Ein af hverjum fimm glímir við átröskun: „Grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. ágúst 2024 09:31 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals í Bestu deild kvenna og starfar samhliða því sem næringarfræðingur hjá Heil Heilsumiðstöð. vísir / ívar Niðurstöður rannsóknar sem alþjóðlegu leikmannasamtökin FifPro standa að leiða í ljós að ein af hverjum fimm atvinnukonum í knattspyrnu glímir við átröskun. Næringarfræðingur segir niðurstöðurnar sláandi. Verkefnastjóri Leikmannasamtakanna berst fyrir auknu fjármagni í íþróttahreyfinguna og kallar eftir íþróttasálfræðingum til starfa hjá öllum félögum. Rannsóknin hófst árið 2019 og stendur yfir í tíu ár. Sú umfangsmesta sinnar tegundar og nú þegar hún er hálfnuð hafa fyrstu niðurstöður verið birtar. Ein af hverjum fimm, sem taka þátt í rannsókninni glímir við átröskun. „Þessar niðurstöður eru náttúrulega bara sláandi þar sem átröskun er grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega og vinna slíkt í samvinnu við fagaðila, bæði sálfræðinga og næringarfræðinga. Birtingarmyndin hjá öllum er bæði líkamleg og andleg. Það sem ég fagna kannski mest við þetta er að við erum að gera rannsóknina og þannig fá þessar niðurstöður til að geta brugðist við og við þurfum að bregðast við. Fólkið sem stendur næst þessu íþróttafólki þarf að upplýsa það og fræða til að við getum hjálpað,“ segir Elísa Viðarsdóttir, knattspyrnukona og næringarfræðingur. Dr. Vincent Gouttebarge er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og starfar í dag sem yfirlæknir Alþjóðlegu Leikmannasamtakanna.fifpro Dr. Vincent Gouttebarge fer fyrir rannsókninni og segir það gríðarlega mikilvægt að innleiða geðheilbrigðisskoðun í læknisskoðanirnar sem lið framkvæma reglulega á leikmönnum sínum. „Það er kominn íþróttasálfræðingur inn í knattspyrnusambandið, sem er hluti af því að gera þetta að afreksteymi. Allir sérfræðingar eru náttúrulega mjög mikilvægir inni í öllum samböndum og ég er búinn að hvetja mikið til þess að hafa íþróttasálfræðinga helst inni í öllum klúbbum líka því þetta skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Sif Atladóttir, verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Elísa og Sif eiga báðar fjölda landsleikja að baki.vísir / fotojet Hún segir jafnframt að íþróttasálfræðingar séu mikilvægir í öllu afreksstarfi, burt séð frá átröskun, og kallar eftir meira fjármagni í íþróttahreyfinguna. „Burt séð frá bara næringunni, álagið að spila á afreksstigi er rosalega mikil, þannig að öll sérfræðiþekking innanborðs þar sem auðvelt aðgengi er að henni skiptir ofboðslega miklu máli. Þá komum við alltaf að þessu pólitíska, við verðum að fá aðeins meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna til að veita okkar íþróttafólki bestu mögulegu eiginleikana til að ná sínu besta fram.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Rannsóknin hófst árið 2019 og stendur yfir í tíu ár. Sú umfangsmesta sinnar tegundar og nú þegar hún er hálfnuð hafa fyrstu niðurstöður verið birtar. Ein af hverjum fimm, sem taka þátt í rannsókninni glímir við átröskun. „Þessar niðurstöður eru náttúrulega bara sláandi þar sem átröskun er grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega og vinna slíkt í samvinnu við fagaðila, bæði sálfræðinga og næringarfræðinga. Birtingarmyndin hjá öllum er bæði líkamleg og andleg. Það sem ég fagna kannski mest við þetta er að við erum að gera rannsóknina og þannig fá þessar niðurstöður til að geta brugðist við og við þurfum að bregðast við. Fólkið sem stendur næst þessu íþróttafólki þarf að upplýsa það og fræða til að við getum hjálpað,“ segir Elísa Viðarsdóttir, knattspyrnukona og næringarfræðingur. Dr. Vincent Gouttebarge er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og starfar í dag sem yfirlæknir Alþjóðlegu Leikmannasamtakanna.fifpro Dr. Vincent Gouttebarge fer fyrir rannsókninni og segir það gríðarlega mikilvægt að innleiða geðheilbrigðisskoðun í læknisskoðanirnar sem lið framkvæma reglulega á leikmönnum sínum. „Það er kominn íþróttasálfræðingur inn í knattspyrnusambandið, sem er hluti af því að gera þetta að afreksteymi. Allir sérfræðingar eru náttúrulega mjög mikilvægir inni í öllum samböndum og ég er búinn að hvetja mikið til þess að hafa íþróttasálfræðinga helst inni í öllum klúbbum líka því þetta skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Sif Atladóttir, verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Elísa og Sif eiga báðar fjölda landsleikja að baki.vísir / fotojet Hún segir jafnframt að íþróttasálfræðingar séu mikilvægir í öllu afreksstarfi, burt séð frá átröskun, og kallar eftir meira fjármagni í íþróttahreyfinguna. „Burt séð frá bara næringunni, álagið að spila á afreksstigi er rosalega mikil, þannig að öll sérfræðiþekking innanborðs þar sem auðvelt aðgengi er að henni skiptir ofboðslega miklu máli. Þá komum við alltaf að þessu pólitíska, við verðum að fá aðeins meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna til að veita okkar íþróttafólki bestu mögulegu eiginleikana til að ná sínu besta fram.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira