„Ég var rétta konan á réttum tíma“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. júlí 2024 07:00 Alexandra Sif Tryggvadóttir ræddi við blaðamann um uppeldið í Los Angeles, starfið hjá Spotify og lífið í New York borg. Vísir/Vilhelm „Það skiptir miklu máli að hafa breitt bak og geta staðið með sjálfri sér,“ segir framleiðandinn Alexandra Sif Tryggvadóttir, sem er búsett í New York og starfar hjá risanum Spotify. Alexandra er fædd í Los Angeles og hefur alla tíð haft annan fótinn úti en henni finnst mikilvægt að halda alltaf góðum tengslum við Ísland. Blaðamaður ræddi við hana um ævintýrin erlendis. Var alltaf stelpan frá LA Alexandra bjó fyrstu fimm árin í Los Angeles. „Mamma og pabbi kynntumst þar. Þannig að ég hef alltaf verið með bandarískan passa og ríkisborgararétt. Þegar að ég og mamma flytjum svo heim var planið hjá mér alltaf að koma aftur. Ég eyddi svo öllum sumrum í Los Angeles hjá pabba og mér leið alltaf ótrúlega vel þar. Auðvitað leið mér líka alltaf vel á Íslandi en mér þykir alltaf mjög vænt um sumrin í æsku í Los Angeles. Þetta er borg sem tók rosalega vel á móti mér og ég þekki hana mjög vel.“ Frá ungum aldri varð Los Angeles ákveðið einkenni hjá Alexöndru Sif og þótti mörgum jafnöldrum hennar hérlendis það spennandi. „Ég tengdi þetta svo ótrúlega mikið við mig. Ég var bara stelpan sem var frá LA þegar ég var yngri. Ég hélt alltaf svo fast í þetta, líka því ég saknaði auðvitað pabba svo ótrúlega mikið. Mér fannst þetta svo stór partur af mér, ég var Íslendingur en mér fannst ég alltaf eiga part í þessari borg. Mig dreymdi um að búa þar sem fullorðinn einstaklingur og ég vissi að það skipti mig miklu máli.“ Alexandra Sif Tryggvadóttir bjó fyrstu ár ævi sinnar í Los Angeles og stefndi alltaf á að prófa að búa þar á fullorðinsárunum.Vísir/Vilhelm Elle Woods mikil fyrirmynd Þá hefur popp kúltúrinn sömuleiðis haft mótandi áhrif á stefnu Alexöndru í lífinu. „Ég horfði ung á kvikmyndina Legally Blonde sem mér fannst yndisleg mynd og var mjög mótandi í raun. Þar fer Elle Woods, aðal karakterinn, í háskólann UCLA og keyrir um á bleikri bjöllu, er algjör skvís, mega klár og fer í lögfræði í Harvard Law. Það var bara mín stefna, ég ætlaði að flytja til LA, fara í UCLA, eignast bleika bjöllu. Ég flutti til LA, fór í UCLA og svo fékk ég appelsínugulan Fiat, næsti bær við,“ segir Alexandra og hlær. Alexandra Sif Tryggvadóttir stundaði nám við UCLA og heillaðist að fjölmiðlamennsku. Vísir/Vilhelm „Alla skólagönguna mína í UCLA tók ég náminu sjúklega alvarlega, fékk mjög góðar einkunnir og útskrifaðist með toppeinkunn. Því ég var alltaf á leiðinni í Harvard Law, eins og Elle Woods. En svo getur maður ekki alltaf planað framtíðina, ég fékk draumavinnuna á allt öðru sviði eiginlega óvart beint eftir útskrift og þá þurfti ég bara að feta minn eigin veg. Svo var ég líka með aðra fyrirmynd úr poppkúltúr, Rory Gilmore úr þáttunum Gilmore Girls. Hún var í Yale og skrifaði fyrir skólablaðið sitt. Ég varð hluti af Daily Bruin, skólablaðinu í UCLA, sem er virkilega flott, viðurkennt og metnaðarfullt fréttablað og það er erfitt að komast þar inn. Ég lagði mikið á mig, skrifaði fullt af greinum og fékk mikinn áhuga á fjölmiðlamennsku.“ Alexandra með skólablaðið Daily Bruin.Aðsend Ráðstefna sem breytti lífinu Það verða ákveðin straumhvörf í lífi Alexöndru þegar ríkisútvarpið eða NPR heldur ráðstefnu á háskólasvæðinu hjá henni. „Það kostaði helling á þetta en þeir ákváðu að bjóða þremur vel völdum fréttamönnum skólablaðsins að koma frítt og ég er ein af þeim. Þetta var mjög eftirminnilegt, okkur var boðið að koma á föstudegi en fimmtudagar í UCLA voru alltaf miklir partýdagar vegna þess að það var ekki skóli á föstudögum. Á fimmtudagskvöldinu voru allir að fara út í partý en ég sat heima, af því að ég var að fara á ráðstefnu hjá ríkisútvarpinu morguninn eftir,“ segir Alexandra hlæjandi. Alexandra ásamt vinkonum sínum í UCLA.Aðsend „Vinkonur mínar gerðu svo mikið grín af mér en ég tók þessu mjög alvarlega, ég ætlaði ekki að vera þunn fyrir mikilvæga ráðstefnu. Þannig að ég vaknaði eldsnemma og var allan daginn á ráðstefnunni. Ég var svo ótrúlega heilluð af öllum þessum fréttamönnum, þau voru að kynna efnið sitt og hlaðvörpin, sem eru ein fremstu hlaðvörp í heimi enn í dag. Ég sat þarna með stjörnur í augunum, fór heim og fann tölvupóstfangið hjá forseta NPR í LA. Ég sendi henni tölvupóst og grát bað hana um einhvers konar starfsnám eða bara hvað sem væri í boði. Ég sendi henni nokkrum sinnum póst og hún sendi mér svo loksins svar með öðru tölvupóstfangi sem ég gat haft samband við. Ég var óþolandi og stanslaust að senda. Þetta eru náttúrulega óhagnaðardrifin samtök og áttu engan pening til að borga starfsnema. En eftir nokkra pósta sagði hann að lokum bara: Já, já komdu bara. Ég sá varla sólina fyrir þeim og það er alveg fyndið að hugsa til þess. Þetta var kannski ekki flottasta umhverfið, þau voru með skrifstofur við háskólann, ég mæti í einhvern kjallara að bilast úr tilhlökkun og mér fannst þetta æði.“ Alexandra naut sín í botn hjá útvarpsstöðinni KCRW hjá ríkisútvarpinu NPR.Aðsend Jákvæðnin kom henni langt Alexandra segist hafa verið tilbúin í að leggja allt í þetta. „Ég var svo spennt og jákvæð og það kom mér hratt upp þarna. Ég var tilbúin að gefa allt af mér og mér fannst ég vera að vinna góða vinnu. Við vorum að skrifa flottar greinar og fyrirtækið var mikill frumkvöðull í tónlist og menningu í Los Angeles. Útvarpsstöðin var til dæmis sú fyrsta til þess að spila tónlist Billie Eilish. Mér fannst mjög kærkomið að fá að vera svona nátengd menningunni í þessari borg sem mig hefur alltaf langað svo mikið að vera partur af. Mér fannst ég bara vera lókal, ég mátti loksins kalla mig an Angelino, sem er heiti yfir einhvern sem býr í Los Angeles.“ Alexandra við störf.Aðsend Alexandra starfaði sem framleiðandi fjölmiðlakanónunnar Madeline Brand hjá útvarpsstöðinni KCRW sem er mjög þekkt og virt í brasanum í Los Angeles. „Ég var í ólaunuðu starfsnámi en ég var fyrsti starfsneminn sem þau ákváðu að ráða í fullt starf. Þannig að mánudaginn eftir að ég útskrifast úr UCLA er ég komin í fullt starf hjá þeim. Þá voru þau búin að byggja upp geðveikar skrifstofur í Santa Monica með flottu sviði þannig að við gátum oft fengið tónlistarmenn til þess að flytja lög í útsendingu og þetta var mikið menningarsetur.“ Alexandra fékk ýmsar stórstjörnur í viðtöl til Madeline, þar á meðal Antonio Banderas.Aðsend Blendnar tilfinningar að taka tilboði Spotify Eftir þrjú ár hjá NPR fær Alexandra svo spennandi boð. „Ég var búin að búa ein í Los Angeles í smá tíma og þetta er auðvitað ríkisútvarpsstöð þannig að ég var ekki að fá vel borgað, sem ég skil. Á þessum tíma var mikill uppgangur í hlaðvörpum hjá streymisveitunni Spotify. Þau voru að kaupa öll stærstu hlaðvörpin og að byrja með sín eigin með til dæmis Kim Kardashian og voru að safna í teymi til þess að halda utan um þetta hjá þeim. Á þessum tíma voru þau búin að ráða mikið af sjónvarpsfólki og voru að leita að einhverjum sem hefði alvöru reynslu af hljóði. Ég var rétta konan á réttum tíma,“ segir Alexandra brosandi. Alexandra með Mary og Benny en þau gerðu fyrsta þáttinn sem Alexandra bjó til fyrir Spotify.Aðsend Samstarfsmaður hennar hjá KCRW hafði þá farið yfir til Spotify og var búinn að mæla mikið með Alexöndru. „Ég var búin að vera mikið í menningargreinum og umfjöllun og honum fannst það sömuleiðis passa vel við. Ég fór yfir en mér fannst alveg mjög erfitt að þiggja boð Spotify. Þau voru að bjóða mér miklu hærri laun, betra frí og það var auðveldara að vinna heima. Mér fannst samt svo erfitt að fara, því útvarpsstöðin var orðin svo stór hluti af því hver ég var. Spotify var samt á sama tíma svo ótrúlega spennandi, risa alþjóðlegt fyrirtæki og mér fannst spennandi að fá að búa til eitthvað frá grunni.“ Alexandra þrífst vel í fjölmiðlabransanum og finnst mjög skemmtilegt að fá að búa til efni frá grunni.Vísir/Vilhelm Krefjandi að byrja strax að vinna heiman frá Alexandra byrjaði hjá Spotify í maí 2020 en fékk ekkert að fara á skrifstofuna sökum Covid. „Þau sögðu að þetta yrði örugglega bara svona í tvær vikur en svo var ég náttúrulega að vinna að heiman töluvert lengur. Enn í dag vinn ég mikið heiman frá. Það var svolítið krefjandi, ég saknaði félagslegu hliðarinnar og við fengum heldur ekki að fara beint í stúdíó.“ Fyrsta verkefni Alexöndru var að aðstoða stórstjörnuna Addison Rae með nýtt hlaðvarp. „Ég þurfti að stýra öllu í gegnum Zoom sem var svolítið krefjandi. Auðvitað fannst mér gaman en ég held að þetta hefði verið extra skemmtilegt ef ég hefði fengið að fara strax í vinnuna.“ Hún segir starfið bæði skemmtilegt og krefjandi. „Þetta er auðvitað risastórt fyrirtæki með milljón manns í vinnu alls staðar um heiminn. Verkefnin eru líka afmarkaðri þar sem hver og einn er í ákveðnu teymi að gera ákveðna hluti. En þetta er mjög spennandi og skemmtilegt.“ Alexandra fílar sig vel hjá Spotify og hefur nú fært sig yfir til New York.Aðsend Langþráður draumur að flytja á austurströndina Eftir áratug í Los Angeles fluttist Alexandra til New York síðasta vetur. „Bjössi kærastinn minn flutti til mín til Los Angeles rétt fyrir Covid þannig að við vorum búin að búa saman þar í fjögur ár. Helsti gallinn við LA er að það er alltof langt í burtu frá Íslandi. Það er bæði erfitt og dýrt að koma heim fyrir ýmis tímamót hjá okkar nánustu. Okkur hafði bæði lengi dreymt um að prófa að búa í New York þó að hvorugt okkar hafi neina tengingu við borgina. Þetta var samt mjög erfið ákvörðun og það tók okkur þrjú ár að ákveða þetta. Við erum bæði að verða þrítug á næsta ári þannig að okkur fannst þetta smá svona núna eða aldrei.“ View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Aðspurð hvernig daglegt líf sé í stóra eplinu segir Alexandra: „Dagarnir eru mjög fjölbreyttir. Þetta er náttúrulega klikkuð borg. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að vakna á morgnana og rölta á kaffihúsið okkar, það tekur tvær og hálfa mínútu. Hverfið okkar í Brooklyn er yndislegt, mikið mannlíf og við búum rétt fyrir aftan yndislegan garð. Mér finnst dásamlegt að rölta um, viðra mig, kaupa kaffi, rölta í pílates stúdíóið. Mér finnst svo gaman hvað það er hægt að rölta mikið og þekkja nágrannana. Í LA er ekkert hægt að rölta, þar eru allir í sinni búbblu á bílum.“ Alexandra og Björn eru trúlofuð og fögnuðu trúlofuninni í Los Angeles. Þau bjuggu þar saman í fjögur ár en fluttu til New York síðasta vetur.Aðsend Borðar hádegismat á 72. hæð Skrifstofa Spotify í New York er í 4 World Trade Center, sem er ein af byggingunum sem voru byggðar eftir að tvíburaturnarnir féllu. „Spotify á þrettán efstu hæðirnar, skrifstofan mín á hæð 66 og mötuneytið á hæð 72. Það er algjörlega klikkað útsýni og ég horfi beint niður á minnisvarðann fyrir 11. september sem getur stundið verið svolítið skrýtin tilfinning. Það eru svo ekkert nema turnar í kringum mann og svo sér fólk í öðrum turnum í sínum störfum. Skrifstofurnar hjá Spotify eru trylltar, ég fer inn tvisvar í viku en langar að fara oftar bara því þetta er svo geggjað og það er einhver tryllt orka þarna. Þegar ég er uppi á skrifstofu er líka svo létt fara eitthvað eftir vinnu, til dæmis að hitta vinkonur í drykk. Þegar maður kemur sér út fer maður meira á vapp.“ View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) „Langt síðan ég hef þurft að byrja upp á nýtt“ Aðspurð hvort hún finni fyrir einmanaleika í stórborginni segir Alexandra: „Ég er náttúrulega rosalega heppin að vera ekki ein og vera með Bjössa. En auðvitað kemur alveg fyrir að maður verði einmana, við erum náttúrulega mjög ný í þessari borg. Um daginn fór Bjössi í golf með vinum sínum á sunnudegi, það var geðveikt fallegt veður og út um gluggann heima sá ég fullt af fólki úti saman að hafa gaman og ég hugsaði vá, ég get ekki hringt í neinn, ég er ekki enn kominn þangað. Það er langt síðan ég hef þurft að byrja upp á nýtt. Sérstaklega því beint fyrir framan mann út um gluggann var svo mikið af vinum saman að gera sér glaðan dag. Maður er náttúrulega bara að vinna í því. Við erum búin að hitta fullt af Íslendingum sem er mjög skemmtilegt og svo er ég að kynnast fólki í gegnum vinnuna. En ég bý í Brooklyn og á til dæmis vinkonu sem býr einum og hálfum tíma frá. Þannig að það er svolítið erfitt að taka skyndiákvörðun að hittast.“ Alexandra og Bjössi fluttu saman á austurströndina eftir sólrík ár í LA.Aðsend Sjálfstraustið án efa orðið betra Alexandra hefur sannarlega átt viðburðaríka og ævintýralega ævi sem hefur krafist þess af henni að hún sé með breitt bak. „Ég hef alltaf verið svolítið lítil í mér og þurft að ögra mér. Ég lærði það fljótt hjá NPR að ég þarf að vera með breitt bak. Við vorum með ýmsa þekkta einstaklinga í viðtölum sem voru allir með svakalegar maskínur á bak við sig. Maður lenti alveg oft í því að það var einhver að öskra mann. Við fengum leik- og söngkonuna Mandy Moore einhvern tíma í viðtal og fyrrverandi eiginmaður hennar hafði verið umdeildur, ég man ekki nákvæmlega hvað það var en teymið hennar var búið að segja að það mætti ekki minnast á hann. Madelina tekur svo viðtalið og þær ná mjög vel saman þannig að hún ákveður að spyrja. Mandy tekur ekkert illa í það og svarar. Eftir viðtalið hringir PR fulltrúi Mandy í mig öskureiður. Ég er svona týpa að þegar einhver öskrar á mig þá fer ég að gráta. En þarna get ég það ekkert. Maður þarf að vera yfirvegaður og snöggur að svara og finna lausnir. Sjálfstraustið hefur án efa orðið betra. Sérstaklega hér í New York þar sem fólk er aðeins beittara, það segir það sem því finnst og þú mátt ekki taka því persónulega. Ég hef þurft að læra af því og mér finnst það geggjað því ég hef gott af því. Sjálfstraustið skiptir svo ótrúlega miklu máli, sérstaklega ef þú ætlar að vinna svona vinnu.“ Alexandra segir að sjálfstraustið hafi eflst frá því hún byrjaði hjá KCRW en þar lærði hún heilmikið.Aðsend Sér fyrir sér að enda á Íslandi Alexandra hefur alltaf haldið góðri tengingu við Ísland. „Þegar ég flutti fyrst út til LA byrjaði ég að vera virkari á samfélagsmiðlum og sagði alltaf við vini mína og fólkið mitt að það mætti alls ekki gleyma mér. Ég var dugleg að senda vinum mínum bloggsíðufærslur fyrst þar sem ég var að deila dögunum mínum og vildi alltaf fá að heyra frá öllu sem var að frétta heima. Mér finnst rosalega mikilvægt að fá að vera inn í kúltúrnum á Íslandi. Ég er búin að tala um LA en mér finnst rosalega mikilvægt að eiga samastað heima og fá að vera hluti af því sem er að gerast. Mín tilfinning er líka að það getur verið auðvelt að detta smá út. Ég hef séð það gerast að fólk flytur út og verður eftir, það er auðvitað svo mikill hraði á öllu. Ég hef alltaf passað upp á að koma heim á hverju ári og vera dugleg að heyra í vinkonum mínum og rækta vinskapinn. Ég sé alveg fyrir mér að við Bjössi endum hér á Íslandi og það skiptir miklu máli að vera með samfélag í kringum sig sem er til í að taka á móti manni,“ segir Alexandra að lokum. Íslendingar erlendis Spotify Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
Var alltaf stelpan frá LA Alexandra bjó fyrstu fimm árin í Los Angeles. „Mamma og pabbi kynntumst þar. Þannig að ég hef alltaf verið með bandarískan passa og ríkisborgararétt. Þegar að ég og mamma flytjum svo heim var planið hjá mér alltaf að koma aftur. Ég eyddi svo öllum sumrum í Los Angeles hjá pabba og mér leið alltaf ótrúlega vel þar. Auðvitað leið mér líka alltaf vel á Íslandi en mér þykir alltaf mjög vænt um sumrin í æsku í Los Angeles. Þetta er borg sem tók rosalega vel á móti mér og ég þekki hana mjög vel.“ Frá ungum aldri varð Los Angeles ákveðið einkenni hjá Alexöndru Sif og þótti mörgum jafnöldrum hennar hérlendis það spennandi. „Ég tengdi þetta svo ótrúlega mikið við mig. Ég var bara stelpan sem var frá LA þegar ég var yngri. Ég hélt alltaf svo fast í þetta, líka því ég saknaði auðvitað pabba svo ótrúlega mikið. Mér fannst þetta svo stór partur af mér, ég var Íslendingur en mér fannst ég alltaf eiga part í þessari borg. Mig dreymdi um að búa þar sem fullorðinn einstaklingur og ég vissi að það skipti mig miklu máli.“ Alexandra Sif Tryggvadóttir bjó fyrstu ár ævi sinnar í Los Angeles og stefndi alltaf á að prófa að búa þar á fullorðinsárunum.Vísir/Vilhelm Elle Woods mikil fyrirmynd Þá hefur popp kúltúrinn sömuleiðis haft mótandi áhrif á stefnu Alexöndru í lífinu. „Ég horfði ung á kvikmyndina Legally Blonde sem mér fannst yndisleg mynd og var mjög mótandi í raun. Þar fer Elle Woods, aðal karakterinn, í háskólann UCLA og keyrir um á bleikri bjöllu, er algjör skvís, mega klár og fer í lögfræði í Harvard Law. Það var bara mín stefna, ég ætlaði að flytja til LA, fara í UCLA, eignast bleika bjöllu. Ég flutti til LA, fór í UCLA og svo fékk ég appelsínugulan Fiat, næsti bær við,“ segir Alexandra og hlær. Alexandra Sif Tryggvadóttir stundaði nám við UCLA og heillaðist að fjölmiðlamennsku. Vísir/Vilhelm „Alla skólagönguna mína í UCLA tók ég náminu sjúklega alvarlega, fékk mjög góðar einkunnir og útskrifaðist með toppeinkunn. Því ég var alltaf á leiðinni í Harvard Law, eins og Elle Woods. En svo getur maður ekki alltaf planað framtíðina, ég fékk draumavinnuna á allt öðru sviði eiginlega óvart beint eftir útskrift og þá þurfti ég bara að feta minn eigin veg. Svo var ég líka með aðra fyrirmynd úr poppkúltúr, Rory Gilmore úr þáttunum Gilmore Girls. Hún var í Yale og skrifaði fyrir skólablaðið sitt. Ég varð hluti af Daily Bruin, skólablaðinu í UCLA, sem er virkilega flott, viðurkennt og metnaðarfullt fréttablað og það er erfitt að komast þar inn. Ég lagði mikið á mig, skrifaði fullt af greinum og fékk mikinn áhuga á fjölmiðlamennsku.“ Alexandra með skólablaðið Daily Bruin.Aðsend Ráðstefna sem breytti lífinu Það verða ákveðin straumhvörf í lífi Alexöndru þegar ríkisútvarpið eða NPR heldur ráðstefnu á háskólasvæðinu hjá henni. „Það kostaði helling á þetta en þeir ákváðu að bjóða þremur vel völdum fréttamönnum skólablaðsins að koma frítt og ég er ein af þeim. Þetta var mjög eftirminnilegt, okkur var boðið að koma á föstudegi en fimmtudagar í UCLA voru alltaf miklir partýdagar vegna þess að það var ekki skóli á föstudögum. Á fimmtudagskvöldinu voru allir að fara út í partý en ég sat heima, af því að ég var að fara á ráðstefnu hjá ríkisútvarpinu morguninn eftir,“ segir Alexandra hlæjandi. Alexandra ásamt vinkonum sínum í UCLA.Aðsend „Vinkonur mínar gerðu svo mikið grín af mér en ég tók þessu mjög alvarlega, ég ætlaði ekki að vera þunn fyrir mikilvæga ráðstefnu. Þannig að ég vaknaði eldsnemma og var allan daginn á ráðstefnunni. Ég var svo ótrúlega heilluð af öllum þessum fréttamönnum, þau voru að kynna efnið sitt og hlaðvörpin, sem eru ein fremstu hlaðvörp í heimi enn í dag. Ég sat þarna með stjörnur í augunum, fór heim og fann tölvupóstfangið hjá forseta NPR í LA. Ég sendi henni tölvupóst og grát bað hana um einhvers konar starfsnám eða bara hvað sem væri í boði. Ég sendi henni nokkrum sinnum póst og hún sendi mér svo loksins svar með öðru tölvupóstfangi sem ég gat haft samband við. Ég var óþolandi og stanslaust að senda. Þetta eru náttúrulega óhagnaðardrifin samtök og áttu engan pening til að borga starfsnema. En eftir nokkra pósta sagði hann að lokum bara: Já, já komdu bara. Ég sá varla sólina fyrir þeim og það er alveg fyndið að hugsa til þess. Þetta var kannski ekki flottasta umhverfið, þau voru með skrifstofur við háskólann, ég mæti í einhvern kjallara að bilast úr tilhlökkun og mér fannst þetta æði.“ Alexandra naut sín í botn hjá útvarpsstöðinni KCRW hjá ríkisútvarpinu NPR.Aðsend Jákvæðnin kom henni langt Alexandra segist hafa verið tilbúin í að leggja allt í þetta. „Ég var svo spennt og jákvæð og það kom mér hratt upp þarna. Ég var tilbúin að gefa allt af mér og mér fannst ég vera að vinna góða vinnu. Við vorum að skrifa flottar greinar og fyrirtækið var mikill frumkvöðull í tónlist og menningu í Los Angeles. Útvarpsstöðin var til dæmis sú fyrsta til þess að spila tónlist Billie Eilish. Mér fannst mjög kærkomið að fá að vera svona nátengd menningunni í þessari borg sem mig hefur alltaf langað svo mikið að vera partur af. Mér fannst ég bara vera lókal, ég mátti loksins kalla mig an Angelino, sem er heiti yfir einhvern sem býr í Los Angeles.“ Alexandra við störf.Aðsend Alexandra starfaði sem framleiðandi fjölmiðlakanónunnar Madeline Brand hjá útvarpsstöðinni KCRW sem er mjög þekkt og virt í brasanum í Los Angeles. „Ég var í ólaunuðu starfsnámi en ég var fyrsti starfsneminn sem þau ákváðu að ráða í fullt starf. Þannig að mánudaginn eftir að ég útskrifast úr UCLA er ég komin í fullt starf hjá þeim. Þá voru þau búin að byggja upp geðveikar skrifstofur í Santa Monica með flottu sviði þannig að við gátum oft fengið tónlistarmenn til þess að flytja lög í útsendingu og þetta var mikið menningarsetur.“ Alexandra fékk ýmsar stórstjörnur í viðtöl til Madeline, þar á meðal Antonio Banderas.Aðsend Blendnar tilfinningar að taka tilboði Spotify Eftir þrjú ár hjá NPR fær Alexandra svo spennandi boð. „Ég var búin að búa ein í Los Angeles í smá tíma og þetta er auðvitað ríkisútvarpsstöð þannig að ég var ekki að fá vel borgað, sem ég skil. Á þessum tíma var mikill uppgangur í hlaðvörpum hjá streymisveitunni Spotify. Þau voru að kaupa öll stærstu hlaðvörpin og að byrja með sín eigin með til dæmis Kim Kardashian og voru að safna í teymi til þess að halda utan um þetta hjá þeim. Á þessum tíma voru þau búin að ráða mikið af sjónvarpsfólki og voru að leita að einhverjum sem hefði alvöru reynslu af hljóði. Ég var rétta konan á réttum tíma,“ segir Alexandra brosandi. Alexandra með Mary og Benny en þau gerðu fyrsta þáttinn sem Alexandra bjó til fyrir Spotify.Aðsend Samstarfsmaður hennar hjá KCRW hafði þá farið yfir til Spotify og var búinn að mæla mikið með Alexöndru. „Ég var búin að vera mikið í menningargreinum og umfjöllun og honum fannst það sömuleiðis passa vel við. Ég fór yfir en mér fannst alveg mjög erfitt að þiggja boð Spotify. Þau voru að bjóða mér miklu hærri laun, betra frí og það var auðveldara að vinna heima. Mér fannst samt svo erfitt að fara, því útvarpsstöðin var orðin svo stór hluti af því hver ég var. Spotify var samt á sama tíma svo ótrúlega spennandi, risa alþjóðlegt fyrirtæki og mér fannst spennandi að fá að búa til eitthvað frá grunni.“ Alexandra þrífst vel í fjölmiðlabransanum og finnst mjög skemmtilegt að fá að búa til efni frá grunni.Vísir/Vilhelm Krefjandi að byrja strax að vinna heiman frá Alexandra byrjaði hjá Spotify í maí 2020 en fékk ekkert að fara á skrifstofuna sökum Covid. „Þau sögðu að þetta yrði örugglega bara svona í tvær vikur en svo var ég náttúrulega að vinna að heiman töluvert lengur. Enn í dag vinn ég mikið heiman frá. Það var svolítið krefjandi, ég saknaði félagslegu hliðarinnar og við fengum heldur ekki að fara beint í stúdíó.“ Fyrsta verkefni Alexöndru var að aðstoða stórstjörnuna Addison Rae með nýtt hlaðvarp. „Ég þurfti að stýra öllu í gegnum Zoom sem var svolítið krefjandi. Auðvitað fannst mér gaman en ég held að þetta hefði verið extra skemmtilegt ef ég hefði fengið að fara strax í vinnuna.“ Hún segir starfið bæði skemmtilegt og krefjandi. „Þetta er auðvitað risastórt fyrirtæki með milljón manns í vinnu alls staðar um heiminn. Verkefnin eru líka afmarkaðri þar sem hver og einn er í ákveðnu teymi að gera ákveðna hluti. En þetta er mjög spennandi og skemmtilegt.“ Alexandra fílar sig vel hjá Spotify og hefur nú fært sig yfir til New York.Aðsend Langþráður draumur að flytja á austurströndina Eftir áratug í Los Angeles fluttist Alexandra til New York síðasta vetur. „Bjössi kærastinn minn flutti til mín til Los Angeles rétt fyrir Covid þannig að við vorum búin að búa saman þar í fjögur ár. Helsti gallinn við LA er að það er alltof langt í burtu frá Íslandi. Það er bæði erfitt og dýrt að koma heim fyrir ýmis tímamót hjá okkar nánustu. Okkur hafði bæði lengi dreymt um að prófa að búa í New York þó að hvorugt okkar hafi neina tengingu við borgina. Þetta var samt mjög erfið ákvörðun og það tók okkur þrjú ár að ákveða þetta. Við erum bæði að verða þrítug á næsta ári þannig að okkur fannst þetta smá svona núna eða aldrei.“ View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Aðspurð hvernig daglegt líf sé í stóra eplinu segir Alexandra: „Dagarnir eru mjög fjölbreyttir. Þetta er náttúrulega klikkuð borg. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að vakna á morgnana og rölta á kaffihúsið okkar, það tekur tvær og hálfa mínútu. Hverfið okkar í Brooklyn er yndislegt, mikið mannlíf og við búum rétt fyrir aftan yndislegan garð. Mér finnst dásamlegt að rölta um, viðra mig, kaupa kaffi, rölta í pílates stúdíóið. Mér finnst svo gaman hvað það er hægt að rölta mikið og þekkja nágrannana. Í LA er ekkert hægt að rölta, þar eru allir í sinni búbblu á bílum.“ Alexandra og Björn eru trúlofuð og fögnuðu trúlofuninni í Los Angeles. Þau bjuggu þar saman í fjögur ár en fluttu til New York síðasta vetur.Aðsend Borðar hádegismat á 72. hæð Skrifstofa Spotify í New York er í 4 World Trade Center, sem er ein af byggingunum sem voru byggðar eftir að tvíburaturnarnir féllu. „Spotify á þrettán efstu hæðirnar, skrifstofan mín á hæð 66 og mötuneytið á hæð 72. Það er algjörlega klikkað útsýni og ég horfi beint niður á minnisvarðann fyrir 11. september sem getur stundið verið svolítið skrýtin tilfinning. Það eru svo ekkert nema turnar í kringum mann og svo sér fólk í öðrum turnum í sínum störfum. Skrifstofurnar hjá Spotify eru trylltar, ég fer inn tvisvar í viku en langar að fara oftar bara því þetta er svo geggjað og það er einhver tryllt orka þarna. Þegar ég er uppi á skrifstofu er líka svo létt fara eitthvað eftir vinnu, til dæmis að hitta vinkonur í drykk. Þegar maður kemur sér út fer maður meira á vapp.“ View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) „Langt síðan ég hef þurft að byrja upp á nýtt“ Aðspurð hvort hún finni fyrir einmanaleika í stórborginni segir Alexandra: „Ég er náttúrulega rosalega heppin að vera ekki ein og vera með Bjössa. En auðvitað kemur alveg fyrir að maður verði einmana, við erum náttúrulega mjög ný í þessari borg. Um daginn fór Bjössi í golf með vinum sínum á sunnudegi, það var geðveikt fallegt veður og út um gluggann heima sá ég fullt af fólki úti saman að hafa gaman og ég hugsaði vá, ég get ekki hringt í neinn, ég er ekki enn kominn þangað. Það er langt síðan ég hef þurft að byrja upp á nýtt. Sérstaklega því beint fyrir framan mann út um gluggann var svo mikið af vinum saman að gera sér glaðan dag. Maður er náttúrulega bara að vinna í því. Við erum búin að hitta fullt af Íslendingum sem er mjög skemmtilegt og svo er ég að kynnast fólki í gegnum vinnuna. En ég bý í Brooklyn og á til dæmis vinkonu sem býr einum og hálfum tíma frá. Þannig að það er svolítið erfitt að taka skyndiákvörðun að hittast.“ Alexandra og Bjössi fluttu saman á austurströndina eftir sólrík ár í LA.Aðsend Sjálfstraustið án efa orðið betra Alexandra hefur sannarlega átt viðburðaríka og ævintýralega ævi sem hefur krafist þess af henni að hún sé með breitt bak. „Ég hef alltaf verið svolítið lítil í mér og þurft að ögra mér. Ég lærði það fljótt hjá NPR að ég þarf að vera með breitt bak. Við vorum með ýmsa þekkta einstaklinga í viðtölum sem voru allir með svakalegar maskínur á bak við sig. Maður lenti alveg oft í því að það var einhver að öskra mann. Við fengum leik- og söngkonuna Mandy Moore einhvern tíma í viðtal og fyrrverandi eiginmaður hennar hafði verið umdeildur, ég man ekki nákvæmlega hvað það var en teymið hennar var búið að segja að það mætti ekki minnast á hann. Madelina tekur svo viðtalið og þær ná mjög vel saman þannig að hún ákveður að spyrja. Mandy tekur ekkert illa í það og svarar. Eftir viðtalið hringir PR fulltrúi Mandy í mig öskureiður. Ég er svona týpa að þegar einhver öskrar á mig þá fer ég að gráta. En þarna get ég það ekkert. Maður þarf að vera yfirvegaður og snöggur að svara og finna lausnir. Sjálfstraustið hefur án efa orðið betra. Sérstaklega hér í New York þar sem fólk er aðeins beittara, það segir það sem því finnst og þú mátt ekki taka því persónulega. Ég hef þurft að læra af því og mér finnst það geggjað því ég hef gott af því. Sjálfstraustið skiptir svo ótrúlega miklu máli, sérstaklega ef þú ætlar að vinna svona vinnu.“ Alexandra segir að sjálfstraustið hafi eflst frá því hún byrjaði hjá KCRW en þar lærði hún heilmikið.Aðsend Sér fyrir sér að enda á Íslandi Alexandra hefur alltaf haldið góðri tengingu við Ísland. „Þegar ég flutti fyrst út til LA byrjaði ég að vera virkari á samfélagsmiðlum og sagði alltaf við vini mína og fólkið mitt að það mætti alls ekki gleyma mér. Ég var dugleg að senda vinum mínum bloggsíðufærslur fyrst þar sem ég var að deila dögunum mínum og vildi alltaf fá að heyra frá öllu sem var að frétta heima. Mér finnst rosalega mikilvægt að fá að vera inn í kúltúrnum á Íslandi. Ég er búin að tala um LA en mér finnst rosalega mikilvægt að eiga samastað heima og fá að vera hluti af því sem er að gerast. Mín tilfinning er líka að það getur verið auðvelt að detta smá út. Ég hef séð það gerast að fólk flytur út og verður eftir, það er auðvitað svo mikill hraði á öllu. Ég hef alltaf passað upp á að koma heim á hverju ári og vera dugleg að heyra í vinkonum mínum og rækta vinskapinn. Ég sé alveg fyrir mér að við Bjössi endum hér á Íslandi og það skiptir miklu máli að vera með samfélag í kringum sig sem er til í að taka á móti manni,“ segir Alexandra að lokum.
Íslendingar erlendis Spotify Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira