Fá hundrað milljónir til að þróa gervigreind Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2024 12:19 Frá stofnfundi rannsóknarverkefnisins i höfuðstöðvum EUROCONTROL í Brussel sem haldinn var í júní en fulltrúar Tern Systems á fundinum voru þau Urszula Kasperska, Hólmfríður Elvarsdóttir og Gunnar Magnússon. Tern systems Tern Systems hefur hlotið styrk að upphæð 637.000 evrur úr SESAR rannóknar- og nýsköpunarsjóðnum, sem er hluti af Horizon styrkjasjóði Evrópusambandsins. SESAR, Single European Sky ATM Research, verkefnið miðar að því að nútímavæða og samræma flugumferðarstjórnunarkerfi, ATM, um alla Evrópu og er ætlað að takast á við áskoranir sem fylgja aukinni flugumferð, með því að þróa nýstárlega tækni og ferla fyrir skilvirkari og sjálfbærari flugsamgöngur. Í fréttatilkynningu um styrkveitinguna segir að Tern Systems hafi hlotið styrkinn til rannsókna og þróunar á sviði gervigreindar en markmið rannsóknarverkefnisins sé að þróa gervigreindarlausn til að auka öryggi stjórnunar á flugumferð. Gervigreind aðstoðar flugumferðarstjóra Verkefnið sem hlotið hefur nafnið AWARE gangi út á að þróa gervigreindarhugbúnað sem búi yfir ástandsvitund og aðstoði flugumferðastjórann með því að koma með tillögur að aðgerðum eða með því að leysa fyrir hann einföld verkefni. Þetta geri flugumferðastjóranum kleift að takast á við mjög flókin verkefni en á sama tíma minnka vinnuálag. Samstarfsaðilar Tern Systems í rannsóknarverkefninu séu Háskólinn í Zagreb, Alþjóðasamband samtaka flugumferðarstjóra (IFATCA), Sænska flugleiðsöguþjónustan (LFV), SLOT Consulting frá Ungverjalandi, Úkraínska flugleiðsöguþjónustan (UkSATSE), Tækniháskólinn í Madríd, Háskólinn í Linz og Tækniháskólinn í Zurich. Mikið ánægjuefni „Það er mikið ánægjuefni og viðurkenning fyrir okkur hjá Tern Systems að hljóta þennan styrk úr SESAR rannsóknar- og nýsköpunarsjóðnum. Stefna Tern Systems er að stuðla að öryggi og hagkvæmni í flugumferðarstjórn með framsýni og nýsköpun að leiðarljósi og mun styrkurinn gera okkur kleift að setja enn meiri kraft í rannsóknar og þróunarstarf fyrirtækisins,“ er haft eftir Magnúsi Má Þórðarsyni, framkvæmdastjóri Tern Systems. Gervigreind Nýsköpun Fréttir af flugi Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Í fréttatilkynningu um styrkveitinguna segir að Tern Systems hafi hlotið styrkinn til rannsókna og þróunar á sviði gervigreindar en markmið rannsóknarverkefnisins sé að þróa gervigreindarlausn til að auka öryggi stjórnunar á flugumferð. Gervigreind aðstoðar flugumferðarstjóra Verkefnið sem hlotið hefur nafnið AWARE gangi út á að þróa gervigreindarhugbúnað sem búi yfir ástandsvitund og aðstoði flugumferðastjórann með því að koma með tillögur að aðgerðum eða með því að leysa fyrir hann einföld verkefni. Þetta geri flugumferðastjóranum kleift að takast á við mjög flókin verkefni en á sama tíma minnka vinnuálag. Samstarfsaðilar Tern Systems í rannsóknarverkefninu séu Háskólinn í Zagreb, Alþjóðasamband samtaka flugumferðarstjóra (IFATCA), Sænska flugleiðsöguþjónustan (LFV), SLOT Consulting frá Ungverjalandi, Úkraínska flugleiðsöguþjónustan (UkSATSE), Tækniháskólinn í Madríd, Háskólinn í Linz og Tækniháskólinn í Zurich. Mikið ánægjuefni „Það er mikið ánægjuefni og viðurkenning fyrir okkur hjá Tern Systems að hljóta þennan styrk úr SESAR rannsóknar- og nýsköpunarsjóðnum. Stefna Tern Systems er að stuðla að öryggi og hagkvæmni í flugumferðarstjórn með framsýni og nýsköpun að leiðarljósi og mun styrkurinn gera okkur kleift að setja enn meiri kraft í rannsóknar og þróunarstarf fyrirtækisins,“ er haft eftir Magnúsi Má Þórðarsyni, framkvæmdastjóri Tern Systems.
Gervigreind Nýsköpun Fréttir af flugi Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira