Jökull leikur sjálfan sig í Glæstum vonum: „Þetta er kannski meira í gríni gert“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 13:17 Jökull ásamt leikkonunum Katherine Kelly Lang og Ashley Jones á setti í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júlíusson söngvari hljómsveitarinnar Kaleo segir það hafi verið skemmtilegt ævintýri að leika sjálfan sig í sápuóperunni Glæstum vonum. Hann fékk boð um hlutverkið í þáttunum eftir að hafa komið fram í veislu hjá Andrea Bocelli. Þátturinn sem Jökull kemur fram í verður sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þar mun hann flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. „Þetta er hálffyndið allt saman. Ég var að spila fyrir sirka mánuði síðan á Ítalíu hjá Andrea Bocelli. Hann hefur held ég verið í þessum þáttum sjálfur og var búinn að bjóða öllu þessu liði og ég sat við borð þarna og var að flytja nokkur lög. Þetta var einhver svona fyndin hugmynd sem mér fannst ansi skondin á þeim tíma. Svo einhvern veginn vatt þetta upp á sig og ég er farinn að lesa einhverjar línur og leggja þetta á minnið og leika í einhverjum þáttum. Þetta er kannski meira í gríni gert,“ segir Jökull í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jökull gerir létt grín að hlutverki sínu í þáttunum og kveðst ekki stefna að leggja leikaraferilinn fyrir sig. „Þetta var nú bara hálf sakleysislegt og svo flutti ég eitt lag. Ég var sem sagt bara að leika sjálfan mig. Ég er enginn leikari og er ekki að stefna að því að vera neinn leikari. Þetta var bara fróðlegt að vera á setti. Þetta eru kannski ekki vönduðustu þættir sem fyrirfinnast en þetta er bara skemmtilegt ævintýri,“ segir Jökull. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Í faðmi leikara Glæstra vona Jökull tók sig vel út á setti í Los Angeles með leikurum einnar frægustu sápuóperu veraldar Bold and the Beautiful, eða Glæstum vonum 19. ágúst síðastliðinn. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað þáttanna í CBS Television City í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn: Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, Lawrence Saint Victor, Ashley Jones, Jacqueline MacInnes Wood, Annika Noelle, Tanner Novlan, Joshua Hoffman, Delon De Metz og John McCook á setti CBS Television City í 19. ágúst síðastliðinn.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull tekur lagið á setti.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Katherine Kelly Lang, Ashley Jones og Casey Kasprzyk.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og John McCook.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, John McCook og Ashley Jones.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Jacqueline MacInnes Wood.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júliusson og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Fetar í fótspor Lil Nash og Usher Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil. Íslendingar erlendis Tónlist Bíó og sjónvarp Kaleo Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Þátturinn sem Jökull kemur fram í verður sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þar mun hann flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. „Þetta er hálffyndið allt saman. Ég var að spila fyrir sirka mánuði síðan á Ítalíu hjá Andrea Bocelli. Hann hefur held ég verið í þessum þáttum sjálfur og var búinn að bjóða öllu þessu liði og ég sat við borð þarna og var að flytja nokkur lög. Þetta var einhver svona fyndin hugmynd sem mér fannst ansi skondin á þeim tíma. Svo einhvern veginn vatt þetta upp á sig og ég er farinn að lesa einhverjar línur og leggja þetta á minnið og leika í einhverjum þáttum. Þetta er kannski meira í gríni gert,“ segir Jökull í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jökull gerir létt grín að hlutverki sínu í þáttunum og kveðst ekki stefna að leggja leikaraferilinn fyrir sig. „Þetta var nú bara hálf sakleysislegt og svo flutti ég eitt lag. Ég var sem sagt bara að leika sjálfan mig. Ég er enginn leikari og er ekki að stefna að því að vera neinn leikari. Þetta var bara fróðlegt að vera á setti. Þetta eru kannski ekki vönduðustu þættir sem fyrirfinnast en þetta er bara skemmtilegt ævintýri,“ segir Jökull. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Í faðmi leikara Glæstra vona Jökull tók sig vel út á setti í Los Angeles með leikurum einnar frægustu sápuóperu veraldar Bold and the Beautiful, eða Glæstum vonum 19. ágúst síðastliðinn. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað þáttanna í CBS Television City í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn: Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, Lawrence Saint Victor, Ashley Jones, Jacqueline MacInnes Wood, Annika Noelle, Tanner Novlan, Joshua Hoffman, Delon De Metz og John McCook á setti CBS Television City í 19. ágúst síðastliðinn.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull tekur lagið á setti.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Katherine Kelly Lang, Ashley Jones og Casey Kasprzyk.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og John McCook.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, John McCook og Ashley Jones.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Jacqueline MacInnes Wood.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júliusson og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Fetar í fótspor Lil Nash og Usher Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil.
Íslendingar erlendis Tónlist Bíó og sjónvarp Kaleo Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira