Ed Sheeran eignast hlut í ensku félagi en frábiður sér kvart og kvein Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 22:30 Ed Sheeran er eldheitur stuðningsmaður Ipswich Town. Getty/Joe Giddens Söngvarinn Ed Sheeran er ekki lengur aðeins harður stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Ipswich því hann hefur nú eignast hlut í félaginu. Sheeran hefur stutt Ipswich frá barnsaldri og fagnaði því ákaft þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Núna hefur Sheeran fest kaup á 1,4% hlut í Ipswich. Það þýðir þó ekki að hann muni taka sæti í stjórn félagsins og hann frábiður sér allt tuð yfir leikmannakaupum og stefnu félagsins. Hann mun hins vegar eiga sitt hólf á leikvangi félagsins, Portman Road. Sheeran hefur einnig átt aðalauglýsinguna á treyjum Ipswich síðustu ár, eða frá 2021, og hinn svokallaði „þriðji búningur“ Ipswich í ár er bleik treyja hönnuð af söngvaranum. „Það er draumur allra fótboltastuðningsmanna að eignast félagið sem þeir styðja og ég er svo ánægður með þetta tækifæri,“ sagði hinn 33 ára gamli Sheeran sem er alinn upp í Suffolk-héraðinu, þar sem félagið sem hann elskar svo heitt er staðsett. „Ég hef búið í Suffolk síðan ég var þriggja ára gamall og þegar ég ferðast um heiminn, og líður stundum eins og aðkomumanni í stórborgunum, þá láta Suffolk og Ipswich mér alltaf líða eins og ég sé öruggur og hluti af samfélaginu. Það er svo gaman að vera stuðningsmaður Ipswich Town. Gengið er upp og niður en fótboltinn snýst um að geta tekið því góða og því slæma. Ég er ekki að fara að verða hluthafi með kosningarétt eða stjórnarmaður, ég er bara að setja peninga í félagið sem ég elska og þeir að gera vel við mig í staðinn, svo vinsamlegast ekki kvarta í mér varðandi kaup á leikmönnum eða breytingar á taktík,“ sagði Sheeran léttur. Ipswich byrjar leiktíð sína sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni á því að mæta Liverpool á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Sheeran hefur stutt Ipswich frá barnsaldri og fagnaði því ákaft þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Núna hefur Sheeran fest kaup á 1,4% hlut í Ipswich. Það þýðir þó ekki að hann muni taka sæti í stjórn félagsins og hann frábiður sér allt tuð yfir leikmannakaupum og stefnu félagsins. Hann mun hins vegar eiga sitt hólf á leikvangi félagsins, Portman Road. Sheeran hefur einnig átt aðalauglýsinguna á treyjum Ipswich síðustu ár, eða frá 2021, og hinn svokallaði „þriðji búningur“ Ipswich í ár er bleik treyja hönnuð af söngvaranum. „Það er draumur allra fótboltastuðningsmanna að eignast félagið sem þeir styðja og ég er svo ánægður með þetta tækifæri,“ sagði hinn 33 ára gamli Sheeran sem er alinn upp í Suffolk-héraðinu, þar sem félagið sem hann elskar svo heitt er staðsett. „Ég hef búið í Suffolk síðan ég var þriggja ára gamall og þegar ég ferðast um heiminn, og líður stundum eins og aðkomumanni í stórborgunum, þá láta Suffolk og Ipswich mér alltaf líða eins og ég sé öruggur og hluti af samfélaginu. Það er svo gaman að vera stuðningsmaður Ipswich Town. Gengið er upp og niður en fótboltinn snýst um að geta tekið því góða og því slæma. Ég er ekki að fara að verða hluthafi með kosningarétt eða stjórnarmaður, ég er bara að setja peninga í félagið sem ég elska og þeir að gera vel við mig í staðinn, svo vinsamlegast ekki kvarta í mér varðandi kaup á leikmönnum eða breytingar á taktík,“ sagði Sheeran léttur. Ipswich byrjar leiktíð sína sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni á því að mæta Liverpool á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira