Það er þó ekki eins og strákurinn hafi mætt fullskapaður inn á fótboltavöllinn. Hann hefur lagt mikið á sig utan vallar til að undirbúa sig fyrir stóra sviðið.
Á stuttum tíma er Yamal orðinn að stórstjörnu í fótboltanum. Áður en hann hélt upp á sautján ára afmælið sitt þá hafði hann komist í úrslitaleik Evrópumótsins með spænska landsliðinu. Hann endaði á því að leggja upp mark í sigri á Englandi í úrslitaleiknum og var valinn besti ungi leikmaður mótsins.
Það tóku allir eftir frábærri tækni, hraða og skilvirkni stráksins þegar hann fékk sitt fyrsta tækifæri með Barcelona á tímabilinu en hann sannaði líka að hann var með skrokkinn í að þola það að spila með fullorðnum karlmönnum á Evrópumótinu í sumar.
Búið í lyftingarsalnum
Það kom þó ekki að sjálfu sér og nú hafa netverjar bent á breytinguna á Lamine Yamal á aðeins nokkrum mánuðum.
Það er augljóst að strákurinn hefur búið í lyftingarsalnum þessa mánuði ef marka má mikla breytingu á Yamal á aðeins nokkrum mánuðum eða frá október 2023 til maí 2024.
Strákurinn hefur náð að byggja upp mikinn vöðvamassa á þessum stutta tíma sem hefur á móti gert hann að enn erfiðari andstæðinga fyrir mótherja Spánverja og Barcelona.
Hér fyrir neðan má sjá myndirnar af Yamal teknar með aðeins nokkurra mánaða millibili.