Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 10:00 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, segir að norsk fótboltayfirvöld verði að hlusta meira á stuðningsmenn félaganna. Getty/Mario Wurzburger Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. Fiskibollurnar stoppuðu umræddan leik Rosenborg og Lilleström en á mánudaginn voru það dönsk sætabrauð sem fengu að fljúga inn á völlinn í öðrum leik sem var á milli Vålerenga og Ranheim í norsku b-deildinni. Það þurfti þó bara að stoppa leikinn tímabundið en ekki að flauta leikinn af eins og hjá Rosenborg og Lilleström. Þau þurfa að klára sinn leik seinna fyrir luktum dyrum. Samtök stuðningsmannafélaga í Noregi hafa nú biðlað til stuðningsmanna um að hætta þessum mótmælum en þau hafa þegar borið árangur. Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur viðurkennt að sambandið hafi gert mistök með því að hlusta ekki nóg á stuðningsmennina áður en myndbandsdómgæslan var tekin upp fyrir 2023 tímabilið. „Við viljum frjáls skoðanaskipti í norskum fótbolta sem og í alþjóðlegum fótbolta. Við munum nú gera okkar besta að svara kalli félaganna og stuðningsmannanna,“ sagði Klaveness. Norska sambandið segir frá. Hún boðar vinnuhóp um myndbandsdómgæslu þar sem fá sæti fulltrúar félaga, stuðningsmenn, leikmenn, þjálfarar og dómarar. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum í nóvember um kosti og galla myndbandsdómgæslunnar. Á næsta ársþingi norska sambandsins í mars á næsta ári verður síðan kosið um framtíð VAR í norskum fótbolta. Norski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Fiskibollurnar stoppuðu umræddan leik Rosenborg og Lilleström en á mánudaginn voru það dönsk sætabrauð sem fengu að fljúga inn á völlinn í öðrum leik sem var á milli Vålerenga og Ranheim í norsku b-deildinni. Það þurfti þó bara að stoppa leikinn tímabundið en ekki að flauta leikinn af eins og hjá Rosenborg og Lilleström. Þau þurfa að klára sinn leik seinna fyrir luktum dyrum. Samtök stuðningsmannafélaga í Noregi hafa nú biðlað til stuðningsmanna um að hætta þessum mótmælum en þau hafa þegar borið árangur. Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur viðurkennt að sambandið hafi gert mistök með því að hlusta ekki nóg á stuðningsmennina áður en myndbandsdómgæslan var tekin upp fyrir 2023 tímabilið. „Við viljum frjáls skoðanaskipti í norskum fótbolta sem og í alþjóðlegum fótbolta. Við munum nú gera okkar besta að svara kalli félaganna og stuðningsmannanna,“ sagði Klaveness. Norska sambandið segir frá. Hún boðar vinnuhóp um myndbandsdómgæslu þar sem fá sæti fulltrúar félaga, stuðningsmenn, leikmenn, þjálfarar og dómarar. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum í nóvember um kosti og galla myndbandsdómgæslunnar. Á næsta ársþingi norska sambandsins í mars á næsta ári verður síðan kosið um framtíð VAR í norskum fótbolta.
Norski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira