Milner sló met Giggs og tíu Newcastle-menn lönduðu sigri Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 16:14 Ben Brereton Diaz lét eins og hann hefði stórskaðast vegna viðskipta sinna við Fabian Schär, sem var rekinn af velli. Manni færri unnu Newcastle-menn þó 1-0 sigur. Getty/Ian MacNicol Newcastle vann afar kærkominn sigur á nýliðum Southampton í dag, 1-0, þrátt fyrir að vera manni færri í rúman klukkutíma. Brighton skellti Everton 3-0, í leik þar sem James Milner sló met fyrir framan unga stjórann sinn, en Nottingham Forest og Bournemouth gerðu 1-1 jafntefli. Svissneski miðvörðurinn Fabian Schär var rekinn af velli eftir 27 mínútna leik gegn Southampton í dag, eftir að hafa nuddað höfði sínu saman við Ben Brereton Díaz sem féll með tilþrifum til jarðar. Þetta kom þó ekki í veg fyrir sigur Newcastle en mark liðsins skoraði Joelinton eftir stoðsendingu Alexanders Isak, rétt fyrir hálfleik. Stjórinn níu ára þegar Milner byrjaði Brighton vann flottan 3-0 útisigur gegn Everton, í fyrsta leik sínum undir stjórn hins 31 árs gamla Fabian Hürzeler. Rautt spjald á Ashley Young bætti ekki úr skák fyrir Everton. Hürzeler var enn aðeins níu ára gamall þegar James Milner lék sína fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, en Milner sló í dag met Ryan Giggs með því að hefja sína 23. leiktíð. Kaoura Mitoma, Danny Welbeck og Simon Adingra skoruðu mörk Brighton. Not a record he wanted 😖#EVEBHA #BBCFootball pic.twitter.com/zfZ1Tf57g8— Match of the Day (@BBCMOTD) August 17, 2024 Metið sem Ashley Young sló er ekki eins eftirsóknarvert en hann fékk rautt spjald og varð þar með elsti leikmaður í sögu deildarinnar til að vera rekinn af velli, 39 ára og 39 daga gamall. Everton-menn voru manni færri frá 66. mínútu en þá var staðan þegar orðin 2-0. Chris Wood og Antoine Semenyo skoruðu svo sitt markið hvor í leik Forest og Bournemouth sem lauk með jafntefli. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Svissneski miðvörðurinn Fabian Schär var rekinn af velli eftir 27 mínútna leik gegn Southampton í dag, eftir að hafa nuddað höfði sínu saman við Ben Brereton Díaz sem féll með tilþrifum til jarðar. Þetta kom þó ekki í veg fyrir sigur Newcastle en mark liðsins skoraði Joelinton eftir stoðsendingu Alexanders Isak, rétt fyrir hálfleik. Stjórinn níu ára þegar Milner byrjaði Brighton vann flottan 3-0 útisigur gegn Everton, í fyrsta leik sínum undir stjórn hins 31 árs gamla Fabian Hürzeler. Rautt spjald á Ashley Young bætti ekki úr skák fyrir Everton. Hürzeler var enn aðeins níu ára gamall þegar James Milner lék sína fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, en Milner sló í dag met Ryan Giggs með því að hefja sína 23. leiktíð. Kaoura Mitoma, Danny Welbeck og Simon Adingra skoruðu mörk Brighton. Not a record he wanted 😖#EVEBHA #BBCFootball pic.twitter.com/zfZ1Tf57g8— Match of the Day (@BBCMOTD) August 17, 2024 Metið sem Ashley Young sló er ekki eins eftirsóknarvert en hann fékk rautt spjald og varð þar með elsti leikmaður í sögu deildarinnar til að vera rekinn af velli, 39 ára og 39 daga gamall. Everton-menn voru manni færri frá 66. mínútu en þá var staðan þegar orðin 2-0. Chris Wood og Antoine Semenyo skoruðu svo sitt markið hvor í leik Forest og Bournemouth sem lauk með jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira