Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. ágúst 2024 18:47 Mark Zuckerberg er forstjóri Meta. AP Mark Zuckerberg forstjóri Meta segist sjá eftir því að hafa látið undan þrýstingi ríkisstjórnar Joe Biden um að ritskoða upplýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Efnið sem hann var beðinn um að fjarlægja voru það sem stjórnvöld kölluðu misvísandi upplýsingar um ýmislegt tengt Covid-19, og fréttir um upplýsingar á fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þetta kemur fram í bréfi sem Zuckerberg sendi Bandaríkjaþingi. Þar kemur fram að ýmislegt efni tengt Covid-19 og bóluefnunum gegn veirunni hafi verið fjarlægt af Facebook og Instagram árið 2021 að beiðni stjórnvalda. Hvíta húsið kveðst hafa verið að grípa til aðgerða til að vernda heilsu almennings og almannahagsmuni í víðum skilningi. Í júlí 2021 sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Facebook væri að drepa fólk með því að leyfa misvísandi upplýsingum um bóluefni gegn Covid-19 að flæða um miðilinn. Zuckerberg segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar af fyrirtækinu sjálfu, en þrýstingurinn frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða. „Árið 2021 urðum við ítrekað fyrir þrýstingi frá ríkisstjórninni, Hvíta húsinu þar á meðal, um að fjarlægja ákveðið efni sem tengdist Covid-19, þar á meðal alls konar grín. Við urðum vör við mikla gremju frá þeim þegar við urðum ekki við þessu. Mér finnst að þessi þrýstingur frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða, og ég harma það að hafa ekki talað meira um það á sínum tíma. Við tókum ýmsar ákvarðanir sem við myndum ekki taka í dag, að teknu tilliti til nýrra upplýsinga og þess sem við vitum í dag,“ stendur í bréfi Zuckerbergs. Þaggaði niður í frétt um son Bidens Zuckerberg sagði einnig að Facebook hefði þaggað niður í umfjöllun um fartölvu Hunter Biden árið 2020. FBI hafði þá varað við því að sú umfjöllun væri „rússnesk upplýsingaóreiða.“ Fréttin var um að fartölva Hunters hefði verið skilin eftir á verkstæði í Delaware, og að þar hefðu fundist tölvupóstar sem gáfu til kynna að viðskiptahagsmunir hans hefðu haft áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna með einhverjum hætti, þegar Joe Biden faðir hans var varaforseti. Zuckerberg segir að fréttin hafi tímabundið verið fjarlægð af miðlum Meta, á meðan beðið væri niðurstaðna rannsóknar FBI um mögulega aðgerð rússneskra yfirvalda til að dreifa upplýsingaóreiðu. Fréttin reyndist svo ekki vera falsfrétt frá Rússlandi. „Eftir á að hyggja, hefðum við ekki átt að þagga niður í fréttinni,“ segir Zuckerberg. Meta Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem Zuckerberg sendi Bandaríkjaþingi. Þar kemur fram að ýmislegt efni tengt Covid-19 og bóluefnunum gegn veirunni hafi verið fjarlægt af Facebook og Instagram árið 2021 að beiðni stjórnvalda. Hvíta húsið kveðst hafa verið að grípa til aðgerða til að vernda heilsu almennings og almannahagsmuni í víðum skilningi. Í júlí 2021 sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Facebook væri að drepa fólk með því að leyfa misvísandi upplýsingum um bóluefni gegn Covid-19 að flæða um miðilinn. Zuckerberg segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar af fyrirtækinu sjálfu, en þrýstingurinn frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða. „Árið 2021 urðum við ítrekað fyrir þrýstingi frá ríkisstjórninni, Hvíta húsinu þar á meðal, um að fjarlægja ákveðið efni sem tengdist Covid-19, þar á meðal alls konar grín. Við urðum vör við mikla gremju frá þeim þegar við urðum ekki við þessu. Mér finnst að þessi þrýstingur frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða, og ég harma það að hafa ekki talað meira um það á sínum tíma. Við tókum ýmsar ákvarðanir sem við myndum ekki taka í dag, að teknu tilliti til nýrra upplýsinga og þess sem við vitum í dag,“ stendur í bréfi Zuckerbergs. Þaggaði niður í frétt um son Bidens Zuckerberg sagði einnig að Facebook hefði þaggað niður í umfjöllun um fartölvu Hunter Biden árið 2020. FBI hafði þá varað við því að sú umfjöllun væri „rússnesk upplýsingaóreiða.“ Fréttin var um að fartölva Hunters hefði verið skilin eftir á verkstæði í Delaware, og að þar hefðu fundist tölvupóstar sem gáfu til kynna að viðskiptahagsmunir hans hefðu haft áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna með einhverjum hætti, þegar Joe Biden faðir hans var varaforseti. Zuckerberg segir að fréttin hafi tímabundið verið fjarlægð af miðlum Meta, á meðan beðið væri niðurstaðna rannsóknar FBI um mögulega aðgerð rússneskra yfirvalda til að dreifa upplýsingaóreiðu. Fréttin reyndist svo ekki vera falsfrétt frá Rússlandi. „Eftir á að hyggja, hefðum við ekki átt að þagga niður í fréttinni,“ segir Zuckerberg.
Meta Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira