Þetta kemur fram í tilkynningu frá ReebokFitness.
Þar segir að ekki sé búið að ákveða nýtt nafn.
„Við munum leita að nýju nafni sem endurspeglar það sem við stöndum fyrir í dag. Til að finna það rétta höldum við nafnasamkeppni þar sem meðlimir okkar geta sent inn sínar hugmyndir. Sigurvegarinn hlýtur verðlaun að andvirði 250.000 króna,“ segir í tilkynningu.
Hægt er að senda inn tillögur að nýju nafni á heimasíðu ReebokFitness.
Þá segir að þau vilji skapa nafn sem passar við framtíðarsýn þeirra og þau hlakka til að deila því þegar að því kemur.