England mætir Spáni í kvöld í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Palmer þarf væntanlega að sætta sig við það að byrja enn á ný á bekknum en þjálfarinn Gareth Soutgate veit vel að hann er þar með leikmann sem getur breytt leikjum.
Palmer gaf stoðsendinguna á Ollie Watkins í markinu sem kom á lokamínútunni á móti Hollandi. Hann var fljótur að lesa flott hlaup framherjans inn á vítateiginn og fann hann með nákvæmri sendingu.
Palmer on Watkins finish: “He did one against us at Stamford Bridge remember? I weren’t on the pitch by the way.” [Lions Den] #euro2024 #cfc 😂 pic.twitter.com/3uyQJEdyUp
— CFCDaily (@CFCDaily) July 11, 2024
Palmer ræddi undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn í YouTube þætti enska landsliðsins; „Lions' Den“.
„Það voru allir í miklu stuði í rútunni eftir leikinn. Tónlistin var á fullu og allir voru að njóta stundarinnar,“ sagði Palmer um miðvikudagskvöldið.
„Auðvitað er mjög stutt á milli leikjanna og fram undan er risa, risa leikur. Leikur sem getur breytt lífi okkar og lífi fjölskyldna okkar. Við viljum gera alla stolta,“ sagði Palmer.
„Við erum komnir alla leið í úrslitaleikinn og getum vonandi klárað dæmið. Það er frábært að komast í úrslitaleikinn og það er og fínu lagi að fagna því aðeins. Þú færð ekki mörg slík móment á ferlinum. En nú vilja aftur á móti allir í liðinu gera allt til að vinna titilinn. Við viljum svo mikið vinna,“ sagði Palmer.
Enska landsliðið hefur aldrei orðið Evrópumeistari og vann síðast stórmót á HM 1966 eða fyrir 58 árum síðan.