Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2024 12:06 Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi í gærmorgun klukkan 10. Aðsend Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi klukkan tíu í gærmorgun, en þurfti að hætta vegna vinda og öldugangs, eftir að hafa verið í sjónum í um sex klukkustundir. „Veðurspáin rættist ekki, vindar snérust, fóru beint framan í okkur og urðu mjög sterkir. Þannig það var bara tekin ákvörðun um að þetta væri alltof hættulegt, það þurfti bara að stoppa þetta áður en illa færi,“ segir Sigurgeir. „Já það var mjög mikill öldugangur. Konan mín er alltaf á kayak og gefur mér að borða úr honum. Hún þurfti að yfirgefa hann og fara upp í bát út af öldugangi. Öldurnar voru farnar að brotna ofan í sætishólfin hjá þeim,“ segir Sigurgeir. Þegar öldugangurinn hófst hafi hann verið ansi hressilegur. Átti nóg eftir og svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs Sigurgeir segir að það hafi verið mjög svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs, hann hafi átt nóg eftir í tankinum. Sigurgeir brattur í miðju sundi.Aðsend „Ég var náttúrulega orðinn smá þreyttur sko. Ég var farinn að finna svolítið fyrir öxlunum af því að ég þurfti að beita svo svakalegu afli til að komast eitthvað áfram. En ég átti samt helling eftir, veðrið leyfði okkur bara ekki að halda áfram.“ Fjórða langsundið Þetta er í fjórða sinn sem Sigurgeir syndir langsund í sjónum, en hann hefur áður synt frá Vestmannaeyjum til Landeyja, Grettissundið og þvert yfir Kollafjörðinn frá Kjalarnesi yfir í Bryggjuhverfið í Reykjavík. Í öll skiptin hefur hann safnað áheitum fyrir góðgerðarmálefni, en í þetta skiptið er það fyrir börn á Gasa. Ennþá er hægt að heita á Sigurgeir á barnaheill.is. Til stóð að synda 17 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur.Aðsend Hann lætur deigan ekki síga og kveðst ætla reyna aftur við leiðina. „Jájájá ég hætti ekki fyrr en ég er búinn að fara yfir. Hvort sem það verður frá Reykjavík eða Skaganum, þá ætla ég að klára þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósund Reykjavík Akranes Tengdar fréttir Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19 Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Sjá meira
Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi klukkan tíu í gærmorgun, en þurfti að hætta vegna vinda og öldugangs, eftir að hafa verið í sjónum í um sex klukkustundir. „Veðurspáin rættist ekki, vindar snérust, fóru beint framan í okkur og urðu mjög sterkir. Þannig það var bara tekin ákvörðun um að þetta væri alltof hættulegt, það þurfti bara að stoppa þetta áður en illa færi,“ segir Sigurgeir. „Já það var mjög mikill öldugangur. Konan mín er alltaf á kayak og gefur mér að borða úr honum. Hún þurfti að yfirgefa hann og fara upp í bát út af öldugangi. Öldurnar voru farnar að brotna ofan í sætishólfin hjá þeim,“ segir Sigurgeir. Þegar öldugangurinn hófst hafi hann verið ansi hressilegur. Átti nóg eftir og svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs Sigurgeir segir að það hafi verið mjög svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs, hann hafi átt nóg eftir í tankinum. Sigurgeir brattur í miðju sundi.Aðsend „Ég var náttúrulega orðinn smá þreyttur sko. Ég var farinn að finna svolítið fyrir öxlunum af því að ég þurfti að beita svo svakalegu afli til að komast eitthvað áfram. En ég átti samt helling eftir, veðrið leyfði okkur bara ekki að halda áfram.“ Fjórða langsundið Þetta er í fjórða sinn sem Sigurgeir syndir langsund í sjónum, en hann hefur áður synt frá Vestmannaeyjum til Landeyja, Grettissundið og þvert yfir Kollafjörðinn frá Kjalarnesi yfir í Bryggjuhverfið í Reykjavík. Í öll skiptin hefur hann safnað áheitum fyrir góðgerðarmálefni, en í þetta skiptið er það fyrir börn á Gasa. Ennþá er hægt að heita á Sigurgeir á barnaheill.is. Til stóð að synda 17 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur.Aðsend Hann lætur deigan ekki síga og kveðst ætla reyna aftur við leiðina. „Jájájá ég hætti ekki fyrr en ég er búinn að fara yfir. Hvort sem það verður frá Reykjavík eða Skaganum, þá ætla ég að klára þetta,“ segir Sigurgeir.
Sjósund Reykjavík Akranes Tengdar fréttir Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19 Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Sjá meira
Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52
Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19
Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12