Hulda Clara og Aron Snær Íslandsmeistarar í golfi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2024 23:02 Íslandsmeistarar í annað sinn, bæði tvö. Aron og Hulda urðu einnig meistarar 2021. Golf.is/Seth Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi 2024 en þau eru bæði í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021. Íslandsmótið kláraðist á Hólmsvelli í Leiru í dag. Lokadagurinn var einkar spennandi en Aron Snær lék á 14 höggum undir pari vallar á keppnisdögunum fjórum. Þar með setti hann nýtt mótsmet. Aron Emil Gunnarsson, GOS, varð annar á tólf höggum undir pari. Jafnir í þriðja sæti voru Böðvar Bragi Pálsson, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á níu höggum undir pari. Alls léku 15 kylfingar samtals undir pari vallar. Aron Emil fékk Björgvinsskálina fyrir framgang sinn á mótinu en hana hlýtur sá áhugakylfingur sem nær bestu skori. Hulda með bikarinn.Golf.is/Seth Hulda Clara lék á 289 höggum eða fimm höggum yfir pari vallar og varð Íslandsmeistari í annað sinn. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var á einu höggi á eftir, og Andrea Björg Bergsdóttir, GKG, varð þriðja. Hulda Clara fékk Guðfinnubikarinn, sem var veittur í fyrsta sinn, þeim áhugakylfingi sem leikur á besta skorinu í kvennaflokki. Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Íslandsmótið kláraðist á Hólmsvelli í Leiru í dag. Lokadagurinn var einkar spennandi en Aron Snær lék á 14 höggum undir pari vallar á keppnisdögunum fjórum. Þar með setti hann nýtt mótsmet. Aron Emil Gunnarsson, GOS, varð annar á tólf höggum undir pari. Jafnir í þriðja sæti voru Böðvar Bragi Pálsson, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á níu höggum undir pari. Alls léku 15 kylfingar samtals undir pari vallar. Aron Emil fékk Björgvinsskálina fyrir framgang sinn á mótinu en hana hlýtur sá áhugakylfingur sem nær bestu skori. Hulda með bikarinn.Golf.is/Seth Hulda Clara lék á 289 höggum eða fimm höggum yfir pari vallar og varð Íslandsmeistari í annað sinn. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var á einu höggi á eftir, og Andrea Björg Bergsdóttir, GKG, varð þriðja. Hulda Clara fékk Guðfinnubikarinn, sem var veittur í fyrsta sinn, þeim áhugakylfingi sem leikur á besta skorinu í kvennaflokki.
Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira