Nýjustu vísbendingar bendi til komandi kólnunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2024 20:59 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/vilhelm Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að grundvöllur sé að myndast fyrir minni verðbólgu á næstunni. Þá ályktun dregur hann af nýjustu vísbendingum, svo sem væntingakönnunum, minni ráðningaráformum og minni neyslu. Formenn Verkalýðsfélaga hafa talað á þeim nótum að kjarasamningar séu í hættu í kjölfar þess að tólf mánaða verðbólga fór úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent í vikunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði atvinnulífið hafa brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA gaf lítið fyrir þessar yfirlýsingar. Hinn raunverulegi sökudólgur í verðbólgumælingum sé húsnæðisliðurinn. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir í ágúst. Varðandi verðbólguskotið og þátt húsnæðisliðarins segir hann: „Á ýmsa mælikvarða er ástandið skárra, en verðbætur sýna samt viðvarandi verðbólguþrýsting sem er meiri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Það er ekki síst vegna þess að það hefur haldist betri gangur í hagkerfinu okkar,“ segir Jón Bjarki og nefnir lítið atvinnuleysi og kraft í útflutningsgreinum. Það hafi hins vegar dregið nýlega úr þeim krafti, til dæmis í ferðaþjónustu. Jón Bjarki telur að minni tekjur í útflutningsgreinum muni leiða til kólnunar á húsnæðismarkaði, en einnig vinnumarkaði þegar líður á veturinn. „Það hefur áhrif á launaskrið og í kjölfarið harðnar samkeppnin hjá verslunum og þjónustu þar sem barist er um kúnna með minni fjárráð og neysluvilja. Þetta er að taka lengri tíma en maður vonaði,“ segir Jón Bjarki. Hann er hins vegar bjartsýnn og nefnir nýjar vísbendingar um að það dragi úr verðbólgu. „Væntingakannanir hjá fyrirtækjum og heimilum þar sem svartsýni er að aukast, minni ráðningaáform fyrirtækja, fólk er að plana færri utanlandsferðir, bílakaup og húsakaup en fyrir nokkrum fjórðungum. Kortaveltutölur sömuleiðis. Allt ber þetta að sama brunni, að það sé núna að myndast fastari rætur fyrir þessari kólnun sem Seðlabankinn var að reyna að kalla fram með hækkun vaxta þangað til í ágúst í fyrra.“ Hlusta má á viðtal við Jón Bjarka í heild sinni í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Seðlabankinn Verðlag Íslandsbanki Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Formenn Verkalýðsfélaga hafa talað á þeim nótum að kjarasamningar séu í hættu í kjölfar þess að tólf mánaða verðbólga fór úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent í vikunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði atvinnulífið hafa brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA gaf lítið fyrir þessar yfirlýsingar. Hinn raunverulegi sökudólgur í verðbólgumælingum sé húsnæðisliðurinn. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir í ágúst. Varðandi verðbólguskotið og þátt húsnæðisliðarins segir hann: „Á ýmsa mælikvarða er ástandið skárra, en verðbætur sýna samt viðvarandi verðbólguþrýsting sem er meiri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Það er ekki síst vegna þess að það hefur haldist betri gangur í hagkerfinu okkar,“ segir Jón Bjarki og nefnir lítið atvinnuleysi og kraft í útflutningsgreinum. Það hafi hins vegar dregið nýlega úr þeim krafti, til dæmis í ferðaþjónustu. Jón Bjarki telur að minni tekjur í útflutningsgreinum muni leiða til kólnunar á húsnæðismarkaði, en einnig vinnumarkaði þegar líður á veturinn. „Það hefur áhrif á launaskrið og í kjölfarið harðnar samkeppnin hjá verslunum og þjónustu þar sem barist er um kúnna með minni fjárráð og neysluvilja. Þetta er að taka lengri tíma en maður vonaði,“ segir Jón Bjarki. Hann er hins vegar bjartsýnn og nefnir nýjar vísbendingar um að það dragi úr verðbólgu. „Væntingakannanir hjá fyrirtækjum og heimilum þar sem svartsýni er að aukast, minni ráðningaáform fyrirtækja, fólk er að plana færri utanlandsferðir, bílakaup og húsakaup en fyrir nokkrum fjórðungum. Kortaveltutölur sömuleiðis. Allt ber þetta að sama brunni, að það sé núna að myndast fastari rætur fyrir þessari kólnun sem Seðlabankinn var að reyna að kalla fram með hækkun vaxta þangað til í ágúst í fyrra.“ Hlusta má á viðtal við Jón Bjarka í heild sinni í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan.
Seðlabankinn Verðlag Íslandsbanki Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent