Kálhaus féll ekki í kramið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2024 16:13 „Við berum ekki ábyrgð á þessu,“ segja karlarnir við Truss sem var ekki sátt við gjörninginn. Liz Truss fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki skemmt og gekk af sviðinu þegar mótmælendur birtu mynd af kálböggli og skilaboð um slælega efnahagsstjórn hennar þá stuttu tíð sem hún var forsætisráðherra. Atvikið má sjá í myndbandi hér að neðan en í umfjöllun Sky kemur fram að Truss hafi þarna verið að halda viðburð vegna bókaútgáfu sinnar. Truss gaf á þessu ári út bókina Tíu ár til að bjarga vestrinu (e. Ten years to save the west) þar sem hún fer yfir eigin hugmyndir um íhaldsstefnu í stjórnmálum. Hún tapaði sæti sínu á breska þinginu í þingkosningum í Bretlandi í júlí. Truss var í miðju kafi við að útskýra hvers vegna hún héldi að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember þegar flennistór kálhaus var varpað upp á plakati sem birtist skyndilega fyrir aftan hana. Þar stóð jafnframt: „Ég eyðilagði efnahaginn.“ Um er að ræða vísun til þess þegar Liz Truss sagði af sér störfum sem forsætisráðherra eftir einungis 49 daga í starfi árið 2022. Þá birti fjölmiðillinn Daily Star beina útsendingu á vef sínum af kálhausi og spurt var hvor myndi endast lengur, kálhausinn eða Liz Truss? 49 dögum síðar var kálhausinn lýstur sigurvegari í þeirri rimmu. Efnahagsstefna Truss snerist um miklar skattalækkanir en stefnan var talin bera mikið skipbrot, bakaði ráðherranum miklar óvinsældir og varð til þess að hún sagði embætti sínu lausu. Truss tók ekki eftir kálhausnum fyrr en eftir stutta stund þegar salurinn fór að hlæja. Henni var ekki skemmt og hafði þetta um málið að segja áður en hún gekk af sviðinu í fússi: „Þetta er ekki fyndið.“ Aðgerðarhópurinn Led By Donkeys stóð fyrir uppátækinu. Hópurinn var stofnaður 2018 af andstæðingum Brexit, en hópurinn hefur neitað að samþykkja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 þar sem Bretar samþykktu með litlum meirihluta að ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
Atvikið má sjá í myndbandi hér að neðan en í umfjöllun Sky kemur fram að Truss hafi þarna verið að halda viðburð vegna bókaútgáfu sinnar. Truss gaf á þessu ári út bókina Tíu ár til að bjarga vestrinu (e. Ten years to save the west) þar sem hún fer yfir eigin hugmyndir um íhaldsstefnu í stjórnmálum. Hún tapaði sæti sínu á breska þinginu í þingkosningum í Bretlandi í júlí. Truss var í miðju kafi við að útskýra hvers vegna hún héldi að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember þegar flennistór kálhaus var varpað upp á plakati sem birtist skyndilega fyrir aftan hana. Þar stóð jafnframt: „Ég eyðilagði efnahaginn.“ Um er að ræða vísun til þess þegar Liz Truss sagði af sér störfum sem forsætisráðherra eftir einungis 49 daga í starfi árið 2022. Þá birti fjölmiðillinn Daily Star beina útsendingu á vef sínum af kálhausi og spurt var hvor myndi endast lengur, kálhausinn eða Liz Truss? 49 dögum síðar var kálhausinn lýstur sigurvegari í þeirri rimmu. Efnahagsstefna Truss snerist um miklar skattalækkanir en stefnan var talin bera mikið skipbrot, bakaði ráðherranum miklar óvinsældir og varð til þess að hún sagði embætti sínu lausu. Truss tók ekki eftir kálhausnum fyrr en eftir stutta stund þegar salurinn fór að hlæja. Henni var ekki skemmt og hafði þetta um málið að segja áður en hún gekk af sviðinu í fússi: „Þetta er ekki fyndið.“ Aðgerðarhópurinn Led By Donkeys stóð fyrir uppátækinu. Hópurinn var stofnaður 2018 af andstæðingum Brexit, en hópurinn hefur neitað að samþykkja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 þar sem Bretar samþykktu með litlum meirihluta að ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira