnum sveitarfélagið. Maður hefur séð það verra.Sigurjón Andrésson Gamla vél afa Skúla til sýnis. „Gamli gráni frá leiti“Sigurjón Andrésson Glæsileg setustofa.Sigurjón Andrésson Hér getur maður tyllt sér og fengið sér drykk.Sigurjón Andrésson Þessi sófi er tilvalinn til dæmis til að sitja í og bíða meðan makinn er ennþá að gera sig til uppi í herbergi.Sigurjón Andrésson Efri hæðin.Sigurjón Andrésson Ætli maður geti fengið nóg af þessu útsýni?Sigurjón Andrésson Rölt um svæðið.Sigurjón Andrésson
Sveitarfélagið Hornafjörður Hótel á Íslandi Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira