FIFA vill nú fara sáttaleiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 13:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, var mættur á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París. Getty/Pascal Le Segretain Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna. Leikmannasamtökin hótuðu FIFA málsókn vegna of mikils leikjaálags á bestu leikmenn heims en leikjunum virðist alltaf vera að fjölga á dagatalinu. Allt fór í bál og brand eftir að FIFA skipulagði nýja heimsmeistarakeppni félagsliða sem verður jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. The Associated Press hefur nú komist yfir bréf frá FIFA til World Leagues Association, heimssamtaka fótboltadeilda og FIFPRO, samtaka atvinnufótboltamanna, þar sem kemur fram vilji er til að finna lausn. ESPN segir frá. Þar kemur fram að FIFA sé nú opið fyrir því að fara sáttaleiðina og hefja viðræður við samtökin um framtíðarfyrirkomulag á þéttsetnu fótboltadagatali. HM landsliða verður 48 þjóða keppni sumarið 2026, var áður 32 þjóða keppni og heimsmeistarakeppni félagsliða verður nú 32 liða keppni á fjögurra ára fresti. FIFA hefur öll völd þegar kemur að skipulagningu fótboltadagatalsins og það mat margra að sambandið sé löngu hætt að hugsa um leikmennina sjálfa heldur aðeins um eigin gróða. Samtök deilda og atvinnufótboltamann vilja fá að hafa meiri áhrif á skipulag dagatalsins með það að markmiði að létta á álaginu á leikmenn. Þessir fundir um framtíðina gætu verið fyrsta skrefið í þá átt en svo á eftir að koma í ljós hvort FIFA sé alvara með því að gefa eitthvað eftir í þessu máli. Það verða allit að fá eitthvað til að sættir verði og það þýðir að FIFA þarf að gefa eitthvað eftir. FIFA offers talks in legal claims over calendar congestion - ESPN https://t.co/DWjxCHgPh8— AHH (@AHH0880) August 2, 2024 FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Leikmannasamtökin hótuðu FIFA málsókn vegna of mikils leikjaálags á bestu leikmenn heims en leikjunum virðist alltaf vera að fjölga á dagatalinu. Allt fór í bál og brand eftir að FIFA skipulagði nýja heimsmeistarakeppni félagsliða sem verður jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. The Associated Press hefur nú komist yfir bréf frá FIFA til World Leagues Association, heimssamtaka fótboltadeilda og FIFPRO, samtaka atvinnufótboltamanna, þar sem kemur fram vilji er til að finna lausn. ESPN segir frá. Þar kemur fram að FIFA sé nú opið fyrir því að fara sáttaleiðina og hefja viðræður við samtökin um framtíðarfyrirkomulag á þéttsetnu fótboltadagatali. HM landsliða verður 48 þjóða keppni sumarið 2026, var áður 32 þjóða keppni og heimsmeistarakeppni félagsliða verður nú 32 liða keppni á fjögurra ára fresti. FIFA hefur öll völd þegar kemur að skipulagningu fótboltadagatalsins og það mat margra að sambandið sé löngu hætt að hugsa um leikmennina sjálfa heldur aðeins um eigin gróða. Samtök deilda og atvinnufótboltamann vilja fá að hafa meiri áhrif á skipulag dagatalsins með það að markmiði að létta á álaginu á leikmenn. Þessir fundir um framtíðina gætu verið fyrsta skrefið í þá átt en svo á eftir að koma í ljós hvort FIFA sé alvara með því að gefa eitthvað eftir í þessu máli. Það verða allit að fá eitthvað til að sættir verði og það þýðir að FIFA þarf að gefa eitthvað eftir. FIFA offers talks in legal claims over calendar congestion - ESPN https://t.co/DWjxCHgPh8— AHH (@AHH0880) August 2, 2024
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira