Fótbolti

Ís­land niður um eitt sæti á FIFA listanum þrátt fyrir sigur á Eng­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar sigurmarkinu á móti Englandi.
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar sigurmarkinu á móti Englandi. Getty/Richard Pelham

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 71. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var gefinn út í dag.

Íslenska liðið dettur niður um eitt sæti á listanum þrátt fyrir að hafa unnið enska landsliðið fyrir EM. Liðið tapaði síðan fyrir Hollandi í leiknum á eftir.

Ísland missir upp fyrir sig spútniklið Georgíumanna frá Evrópumótinu í Þýskalandi. Georgía hækkar sig um fjögur sæti.

Íslenska karlalandsliðið var í 72. sæti í apríl og í 73. sætinu í febrúar.

Heimsmeistarar Argentínu eru áfram í efsta sætinu en Evrópumeistarar Spánverja hækka sig um fimm sæti og komast upp í þriðja sætið. Frakkar eru í öðru sætinu.

Englendingar komust upp fyrir Brasilíu og Belgíu og eru nú í fjórða sæti.

Írland hækkar sig um tvö sæti á listanum og upp í 58. sæti en Heimir Hallgrímsson er nýtekinn við liðinu. Jamaíka, gamla lið Heimis, lækkar sig aftur á móti um sex sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×