FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2024 16:31 Skjáskot af myndbandi Enzo þar sem þeir argentínsku sungu rasíska söngva um hörunddökka leikmenn Frakka. Samsett/Skjáskot/Getty Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. Söngvar landsliðsmanna voru birtir af samfélagsmiðlum en þeir sátu saman í rútu eftir að hafa unnið Suður-Ameríkukeppnina, Copa América, á aðfaranótt mánudags. Enzo Fernández, leikmaður Chelsea, sýndi beint frá söngvunum á Instagram síðu sinni. Chelsea hefur einnig hafið rannsókn og sent frá sér yfirlýsingu þar sem hverskyns mismunun er fordæmd. Fernández sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöld á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann biðst afsökunar. Söngvunum var beint að hörunddökkum leikmönnum franska landsliðsins og vísað uppruna þeirra til Afríku – þeir væru í raun ekki franskir. Afsökunarbeiðnin sem Enzo Fernandez birti á Instagram í gærkvöld.Skjáskot/Instagram Frakkar og Argentínumenn hafa eldað saman grátt silfur á síðustu heimsmeistaramótum. Frakkar slógu Argentínumenn út á HM 2018 en þeir argentínsku unnu Frakka í úrslitum á HM í Katar. Fjölmargir franskir leikmenn hafa tekið illa í söngvana, þar á meðal samherjar Fernández hjá Chelsea sem hættu að fylgja honum á samfélagsmiðlum. Wesley Fofana fordæmdi liðsfélaga sinn á samfélagsmiðlinum X. FIFA greindi frá því í morgun að rannsókn væri hafin hjá sambandinu. „FIFA er meðvitað um myndskeið í dreifingu á samfélagsmiðlum og atvikið er til skoðunar,“ er haft eftir talsmanni FIFA. „FIFA fordæmir hverskyns mismunun, sama úr hvaða átt, hvort sem er frá leikmönnum, stuðningsmönnum eða starfsfólki.“ FIFA Copa América Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Söngvar landsliðsmanna voru birtir af samfélagsmiðlum en þeir sátu saman í rútu eftir að hafa unnið Suður-Ameríkukeppnina, Copa América, á aðfaranótt mánudags. Enzo Fernández, leikmaður Chelsea, sýndi beint frá söngvunum á Instagram síðu sinni. Chelsea hefur einnig hafið rannsókn og sent frá sér yfirlýsingu þar sem hverskyns mismunun er fordæmd. Fernández sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöld á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann biðst afsökunar. Söngvunum var beint að hörunddökkum leikmönnum franska landsliðsins og vísað uppruna þeirra til Afríku – þeir væru í raun ekki franskir. Afsökunarbeiðnin sem Enzo Fernandez birti á Instagram í gærkvöld.Skjáskot/Instagram Frakkar og Argentínumenn hafa eldað saman grátt silfur á síðustu heimsmeistaramótum. Frakkar slógu Argentínumenn út á HM 2018 en þeir argentínsku unnu Frakka í úrslitum á HM í Katar. Fjölmargir franskir leikmenn hafa tekið illa í söngvana, þar á meðal samherjar Fernández hjá Chelsea sem hættu að fylgja honum á samfélagsmiðlum. Wesley Fofana fordæmdi liðsfélaga sinn á samfélagsmiðlinum X. FIFA greindi frá því í morgun að rannsókn væri hafin hjá sambandinu. „FIFA er meðvitað um myndskeið í dreifingu á samfélagsmiðlum og atvikið er til skoðunar,“ er haft eftir talsmanni FIFA. „FIFA fordæmir hverskyns mismunun, sama úr hvaða átt, hvort sem er frá leikmönnum, stuðningsmönnum eða starfsfólki.“
FIFA Copa América Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira