Draumadagurinn breyttist fljótt í martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 09:30 César Palacios í búningi spænska unglingalandsliðsins. Getty/Seb Daly Einn efnilegasti spænski miðjumaðurinn sleit krossband eftir aðeins fimm mínútur í fyrsta leiknum með Real Madrid. Draumadagur unga knattspyrnumannsins César Palacios breyttist því fljótt í martröð. Hann meiddist illa á hné í fyrsta leik með Real Madrid. Forráðamenn Real óttast nú að þessi nítján ári miðjumaður hafi slitið krossband en hann var staddur með spænska liðinu í æfingaferð í Bandaríkjunum. Í raun var Palacios aðeins búinn að spila í fimm mínútur á Soldier Field í Chicago þegar hann meiddist. Real Madrid tapaði leiknum 1-0 á móti ítalska félaginu AC Milan. Palacios kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Króatann Luka Modric en var síðan tekinn af velli á 52. mínútu og í stað hans kom Álvaro Rodríguez. Rodríguez meiddist síðan sjálfur illa á ökkla og var tekin af velli í lok leiksins. Palacios er einn efnilegasti leikmaður liðsins en Athletic Club sýndi honum mikinn áhuga fyrir nokkrum vikum. Hann er fæddur árið 2004 og hefur skorað sex mörk í tólf leikjum með spænska nítján ára landsliðinu. Hann skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í þrettán leikjum með Real Madrid í unglingameistaradeild UEFA á síðasta tímabili. Nú bíður hans aðgerð og mikil vinna við að koma sér aftur inn á fótboltavöllinn. Real Madrid mætir Barcelona í næsta leik sínum í æfingaferðinni sem er á morgun í New Jersey. Esto sí que me preocupa y me jode: que el chaval César Palacios debutara y a los 6 minutos se lesionara de la rodilla. Porque, además, Ancelotti dijo luego en rueda de prensa que no tenía buena pinta. Espero que no sea grave.pic.twitter.com/oKDXBk0aoQ— Madrid Sports (@MadridSports_) August 1, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Draumadagur unga knattspyrnumannsins César Palacios breyttist því fljótt í martröð. Hann meiddist illa á hné í fyrsta leik með Real Madrid. Forráðamenn Real óttast nú að þessi nítján ári miðjumaður hafi slitið krossband en hann var staddur með spænska liðinu í æfingaferð í Bandaríkjunum. Í raun var Palacios aðeins búinn að spila í fimm mínútur á Soldier Field í Chicago þegar hann meiddist. Real Madrid tapaði leiknum 1-0 á móti ítalska félaginu AC Milan. Palacios kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Króatann Luka Modric en var síðan tekinn af velli á 52. mínútu og í stað hans kom Álvaro Rodríguez. Rodríguez meiddist síðan sjálfur illa á ökkla og var tekin af velli í lok leiksins. Palacios er einn efnilegasti leikmaður liðsins en Athletic Club sýndi honum mikinn áhuga fyrir nokkrum vikum. Hann er fæddur árið 2004 og hefur skorað sex mörk í tólf leikjum með spænska nítján ára landsliðinu. Hann skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í þrettán leikjum með Real Madrid í unglingameistaradeild UEFA á síðasta tímabili. Nú bíður hans aðgerð og mikil vinna við að koma sér aftur inn á fótboltavöllinn. Real Madrid mætir Barcelona í næsta leik sínum í æfingaferðinni sem er á morgun í New Jersey. Esto sí que me preocupa y me jode: que el chaval César Palacios debutara y a los 6 minutos se lesionara de la rodilla. Porque, además, Ancelotti dijo luego en rueda de prensa que no tenía buena pinta. Espero que no sea grave.pic.twitter.com/oKDXBk0aoQ— Madrid Sports (@MadridSports_) August 1, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira