Haukur gekk til liðs við Kielce 2020 og varð þrisvar sinnum pólskur meistari með liðinu.
Selfyssingurinn glímdi hins vegar við erfið meiðsli á tíma sínum hjá Kielce og sleit meðal annars krossband í hné í tvígang.
Haukur spilaði hins vegar mikið á síðasta tímabili og lék meðal annars með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í janúar.
Haukur er fyrsti Íslendingurinn sem leikur með Dinamo Búkarest sem hefur orðið rúmenskur meistari átta sinnum í röð. Liðið tekur þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.