Snerting tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2024 11:27 Úr annarri kitlunni fyrir Snertingu. Snerting, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Myndin er ein af sex sem tilnefndar eru en tilnefningarnar voru gerðar opinberar á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund. Fjórar leiknar myndir og tvær heimildarmyndir í fullri lengd hafa hlotið tilnefningar til verðlaunanna. Allar hafa þær vakið talsverða athygli á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum undanfarið ár. Á bakvið kvikmyndirnar sex eru þónokkrir vel þekktir leikstjórar og framleiðendur sem eru í fararbroddi í norrænum og alþjóðlegum kvikmyndaheimi. Tilnefningarnar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 eru: Danmörk: The Son and the Moon – Leikstýrt af Roja Pakari og Emilie Adelina Monies, handritshöfundar Roja Pakari og Denniz Göl Bertelsen, framleiðandi Sara Stockmann fyrir Sonntag Pictures Finnland: Fallen Leaves – Leikstjóri og handritshöfundur Aki Kaurismäki, framleiðendur Aki Kaurismäki, Misha Jaari og Mark Lwoff fyrir Sputnik Oy og Bufo Grænland: Twice Colonized – Leikstýrt af Lin Alluna, handritshöfundar Aaju Peter og Lin Alluna, framleiðandi Emile Hertling Péronard fyrir Ánorâk Film Ísland: Touch – Leikstýrt af Baltasar Kormáki, handritshöfundar Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur, framleiðendur Agnes Johansen og Baltasar Kormákur fyrir RVK Studios Noregur: Sex – Leikstjóri og handritshöfundur Dag Johan Haugerud, framleiðendur Yngve Sæther og Hege Hauff Hvattum fyrir Motlys Svíþjóð: Crossing – Leikstjóri og handritshöfundur Levan Akin, framleiðandi Mathilde Dedye fyrir French Quarter Film Myndirnar sex, sem fulltrúar Norðurlandanna (Danmerkur, Finnlands, Grænlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar), verða sýndar næstkomandi fimmtudagskvöld á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, í sérstakri kynningu á norrænni kvikmyndagerð. Norrænu kvikmyndaverðlaunin, sem fyrst voru veitt Aki Kaurismäki 2002 fyrir meistaraverk hans ,,The Man Without a Past", hafa síðan þá verðlaunað framúrskarandi myndir eins og ,,You, the Living" (2008), ,,Antichrist" (2009), ,,Beyond" (2011), ,,Fúsi (Virgin Mountain)" (2015), ,,Louder Than Bombs" (2016), ,,Flee" (2021), ,,Dýrið (Lamb)" (2022), og nú síðast ,,Empire" (2023). Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannsonar, Hross í Oss og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru einhver virtustu verðlaun Norðurlandanna, sem fagna einstakri sýn kvikmyndagerðarfólks sem á rætur að rekja til norrænnar menningar. Verðlaunin eru veitt kvikmynd í fullri lengd, framleiddri á Norðurlöndunum sem sýnd er í kvikmyndahúsum. Viðurkenningin og verðlaunafjárhæðin, DKK 300,000 (EUR 41,000), deilist jafnt á milli leikstjóra, handritshöfundar og framleiðanda. Þetta endurspeglar nauðsynlegt samstarf að baki kvikmyndagerðar. Dómnefndir hvers lands fyrir sig hafa tilnefnt eina mynd frá sínu landi. Til að hafa þátttökurétt þurfa myndir að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. júlí 2023 til 30. júní 2024, auk þess að uppfylla sérstök skilyrði Ráðsins. Tilkynnt verður um handhafa verðlaunanna 2024 þann 22. október næstkomandi í útsendingu á RÚV sem einnig verður sýnd á norðurlöndunum. Verðlaunagripurinn verður í kjölfarið afhentur á sérstakri verðlaunaathöfn á þingi Norðurlandaráðs í lok október, nánar tiltekið í síðustu viku október. Tilgangur verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarstarfi og samstarfi í umhverfismálum og veita viðurkenningu fyrir afburðaárangur á þessum sviðum. Jafnframt er þeim ætlað að auka sýnileika norrænnar samvinnu á alþjóðavísu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fjórar leiknar myndir og tvær heimildarmyndir í fullri lengd hafa hlotið tilnefningar til verðlaunanna. Allar hafa þær vakið talsverða athygli á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum undanfarið ár. Á bakvið kvikmyndirnar sex eru þónokkrir vel þekktir leikstjórar og framleiðendur sem eru í fararbroddi í norrænum og alþjóðlegum kvikmyndaheimi. Tilnefningarnar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 eru: Danmörk: The Son and the Moon – Leikstýrt af Roja Pakari og Emilie Adelina Monies, handritshöfundar Roja Pakari og Denniz Göl Bertelsen, framleiðandi Sara Stockmann fyrir Sonntag Pictures Finnland: Fallen Leaves – Leikstjóri og handritshöfundur Aki Kaurismäki, framleiðendur Aki Kaurismäki, Misha Jaari og Mark Lwoff fyrir Sputnik Oy og Bufo Grænland: Twice Colonized – Leikstýrt af Lin Alluna, handritshöfundar Aaju Peter og Lin Alluna, framleiðandi Emile Hertling Péronard fyrir Ánorâk Film Ísland: Touch – Leikstýrt af Baltasar Kormáki, handritshöfundar Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur, framleiðendur Agnes Johansen og Baltasar Kormákur fyrir RVK Studios Noregur: Sex – Leikstjóri og handritshöfundur Dag Johan Haugerud, framleiðendur Yngve Sæther og Hege Hauff Hvattum fyrir Motlys Svíþjóð: Crossing – Leikstjóri og handritshöfundur Levan Akin, framleiðandi Mathilde Dedye fyrir French Quarter Film Myndirnar sex, sem fulltrúar Norðurlandanna (Danmerkur, Finnlands, Grænlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar), verða sýndar næstkomandi fimmtudagskvöld á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, í sérstakri kynningu á norrænni kvikmyndagerð. Norrænu kvikmyndaverðlaunin, sem fyrst voru veitt Aki Kaurismäki 2002 fyrir meistaraverk hans ,,The Man Without a Past", hafa síðan þá verðlaunað framúrskarandi myndir eins og ,,You, the Living" (2008), ,,Antichrist" (2009), ,,Beyond" (2011), ,,Fúsi (Virgin Mountain)" (2015), ,,Louder Than Bombs" (2016), ,,Flee" (2021), ,,Dýrið (Lamb)" (2022), og nú síðast ,,Empire" (2023). Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannsonar, Hross í Oss og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru einhver virtustu verðlaun Norðurlandanna, sem fagna einstakri sýn kvikmyndagerðarfólks sem á rætur að rekja til norrænnar menningar. Verðlaunin eru veitt kvikmynd í fullri lengd, framleiddri á Norðurlöndunum sem sýnd er í kvikmyndahúsum. Viðurkenningin og verðlaunafjárhæðin, DKK 300,000 (EUR 41,000), deilist jafnt á milli leikstjóra, handritshöfundar og framleiðanda. Þetta endurspeglar nauðsynlegt samstarf að baki kvikmyndagerðar. Dómnefndir hvers lands fyrir sig hafa tilnefnt eina mynd frá sínu landi. Til að hafa þátttökurétt þurfa myndir að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. júlí 2023 til 30. júní 2024, auk þess að uppfylla sérstök skilyrði Ráðsins. Tilkynnt verður um handhafa verðlaunanna 2024 þann 22. október næstkomandi í útsendingu á RÚV sem einnig verður sýnd á norðurlöndunum. Verðlaunagripurinn verður í kjölfarið afhentur á sérstakri verðlaunaathöfn á þingi Norðurlandaráðs í lok október, nánar tiltekið í síðustu viku október. Tilgangur verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarstarfi og samstarfi í umhverfismálum og veita viðurkenningu fyrir afburðaárangur á þessum sviðum. Jafnframt er þeim ætlað að auka sýnileika norrænnar samvinnu á alþjóðavísu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira