Hafnar Liverpool og félagið aftur á núllpunkti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 06:30 Martin Zubimendi vildi á endanum ekki koma til Liverpool. Hér sést hann í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar. Getty/ANP Stuðningsmenn Liverpool voru flestir fullvissir um að félagið þeirra væri loksins búið að finna fyrstu kaup sumarsins en á endanum vildi sá hinn sami ekki koma til félagsins. Erlendir miðlar eins og BBC segja frá því að spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hafi hafnað tilboði Liverpool en þess í stað fengið nýjan samning hjá uppeldisfélaginu sínu Real Sociedad. Liverpool vissi ekki betur en að Zubimendi vildi koma en á endanum tókst spænska félaginu hans að sannfæra hann um að vera áfram alveg eins og þegar bæði Bayern München og Arsenal sýndu honum áhuga á síðustu árum. Launatilboð Liverpool var hærra en það sem Sociedad bauð en það var ekki nóg. Þetta er því enn eitt dæmið um það að öflugir leikmenn vilja ekki koma til félagsins en önnur dæmi eru Tchouaméni, Bellingham, Lavia og Caicedo á síðustu árum. Zubimendi er 25 ára gamall og var varamaður Rodri í spænska landsliðinu. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar. Zubimendi var ætlað að fylla stöðu djúps miðjumanns hjá Liverpool en nú er félagið aftur á núllpunkti í þeirri leit. Liverpool er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki keypt leikmann í sumar en fyrsti leikur liðsins á nýju tímabili er á móti nýliðum Ipswich um næstu helgi. Arne Slot þarf því að nota einn af núverandi miðjumönnum liðsins í stöðuna. Líklegast er að það verði Ryan Gravenberch en aðrir sem koma til greina eru Curtis Jones, Dominic Szoboszlai, Trent Alexander-Arnold og Wataru Endo. 🚨🔴 Martín Zubimendi has rejected Liverpool with formal communication to the club tonight.Real Sociedad efforts to keep Zubi crucial to make it happen, he’s staying with new deal also ready soon.Zubimendi informed Richard Hughes tonight, as @relevo reported. pic.twitter.com/sLU7S0Qfma— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024 Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Erlendir miðlar eins og BBC segja frá því að spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hafi hafnað tilboði Liverpool en þess í stað fengið nýjan samning hjá uppeldisfélaginu sínu Real Sociedad. Liverpool vissi ekki betur en að Zubimendi vildi koma en á endanum tókst spænska félaginu hans að sannfæra hann um að vera áfram alveg eins og þegar bæði Bayern München og Arsenal sýndu honum áhuga á síðustu árum. Launatilboð Liverpool var hærra en það sem Sociedad bauð en það var ekki nóg. Þetta er því enn eitt dæmið um það að öflugir leikmenn vilja ekki koma til félagsins en önnur dæmi eru Tchouaméni, Bellingham, Lavia og Caicedo á síðustu árum. Zubimendi er 25 ára gamall og var varamaður Rodri í spænska landsliðinu. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar. Zubimendi var ætlað að fylla stöðu djúps miðjumanns hjá Liverpool en nú er félagið aftur á núllpunkti í þeirri leit. Liverpool er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki keypt leikmann í sumar en fyrsti leikur liðsins á nýju tímabili er á móti nýliðum Ipswich um næstu helgi. Arne Slot þarf því að nota einn af núverandi miðjumönnum liðsins í stöðuna. Líklegast er að það verði Ryan Gravenberch en aðrir sem koma til greina eru Curtis Jones, Dominic Szoboszlai, Trent Alexander-Arnold og Wataru Endo. 🚨🔴 Martín Zubimendi has rejected Liverpool with formal communication to the club tonight.Real Sociedad efforts to keep Zubi crucial to make it happen, he’s staying with new deal also ready soon.Zubimendi informed Richard Hughes tonight, as @relevo reported. pic.twitter.com/sLU7S0Qfma— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira