„Komin í hóp fullorðnu félaganna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 14:20 Einar Örn Ólafsson, forstjóri félagsins, segir skráningu Play á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. Mynd/Kauphöll Íslands Viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll hófust í morgun. Forstjóri félagsins segir skráningu þess á aðalmarkað vera þroskamerki fyrir félagið. Breytingar verða gerðar á leiðakerfi félagsins í haust sem fela meðal annars í sér fækkun ferða til Ameríku. Fram kom í afkomutilkynningu frá Play í febrúar að undirbúningur við að skrá félagið í Kauphöllina væri hafin. Ráðgert væri að yfirfærslan gæti átt sér stað á fyrri helmingi ársins. Það náðist ekki en skráning flugfélagsins Play á aðalmarkað Kauphallar varð að veruleika í morgun. Félagið hefur verið skráð á First North markaðinn en munurinn á First North og aðalmarkaði liggur meðal annars í regluverkinu, en meiri kröfur eru gerðar til félaga á Aðalmarkað. First North er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum en fyrirtæki á Aðalmarkaði þurfa að hafa að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu og gerð er krafa um dreifðara eignarhald. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir skráningu á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. „Félagið hefur svo sem verið skráð á markað og löngum hagað sér eins og við værum kannski á stærri markaði en First North. En þetta er þó framfaraskref, það eru meiri kröfur gerðar til okkar á aðalmarkaðnum og við erum þá komin í hóp þessara fullorðnu félaga sem eru einmitt á aðalmarkaðnum og erum ekki lengur í þessum byrjunarfasa sem við höfum verið í síðustu þrjú árin. Þannig það má segja að þetta sé einhvers konar þroskamerki,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Skráningu á aðalmarkað fylgi auknar kröfur sem feli í sér aukna vernd fyrir hluthafa. Þá hefur hann væntingar um að þessi skráning verði til þess að fleiri fjárfestar komi að borðinu. „Mögulega eru einhverjir fjárfestar sem ekki hafa viljað eða getað verið með okkur þegar við höfum verið á þessum minni markaði sem að sjá ástæðu til að endurskoða það núna þegar við erum komin á aðalmarkað,“ segir Einar. Fækka ferðum vestur um haf Play tapaði rúmum milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs en Einar Örn segir stöðu flugfélagsins engu að síður trausta. Þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða með það fyrir augum að draga úr rekstrarkostnaði. Meðal annars eru breytingar á leiðakerfi fyrirhugaðar í haust. „Félagið hefur auðvitað verið í vaxtarfasa síðustu árin og nú er komið að aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við erum alltaf að skoða hvaða leiðir ganga best og hvaða leiðir ganga verr hjá okkur. Núna undanfarið höfum við séð töluvert mikið framboð á Atlantshafinu þannig að það sem við höfum ákveðið að gera frá og með haustinu er að draga aðeins úr umsvifum okkar á Atlantshafinu en auka þá frekar umsvifin til sólarlanda eða í áttina að Miðjarðarhafinu. Það er áhersla sem við erum aðeins að breyta,“ segir Einar. „Svo erum við auðvitað alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði við rekstur félagsins og núna þegar hinn öri vöxtur er að nokkru leyti að baki þá hefur gefist talsvert ráðrúm til þess að rýna betur í reksturinn og við erum að ná alls konar kostnaðarliðum niður, færa þá til betri vegar,“ segir Einar. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fram kom í afkomutilkynningu frá Play í febrúar að undirbúningur við að skrá félagið í Kauphöllina væri hafin. Ráðgert væri að yfirfærslan gæti átt sér stað á fyrri helmingi ársins. Það náðist ekki en skráning flugfélagsins Play á aðalmarkað Kauphallar varð að veruleika í morgun. Félagið hefur verið skráð á First North markaðinn en munurinn á First North og aðalmarkaði liggur meðal annars í regluverkinu, en meiri kröfur eru gerðar til félaga á Aðalmarkað. First North er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum en fyrirtæki á Aðalmarkaði þurfa að hafa að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu og gerð er krafa um dreifðara eignarhald. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir skráningu á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. „Félagið hefur svo sem verið skráð á markað og löngum hagað sér eins og við værum kannski á stærri markaði en First North. En þetta er þó framfaraskref, það eru meiri kröfur gerðar til okkar á aðalmarkaðnum og við erum þá komin í hóp þessara fullorðnu félaga sem eru einmitt á aðalmarkaðnum og erum ekki lengur í þessum byrjunarfasa sem við höfum verið í síðustu þrjú árin. Þannig það má segja að þetta sé einhvers konar þroskamerki,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Skráningu á aðalmarkað fylgi auknar kröfur sem feli í sér aukna vernd fyrir hluthafa. Þá hefur hann væntingar um að þessi skráning verði til þess að fleiri fjárfestar komi að borðinu. „Mögulega eru einhverjir fjárfestar sem ekki hafa viljað eða getað verið með okkur þegar við höfum verið á þessum minni markaði sem að sjá ástæðu til að endurskoða það núna þegar við erum komin á aðalmarkað,“ segir Einar. Fækka ferðum vestur um haf Play tapaði rúmum milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs en Einar Örn segir stöðu flugfélagsins engu að síður trausta. Þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða með það fyrir augum að draga úr rekstrarkostnaði. Meðal annars eru breytingar á leiðakerfi fyrirhugaðar í haust. „Félagið hefur auðvitað verið í vaxtarfasa síðustu árin og nú er komið að aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við erum alltaf að skoða hvaða leiðir ganga best og hvaða leiðir ganga verr hjá okkur. Núna undanfarið höfum við séð töluvert mikið framboð á Atlantshafinu þannig að það sem við höfum ákveðið að gera frá og með haustinu er að draga aðeins úr umsvifum okkar á Atlantshafinu en auka þá frekar umsvifin til sólarlanda eða í áttina að Miðjarðarhafinu. Það er áhersla sem við erum aðeins að breyta,“ segir Einar. „Svo erum við auðvitað alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði við rekstur félagsins og núna þegar hinn öri vöxtur er að nokkru leyti að baki þá hefur gefist talsvert ráðrúm til þess að rýna betur í reksturinn og við erum að ná alls konar kostnaðarliðum niður, færa þá til betri vegar,“ segir Einar.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira