FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2024 16:31 Skjáskot af myndbandi Enzo þar sem þeir argentínsku sungu rasíska söngva um hörunddökka leikmenn Frakka. Samsett/Skjáskot/Getty Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. Söngvar landsliðsmanna voru birtir af samfélagsmiðlum en þeir sátu saman í rútu eftir að hafa unnið Suður-Ameríkukeppnina, Copa América, á aðfaranótt mánudags. Enzo Fernández, leikmaður Chelsea, sýndi beint frá söngvunum á Instagram síðu sinni. Chelsea hefur einnig hafið rannsókn og sent frá sér yfirlýsingu þar sem hverskyns mismunun er fordæmd. Fernández sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöld á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann biðst afsökunar. Söngvunum var beint að hörunddökkum leikmönnum franska landsliðsins og vísað uppruna þeirra til Afríku – þeir væru í raun ekki franskir. Afsökunarbeiðnin sem Enzo Fernandez birti á Instagram í gærkvöld.Skjáskot/Instagram Frakkar og Argentínumenn hafa eldað saman grátt silfur á síðustu heimsmeistaramótum. Frakkar slógu Argentínumenn út á HM 2018 en þeir argentínsku unnu Frakka í úrslitum á HM í Katar. Fjölmargir franskir leikmenn hafa tekið illa í söngvana, þar á meðal samherjar Fernández hjá Chelsea sem hættu að fylgja honum á samfélagsmiðlum. Wesley Fofana fordæmdi liðsfélaga sinn á samfélagsmiðlinum X. FIFA greindi frá því í morgun að rannsókn væri hafin hjá sambandinu. „FIFA er meðvitað um myndskeið í dreifingu á samfélagsmiðlum og atvikið er til skoðunar,“ er haft eftir talsmanni FIFA. „FIFA fordæmir hverskyns mismunun, sama úr hvaða átt, hvort sem er frá leikmönnum, stuðningsmönnum eða starfsfólki.“ FIFA Copa América Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Söngvar landsliðsmanna voru birtir af samfélagsmiðlum en þeir sátu saman í rútu eftir að hafa unnið Suður-Ameríkukeppnina, Copa América, á aðfaranótt mánudags. Enzo Fernández, leikmaður Chelsea, sýndi beint frá söngvunum á Instagram síðu sinni. Chelsea hefur einnig hafið rannsókn og sent frá sér yfirlýsingu þar sem hverskyns mismunun er fordæmd. Fernández sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöld á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann biðst afsökunar. Söngvunum var beint að hörunddökkum leikmönnum franska landsliðsins og vísað uppruna þeirra til Afríku – þeir væru í raun ekki franskir. Afsökunarbeiðnin sem Enzo Fernandez birti á Instagram í gærkvöld.Skjáskot/Instagram Frakkar og Argentínumenn hafa eldað saman grátt silfur á síðustu heimsmeistaramótum. Frakkar slógu Argentínumenn út á HM 2018 en þeir argentínsku unnu Frakka í úrslitum á HM í Katar. Fjölmargir franskir leikmenn hafa tekið illa í söngvana, þar á meðal samherjar Fernández hjá Chelsea sem hættu að fylgja honum á samfélagsmiðlum. Wesley Fofana fordæmdi liðsfélaga sinn á samfélagsmiðlinum X. FIFA greindi frá því í morgun að rannsókn væri hafin hjá sambandinu. „FIFA er meðvitað um myndskeið í dreifingu á samfélagsmiðlum og atvikið er til skoðunar,“ er haft eftir talsmanni FIFA. „FIFA fordæmir hverskyns mismunun, sama úr hvaða átt, hvort sem er frá leikmönnum, stuðningsmönnum eða starfsfólki.“
FIFA Copa América Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira