Argentína jafnaði á sextándu mínútu uppbótatímans í fyrsta leik ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 15:11 Soufiane Rahimi, til hægri, fagnar öðru marka sinna með liðsfélaga sínum Bilal el Khannouss. Getty/Tullio M. Puglia Keppni á Ólympíuleikunum í París hófst í dag með tveimur leiknum í knattspyrnu karla þar sem Spánn fagnaði sigri í sínum leik og Argentínumenn náðu jafntefli á móti Marokkó með dramtískum hætti. Marokkómenn komu mikið á óvart í síðustu heimsmeistarakeppni með því að vinna bronsverðlaunin í Katar í desember 2022. Það er greinilega mikil uppsveifla í maróskum fótbolta því lið þeirra var nálægt því að vinna Argentínu í opnunarleik Ólympíuleikanna í dag. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Soufiane Rahimi var hetja Marokkó því hann skoraði bæði mörk liðsins. Fyrst með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og svo úr vítaspyrnu eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Rahimi spilar með Al Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Varamaðurinn Giuliano Simeone minnkaði muninn fyrir Argentínumenn á 68. mínútu og þeir voru síðan í stanslausri stórsókn á lokamínútunum. Jöfnunarmarkið kom þó ekki fyrr en á sextándu mínútu uppbótatímans en fimmtán mínútum hafði verið bætt við. Cristian Medina kom boltanum þá í netið eftir mikla stórskotahríð. Spánn vann 2-1 sigur á Úsbekistan á sama tíma eftir að Úsbekar höfðu náð að jafna metin. Marc Pubill skoraði fyrra mark Spánverja á 29. mínútu en sigurmarkið skoraði Sergio Gomez á 62. mínútu. Eldor Shomurodov hafði jafnað metin úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Spánverjar fengu víti á 59. mínútu en Sergio Gomez lét verja frá sér. Hann bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið aðeins nokkrum mínútum síðar. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Marokkómenn komu mikið á óvart í síðustu heimsmeistarakeppni með því að vinna bronsverðlaunin í Katar í desember 2022. Það er greinilega mikil uppsveifla í maróskum fótbolta því lið þeirra var nálægt því að vinna Argentínu í opnunarleik Ólympíuleikanna í dag. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Soufiane Rahimi var hetja Marokkó því hann skoraði bæði mörk liðsins. Fyrst með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og svo úr vítaspyrnu eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Rahimi spilar með Al Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Varamaðurinn Giuliano Simeone minnkaði muninn fyrir Argentínumenn á 68. mínútu og þeir voru síðan í stanslausri stórsókn á lokamínútunum. Jöfnunarmarkið kom þó ekki fyrr en á sextándu mínútu uppbótatímans en fimmtán mínútum hafði verið bætt við. Cristian Medina kom boltanum þá í netið eftir mikla stórskotahríð. Spánn vann 2-1 sigur á Úsbekistan á sama tíma eftir að Úsbekar höfðu náð að jafna metin. Marc Pubill skoraði fyrra mark Spánverja á 29. mínútu en sigurmarkið skoraði Sergio Gomez á 62. mínútu. Eldor Shomurodov hafði jafnað metin úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Spánverjar fengu víti á 59. mínútu en Sergio Gomez lét verja frá sér. Hann bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið aðeins nokkrum mínútum síðar.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn