Stórstjörnur, hátískufólk og afreks íþróttafólk mætti í fyrirpartý Ólympíuleikanna í gær.SAMSETT/GETTY
Sumarólympíuleikarnir 2024 verða settir með pomp og prakt í dag í París. Tískurisinn Louis Vuitton tók forskot á sæluna og bauð í fyrirpartý fyrir leikana í gær í höfuðstöðvum sínum þar sem stórstjörnur, hátískubransinn og atvinnu íþróttafólk kom saman í sínu alflottasta pússi.
Meðal gesta voru Hollywood leikkonan Zendaya, hjartaknúsarinn Jeremy Allan White, poppstjarnan Rosalia, Vogue drottningin Anna Wintour, tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Pharrell Williams, körfuboltakappinn LeBron James, ofurparið Sophia Bush og Ashlyn Harris og lengi mætti telja.
Þá tók rísandi stjarnan og söngkonan Tyla meðal annars lagið Water klædd í íþróttatreyju úr hönnun Pharrell Williams fyrir Louis Vuitton.
Ástsæli rapparinn Snoop Dogg rokkaði gyllt jakkaföt.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCOfurparið Ashlyn Harris og Sophia Bush. Harris spilaði fótbolta með landsliði Bandaríkjanna lengi vel og Bush er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í sívinsælu sjónvarpsþáttunum One Tree Hill.Pascal Le Segretain/Getty ImagesChris Meledandri, Brian L. Roberts, Steven Spielberg, Donna Langley og Mike Cavanagh í góðum gír en hvítur og blár virðist vinsæll hjá þessum hópi.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCSögulegi leikstjórinn Spike Lee mætti með hattinn í ofurtöff fitti.Kristy Sparow/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCTískuhönnuðurinn Arthur Avellano kom, sá og sigraði ásamt gesti sínum þegar það kom að best klæddu kvöldsins.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCLeikarinn Alan Cumming rokkaði glansandi appelsínugul jakkaföt með sólgleraugu í stíl.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCListamennirnir Salvador Breed og Iris Van Herpen voru meðal best klæddu gestanna.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCLeikkonan og stjarnan Zendaya í glæsilegum svörtum og skínandi síðkjól.Arnold Jerocki/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCLeikarinn og hjartaknúsarinn Jeremy Allen White stílhreinn og smart.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCPoppstjarnan Rosalía brosti breitt í smart bróderuðum kjól.Kristy Sparow/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCLeikkonan Meadow Walker í ofurtöff silfurlituðum partýkjól.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCLeikkonan Yvonne Orji glæsileg með gyllt hálsmen og skikkju.Kristy Sparow/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCFyrirsætan Cindy Bruna gordjöss í grænu.Kristy Sparow/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCLeikkonan og stjórstjarnan Charlize Theron skartaði glæsilegum hvítum kjól við gyllta skó með gyllta tösku.Kristy Sparow/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCHönnuðurinn Mira Mikati var með klæðnaðarkóðann alveg á lás í trylltri dragt með tennisspöðum.Kristy Sparow/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCBaz Luhrmann og Vogue drottningin Anna Wintour skinu skært í denim dressi og blóma galakjól.Kristy Sparow/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCKörfuboltakappinn LeBron James í Louis Vuitton fitti og Nike skóm.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCRísandi stjarnan og söngkonan Tyla steig á stokk í partýinu og tók meðal annars smellinn sinn Water.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCTónlistarmaðurinn, kúltúr kóngurinn og hönnuðurinn Pharrell Williams lét sig að sjálfsögðu ekki vanta en hann sér um herrafatnað tískurisans Louis Vuitton.Kristy Sparow/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCTennisdrottningin Serena Williams smart í dragt og vesti með glæsilega Louis Vuitton tösku.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCTískuprinsinn Ibrahim Kamara skein eins og sólin í trylltum gulum klæðnaði.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCDrottningin Queen Latifah mætti afslöppuð og töff og gaf friðarmerkið.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCLeikarinn Jimmy Akingbola ofurtöff í 70's jakkafötum frá Louis Vuitton.Julien M. Hekimian/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCLeikarinn Omar Sy flottur í dökkbláum jakkafötum með hvítum tölum.Kristy Sparow/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCMoschino kóngurinn Jeremy Scott mætti í gulljakka.Kristy Sparow/Getty Images for LVMH x Vogue x NBCTískuhönnuðurinn Pier Paolo Piccioli í hvítu frá toppi til táar.Kristy Sparow/Getty Images for LVMH x Vogue x NBC