Rekinn fyrir að biðja Messi um að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 13:31 Javier Milei er forseti Argentínu og hann kom Lionel Messi til varnar. EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI Rasistasöngur argentínska landsliðsmannsins Enzo Fernandes og liðsfélaga hans eftir sigur Argentínu í Suðurameríkukeppninni var fordæmdur víða um heim en aðstoðaráðherra íþróttamála í Argentínu kemur einna verst út úr málinu. Hluti argentínska landsliðsins söng rasistasöngva um franska landsliðsmenn eftir að Argentínumenn unnu sitt þriðja stórmót í röð. Myndband af öllu saman var tekið upp af Chelsea manninum Enzo Fernandes og sett á Instagram. Fullt af liðsfélögum Fernandes hjá Chelsea tóku mjög illa í þetta og leikmaðurinn hefur beðist afsökunar. Það var samt ekki nóg að mati Julio Garro, aðstoðarmanns Íþróttamálaráðherra Argentínu. 🚨💣💥| Argentina President Javier Milei has fired the Argentina Undersecretary of Sports Julio Garro who demanded an apology from Captain Lionel Messi for the actions of Enzo Fernandez. The statement quotes: “No one tells the World Champion What to think, what to do or What to… pic.twitter.com/14QuQHOyTz— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) July 18, 2024 Garro vildi fá afsökunarbeiðni frá sjálfum Lionel Messi, sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. „Fyrirliði landsliðsins verður líka að biðjast afsökunar í þessu máli. Það sama á við um forseta argentínska sambandsins. Ég tel að það sé við hæfi því annars komum við illa út,“ sagði Garro. Stjórnvöld í Argentínu voru allt annað en sátt með þessa beiðni og Javier Milei, forseti Argentínu, tjáði sig um hana á samfélagsmiðlinum X. „Forsetaskrifstofan vill koma því á framfæri að stjórnvöld taka ekki ákvörðun fyrir hönd knattspyrnusambands Argentínu eða ákveða hvað heimsmeistari á að hugsa, segja eða gera. Hvorki hann né nokkur borgari þessa lands. Vegna þessa þá er Julio Garro ekki lengur aðstoðarráðherra íþróttamála,“ skrifaði Javier Milei á X. Garro tók við stöðunni í mars á þessu ári og var því rekinn eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Hann hefur beðist afsökunar á yfirlýsingu sinni en sagði jafnframt að hann komi alltaf þeim til varnar sem verði fyrir einhvers konar mismunun. Argentine President Javier Milei decided to dismiss Undersecretary of Sports Julio Garro, who demanded an apology from Captain Lionel Messi for Enzo Fernandez's actions.The statement reads: "No one tells the World Champion what to think, what to do, or what to say." pic.twitter.com/01FprekJao— The FTBL Index 🎙 ⚽ (@TheFTBLIndex) July 18, 2024 Copa América Tengdar fréttir FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31 Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Hluti argentínska landsliðsins söng rasistasöngva um franska landsliðsmenn eftir að Argentínumenn unnu sitt þriðja stórmót í röð. Myndband af öllu saman var tekið upp af Chelsea manninum Enzo Fernandes og sett á Instagram. Fullt af liðsfélögum Fernandes hjá Chelsea tóku mjög illa í þetta og leikmaðurinn hefur beðist afsökunar. Það var samt ekki nóg að mati Julio Garro, aðstoðarmanns Íþróttamálaráðherra Argentínu. 🚨💣💥| Argentina President Javier Milei has fired the Argentina Undersecretary of Sports Julio Garro who demanded an apology from Captain Lionel Messi for the actions of Enzo Fernandez. The statement quotes: “No one tells the World Champion What to think, what to do or What to… pic.twitter.com/14QuQHOyTz— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) July 18, 2024 Garro vildi fá afsökunarbeiðni frá sjálfum Lionel Messi, sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. „Fyrirliði landsliðsins verður líka að biðjast afsökunar í þessu máli. Það sama á við um forseta argentínska sambandsins. Ég tel að það sé við hæfi því annars komum við illa út,“ sagði Garro. Stjórnvöld í Argentínu voru allt annað en sátt með þessa beiðni og Javier Milei, forseti Argentínu, tjáði sig um hana á samfélagsmiðlinum X. „Forsetaskrifstofan vill koma því á framfæri að stjórnvöld taka ekki ákvörðun fyrir hönd knattspyrnusambands Argentínu eða ákveða hvað heimsmeistari á að hugsa, segja eða gera. Hvorki hann né nokkur borgari þessa lands. Vegna þessa þá er Julio Garro ekki lengur aðstoðarráðherra íþróttamála,“ skrifaði Javier Milei á X. Garro tók við stöðunni í mars á þessu ári og var því rekinn eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Hann hefur beðist afsökunar á yfirlýsingu sinni en sagði jafnframt að hann komi alltaf þeim til varnar sem verði fyrir einhvers konar mismunun. Argentine President Javier Milei decided to dismiss Undersecretary of Sports Julio Garro, who demanded an apology from Captain Lionel Messi for Enzo Fernandez's actions.The statement reads: "No one tells the World Champion what to think, what to do, or what to say." pic.twitter.com/01FprekJao— The FTBL Index 🎙 ⚽ (@TheFTBLIndex) July 18, 2024
Copa América Tengdar fréttir FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31 Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31
Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45