Framkvæmdastjóri Rey Cup: Landsliðskonur hjálpa við að lokka stórliðin Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2024 14:02 Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir hjálpuðu Gunnhildi að lokka stórliðið Bayern Munchen að Rey Cup mótinu í sumar. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir hitaði upp að venju fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna og fékk til sín góðan gest, Gunnhildi Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóra Rey Cup fótboltamótsins. Þær stöllur fóru vel yfir mótið sem fer fram núna um helgina í Laugardalnum, opnunarhátíðin verður í kvöld og spilað verður fram á sunnudag. Bayern München mætir þökk sé landsliðskonum Fjöldi erlendra liða tekur þátt líkt og undanfarin ár, má þar nefna stórlið á borð við West Ham, Arsenal, Brighton, Bayern Munchen og Nordsjælland. „Við leggjum mikið upp úr því að auglýsa mótið erlendis og ná til þessara liða. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hvað landsliðsfólkið er duglegt að hjálpa okkur. Við hefðum aldrei komist í samband við Bayern Munchen nema Cecilía og Glódís hjálpuðu okkur þar,“ sagði Gunnhildur. Skipulagsringulreið sem væri ómöguleg án öflugra sjálfboðaliða Yfir fjögur hundruð leikir fara fram á ellefu leikvöllum um helgina og rúmlega þúsund þátttakendur gista í skólum og félagsmiðstöðvum hverfisins. Mikil undirbúningsvinna hefur farið í skipulagningu mótsins og enn meiri vinna mun vera um helgina við að halda sjálft mótið. Þar leggjast allir Þróttarar á eitt. „Við erum með yfir 400 sjálfboðaliða á mótinu, gríðarlegur fjöldi og við stólum á að Þróttarasamfélagið komi sér saman til að þetta gangi upp. Þetta væri ekki hægt án þeirra og þetta sýnir hversu sterkt samfélagið er. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp og við þurfum að leysa í hvelli en ég er með mjög gott teymi með mér í þessu, það er góð samheldni í Þrótti og það róar mig mjög mikið.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð Þá var að endingu auðvitað farið yfir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna. Gunnhildur er fyrrum leikmaður Þróttar, á að baki 28 leiki í deild og bikar fyrir félagið á fremur stuttum ferli. Umferðin hefst með þremur leikjum í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á föstudag, þar mætir fyrrum lið Gunnhildar Víkingi. 14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir Allir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Umferðin öll verður svo gerð upp í Bestu Mörkunum strax eftir leik á föstudag. Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík ReyCup Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Þær stöllur fóru vel yfir mótið sem fer fram núna um helgina í Laugardalnum, opnunarhátíðin verður í kvöld og spilað verður fram á sunnudag. Bayern München mætir þökk sé landsliðskonum Fjöldi erlendra liða tekur þátt líkt og undanfarin ár, má þar nefna stórlið á borð við West Ham, Arsenal, Brighton, Bayern Munchen og Nordsjælland. „Við leggjum mikið upp úr því að auglýsa mótið erlendis og ná til þessara liða. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hvað landsliðsfólkið er duglegt að hjálpa okkur. Við hefðum aldrei komist í samband við Bayern Munchen nema Cecilía og Glódís hjálpuðu okkur þar,“ sagði Gunnhildur. Skipulagsringulreið sem væri ómöguleg án öflugra sjálfboðaliða Yfir fjögur hundruð leikir fara fram á ellefu leikvöllum um helgina og rúmlega þúsund þátttakendur gista í skólum og félagsmiðstöðvum hverfisins. Mikil undirbúningsvinna hefur farið í skipulagningu mótsins og enn meiri vinna mun vera um helgina við að halda sjálft mótið. Þar leggjast allir Þróttarar á eitt. „Við erum með yfir 400 sjálfboðaliða á mótinu, gríðarlegur fjöldi og við stólum á að Þróttarasamfélagið komi sér saman til að þetta gangi upp. Þetta væri ekki hægt án þeirra og þetta sýnir hversu sterkt samfélagið er. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp og við þurfum að leysa í hvelli en ég er með mjög gott teymi með mér í þessu, það er góð samheldni í Þrótti og það róar mig mjög mikið.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð Þá var að endingu auðvitað farið yfir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna. Gunnhildur er fyrrum leikmaður Þróttar, á að baki 28 leiki í deild og bikar fyrir félagið á fremur stuttum ferli. Umferðin hefst með þremur leikjum í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á föstudag, þar mætir fyrrum lið Gunnhildar Víkingi. 14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir Allir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Umferðin öll verður svo gerð upp í Bestu Mörkunum strax eftir leik á föstudag.
14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík ReyCup Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport