Southgate hefur sagt upp störfum Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 10:07 Gareth Southgate stýrði enska landsliðinu frá 2016. Richard Sellers/Getty Images Tveimur dögum eftir að hafa tapað úrslitaleik Evrópumótsins í annað sinn hefur Gareth Southgate sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Southgate tók við enska landsliðinu haustið 2016 af Sam Allardyce sem var ráðinn til tveggja ára eftir að Roy Hodgson var látinn fara fyrr um sumarið þegar England féll úr leik í 16-liða úrslitum EM gegn Íslandi. Stóri Sam sagði hins vegar af sér eftir aðeins 67 daga í starfi og Southgate var kallaður til eftir að hafa náð góðum árangri með u21 árs landsliðið. HM 2018 í Rússlandi var fyrsta stórmót Englendinga undir hans stjórn, þar fór liðið alla leið í undanúrslit og vann loks vítaspyrnukeppni (í 16-liða úrslitum gegn Kólumbíu) eftir að hafa fallið úr leik eftir vítaspyrnukeppni á þremur heimsmeistaramótum í röð. Á síðustu tveimur Evrópumótum hefur England farið alla leið í úrslit en tapað í bæði skipti. Á heimavelli 2020/21 gegn Ítalíu og nú síðasta sunnudag gegn Spáni. Southgate fór fáum orðum um framtíðina eftir tapið á sunnudag og sagðist bara þurfa að eiga samræður við sitt fólk áður en ákvörðun yrði tekin. Ákvörðunin var svo tilkynnt af enska knattspyrnusambandinu rétt í þessu og Southgate skrifaði kveðju til stuðningsmanna. After 102 games and almost eight years in charge, Gareth Southgate has announced he is to leave his role as manager of the #ThreeLions.— England (@England) July 16, 2024 „Sem stoltur Englendingur hefur það verið minn mesti heiður að spila fyrir og þjálfa enska landsliðið. Þetta hefur þýtt mikið fyrir mig og ég hef lagt mig allan fram. En nú er kominn tími á breytingar, nýjan kafla… Ég er og verð alltaf aðdáandi enska landsliðsins. Ég hlakka til að horfa og fagna því þegar liðið heldur áfram að skapa minningar fyrir þjóðina, tengja hana tilfinningaböndum og veita henni innblástur – eins og við vitum að það getur. Takk England, fyrir allt saman,“ var meðal þess sem Southgate skrifaði í kveðjunni. Fréttin hefur verið uppfærð. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30 Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Southgate tók við enska landsliðinu haustið 2016 af Sam Allardyce sem var ráðinn til tveggja ára eftir að Roy Hodgson var látinn fara fyrr um sumarið þegar England féll úr leik í 16-liða úrslitum EM gegn Íslandi. Stóri Sam sagði hins vegar af sér eftir aðeins 67 daga í starfi og Southgate var kallaður til eftir að hafa náð góðum árangri með u21 árs landsliðið. HM 2018 í Rússlandi var fyrsta stórmót Englendinga undir hans stjórn, þar fór liðið alla leið í undanúrslit og vann loks vítaspyrnukeppni (í 16-liða úrslitum gegn Kólumbíu) eftir að hafa fallið úr leik eftir vítaspyrnukeppni á þremur heimsmeistaramótum í röð. Á síðustu tveimur Evrópumótum hefur England farið alla leið í úrslit en tapað í bæði skipti. Á heimavelli 2020/21 gegn Ítalíu og nú síðasta sunnudag gegn Spáni. Southgate fór fáum orðum um framtíðina eftir tapið á sunnudag og sagðist bara þurfa að eiga samræður við sitt fólk áður en ákvörðun yrði tekin. Ákvörðunin var svo tilkynnt af enska knattspyrnusambandinu rétt í þessu og Southgate skrifaði kveðju til stuðningsmanna. After 102 games and almost eight years in charge, Gareth Southgate has announced he is to leave his role as manager of the #ThreeLions.— England (@England) July 16, 2024 „Sem stoltur Englendingur hefur það verið minn mesti heiður að spila fyrir og þjálfa enska landsliðið. Þetta hefur þýtt mikið fyrir mig og ég hef lagt mig allan fram. En nú er kominn tími á breytingar, nýjan kafla… Ég er og verð alltaf aðdáandi enska landsliðsins. Ég hlakka til að horfa og fagna því þegar liðið heldur áfram að skapa minningar fyrir þjóðina, tengja hana tilfinningaböndum og veita henni innblástur – eins og við vitum að það getur. Takk England, fyrir allt saman,“ var meðal þess sem Southgate skrifaði í kveðjunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30 Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
„Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30
Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30